Formaður Eflingar segir ekki undarlegt að ófaglært starfsfólk sem sinni sömu störfum og beri sömu ábyrgð og leikskólakennarar fái svipuð laun. Verkfall Eflingar hafði áhrif á fjórða þúsund leikskólabarna í dag.
Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30
Einnig verður rætt við formann BSRB í beinni útsendingu en félagið hefur ákveðið að ganga til atkvæða um verkfallsaðgerðir. Þá verður rætt við fjármálaráðherra um atvinnuleysi sem talið er að muni aukast enn frekar á næstunni.
Auk þess verður fjallað um aðgerðir stjórnvalda vegna Wuhan kórónaveirunnar en Íslendingar sem hafa verið í Kína eru nú í sóttkví á heimilum sínum. Einnig fylgjumst við með átökum á Alþingi í dag og verðum í beinni frá setningu vetrarhátíðar Reykjavíkur.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis klukkan 18:30.
