Bóluefni við HIV sem lofaði góðu virkar ekki Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. febrúar 2020 20:24 Vonir voru bundnar við að bóluefnið sem prófað var í HVTN 702 lyfjarannsókninni myndi virka. getty/Gallo Images Tilraun með mögulegt bóluefni við HIV veirunni hefur verið hætt en heilbrigðisyfirvöld í Suður Afríku tilkynntu að lyfið sem hafði verið þróað kæmi ekki í veg fyrir HIV smit. Meira en fimm þúsund manns höfðu tekið þátt í HVTN 702 lyfjarannsókninni. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Sérfræðingar lýstu yfir gífurlegum vonbrigðum en bættu við að halda þyrfti áfram leit að lyfi sem kæmi í veg fyrir HIV sýkingu. Bóluefnin sem hafa verið í þróun innihalda ekki HIV og er því engin hætta á því að fólk smitist af veirunni. Tilraunalyfið var þróaðri útgáfa af fyrsta vísinum að HIV-bóluefni sem þróaður var og var að einhverju leiti verndandi gegn sjúkdómnum. Til eru mörg afbrigði af HIV og var því verið að þróa bóluefni sérstaklega fyrir það afbrigði sem er algengast og þekkist í Suður Afríku. Suður Afríka er það land sem hefur hæst hlutfall HIV jákvæðra einstaklinga í heiminum. Miklar vonir voru bundnar við að bóluefnið myndi virka og að hægt væri að breyta því svo að það virkaði líka gegn öðrum afbrigðum veirunnar. Hvað gerðist í lyfjatilrauninni? Sjálfboðaliðum var skipt í tvo hópa, annar hópurinn fékk bóluefnið og hinn fékk lyfleysu. Þá kom í ljós að 129 af þeim sem fengu bóluefnið gefið sýktust af veirunni og 123 af þeim sem fengu lyfleysuna sýktust. Anthony Fauci, læknir hjá landlæknisembættinu í Suður Afríku sagði: „HIV bóluefni er nauðsynlegt til að binda endi á heimsfaraldrinum og við vonuðum að þetta bóluefni myndi virka. Því miður gerir það það ekki.“ „Rannsóknir halda áfram og við nálgumst þetta á annan hátt til að þróa betra og öruggara HIV bóluefni sem ég trúi enn að verði að veruleika.“ Linda-Gail Bekker hjá Alþjóðasamfélagi Alnæmis sagði. „Þrátt fyrir að þetta sé stórt skref aftur á bak þurfum við að halda áfram leit að bóluefni sem virkar.“ Lyf Suður-Afríka Tengdar fréttir Bundnar vonir við nýtt bóluefni gegn HIV veirunni Prufur og rannsóknir eru hafnar í Suður-Afríku á nýju bóluefni gegn HIV veirunni en þetta er í fyrsta skipti í sjö ár sem slíkar nýjar prófanir hafa verið framkvæmdar. 27. nóvember 2016 14:17 Blað brotið í baráttunni við eyðniveiruna Tveir, og að líkindum fleiri, hafa nú verið læknaðir af HIV. Vísindamenn reyndu í 12 ár að endurtaka sögulega meðferð fyrsta einstaklingsins sem læknaður var af veirunni. Þó er lækning við eyðni enn fjarlægur draumur. 30. mars 2019 10:30 Hefja tilraunir með mögulegt bóluefni við HIV í mönnum Tilraunir með nýtt bóluefni við HIV-sýkingu í ósmituðum einstaklingum og öpum hefur borið afar góða árangur. Vísindamönnunum tókst að framkalla heppilega ónæmissvörun með því gefa þessum einstaklingum blöndu af nokkrum lyfjum sem áður hafa gefið góð raun í baráttunni við HIV. 7. júlí 2018 07:15 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Sjá meira
