Bóluefni við HIV sem lofaði góðu virkar ekki Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. febrúar 2020 20:24 Vonir voru bundnar við að bóluefnið sem prófað var í HVTN 702 lyfjarannsókninni myndi virka. getty/Gallo Images Tilraun með mögulegt bóluefni við HIV veirunni hefur verið hætt en heilbrigðisyfirvöld í Suður Afríku tilkynntu að lyfið sem hafði verið þróað kæmi ekki í veg fyrir HIV smit. Meira en fimm þúsund manns höfðu tekið þátt í HVTN 702 lyfjarannsókninni. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Sérfræðingar lýstu yfir gífurlegum vonbrigðum en bættu við að halda þyrfti áfram leit að lyfi sem kæmi í veg fyrir HIV sýkingu. Bóluefnin sem hafa verið í þróun innihalda ekki HIV og er því engin hætta á því að fólk smitist af veirunni. Tilraunalyfið var þróaðri útgáfa af fyrsta vísinum að HIV-bóluefni sem þróaður var og var að einhverju leiti verndandi gegn sjúkdómnum. Til eru mörg afbrigði af HIV og var því verið að þróa bóluefni sérstaklega fyrir það afbrigði sem er algengast og þekkist í Suður Afríku. Suður Afríka er það land sem hefur hæst hlutfall HIV jákvæðra einstaklinga í heiminum. Miklar vonir voru bundnar við að bóluefnið myndi virka og að hægt væri að breyta því svo að það virkaði líka gegn öðrum afbrigðum veirunnar. Hvað gerðist í lyfjatilrauninni? Sjálfboðaliðum var skipt í tvo hópa, annar hópurinn fékk bóluefnið og hinn fékk lyfleysu. Þá kom í ljós að 129 af þeim sem fengu bóluefnið gefið sýktust af veirunni og 123 af þeim sem fengu lyfleysuna sýktust. Anthony Fauci, læknir hjá landlæknisembættinu í Suður Afríku sagði: „HIV bóluefni er nauðsynlegt til að binda endi á heimsfaraldrinum og við vonuðum að þetta bóluefni myndi virka. Því miður gerir það það ekki.“ „Rannsóknir halda áfram og við nálgumst þetta á annan hátt til að þróa betra og öruggara HIV bóluefni sem ég trúi enn að verði að veruleika.“ Linda-Gail Bekker hjá Alþjóðasamfélagi Alnæmis sagði. „Þrátt fyrir að þetta sé stórt skref aftur á bak þurfum við að halda áfram leit að bóluefni sem virkar.“ Lyf Suður-Afríka Tengdar fréttir Bundnar vonir við nýtt bóluefni gegn HIV veirunni Prufur og rannsóknir eru hafnar í Suður-Afríku á nýju bóluefni gegn HIV veirunni en þetta er í fyrsta skipti í sjö ár sem slíkar nýjar prófanir hafa verið framkvæmdar. 27. nóvember 2016 14:17 Blað brotið í baráttunni við eyðniveiruna Tveir, og að líkindum fleiri, hafa nú verið læknaðir af HIV. Vísindamenn reyndu í 12 ár að endurtaka sögulega meðferð fyrsta einstaklingsins sem læknaður var af veirunni. Þó er lækning við eyðni enn fjarlægur draumur. 30. mars 2019 10:30 Hefja tilraunir með mögulegt bóluefni við HIV í mönnum Tilraunir með nýtt bóluefni við HIV-sýkingu í ósmituðum einstaklingum og öpum hefur borið afar góða árangur. Vísindamönnunum tókst að framkalla heppilega ónæmissvörun með því gefa þessum einstaklingum blöndu af nokkrum lyfjum sem áður hafa gefið góð raun í baráttunni við HIV. 7. júlí 2018 07:15 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Tilraun með mögulegt bóluefni við HIV veirunni hefur verið hætt en heilbrigðisyfirvöld í Suður Afríku tilkynntu að lyfið sem