Tilraun með mögulegt bóluefni við HIV veirunni hefur verið hætt en heilbrigðisyfirvöld í Suður Afríku tilkynntu að lyfið sem hafði verið þróað kæmi ekki í veg fyrir HIV smit. Meira en fimm þúsund manns höfðu tekið þátt í HVTN 702 lyfjarannsókninni. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Sérfræðingar lýstu yfir gífurlegum vonbrigðum en bættu við að halda þyrfti áfram leit að lyfi sem kæmi í veg fyrir HIV sýkingu. Bóluefnin sem hafa verið í þróun innihalda ekki HIV og er því engin hætta á því að fólk smitist af veirunni. Tilraunalyfið var þróaðri útgáfa af fyrsta vísinum að HIV-bóluefni sem þróaður var og var að einhverju leiti verndandi gegn sjúkdómnum. Til eru mörg afbrigði af HIV og var því verið að þróa bóluefni sérstaklega fyrir það afbrigði sem er algengast og þekkist í Suður Afríku. Suður Afríka er það land sem hefur hæst hlutfall HIV jákvæðra einstaklinga í heiminum. Miklar vonir voru bundnar við að bóluefnið myndi virka og að hægt væri að breyta því svo að það virkaði líka gegn öðrum afbrigðum veirunnar. Hvað gerðist í lyfjatilrauninni? Sjálfboðaliðum var skipt í tvo hópa, annar hópurinn fékk bóluefnið og hinn fékk lyfleysu. Þá kom í ljós að 129 af þeim sem fengu bóluefnið gefið sýktust af veirunni og 123 af þeim sem fengu lyfleysuna sýktust. Anthony Fauci, læknir hjá landlæknisembættinu í Suður Afríku sagði: „HIV bóluefni er nauðsynlegt til að binda endi á heimsfaraldrinum og við vonuðum að þetta bóluefni myndi virka. Því miður gerir það það ekki.“ „Rannsóknir halda áfram og við nálgumst þetta á annan hátt til að þróa betra og öruggara HIV bóluefni sem ég trúi enn að verði að veruleika.“ Linda-Gail Bekker hjá Alþjóðasamfélagi Alnæmis sagði. „Þrátt fyrir að þetta sé stórt skref aftur á bak þurfum við að halda áfram leit að bóluefni sem virkar.“
Lyf Suður-Afríka Tengdar fréttir Bundnar vonir við nýtt bóluefni gegn HIV veirunni Prufur og rannsóknir eru hafnar í Suður-Afríku á nýju bóluefni gegn HIV veirunni en þetta er í fyrsta skipti í sjö ár sem slíkar nýjar prófanir hafa verið framkvæmdar. 27. nóvember 2016 14:17 Blað brotið í baráttunni við eyðniveiruna Tveir, og að líkindum fleiri, hafa nú verið læknaðir af HIV. Vísindamenn reyndu í 12 ár að endurtaka sögulega meðferð fyrsta einstaklingsins sem læknaður var af veirunni. Þó er lækning við eyðni enn fjarlægur draumur. 30. mars 2019 10:30 Hefja tilraunir með mögulegt bóluefni við HIV í mönnum Tilraunir með nýtt bóluefni við HIV-sýkingu í ósmituðum einstaklingum og öpum hefur borið afar góða árangur. Vísindamönnunum tókst að framkalla heppilega ónæmissvörun með því gefa þessum einstaklingum blöndu af nokkrum lyfjum sem áður hafa gefið góð raun í baráttunni við HIV. 7. júlí 2018 07:15 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Sjá meira
Bundnar vonir við nýtt bóluefni gegn HIV veirunni Prufur og rannsóknir eru hafnar í Suður-Afríku á nýju bóluefni gegn HIV veirunni en þetta er í fyrsta skipti í sjö ár sem slíkar nýjar prófanir hafa verið framkvæmdar. 27. nóvember 2016 14:17
Blað brotið í baráttunni við eyðniveiruna Tveir, og að líkindum fleiri, hafa nú verið læknaðir af HIV. Vísindamenn reyndu í 12 ár að endurtaka sögulega meðferð fyrsta einstaklingsins sem læknaður var af veirunni. Þó er lækning við eyðni enn fjarlægur draumur. 30. mars 2019 10:30
Hefja tilraunir með mögulegt bóluefni við HIV í mönnum Tilraunir með nýtt bóluefni við HIV-sýkingu í ósmituðum einstaklingum og öpum hefur borið afar góða árangur. Vísindamönnunum tókst að framkalla heppilega ónæmissvörun með því gefa þessum einstaklingum blöndu af nokkrum lyfjum sem áður hafa gefið góð raun í baráttunni við HIV. 7. júlí 2018 07:15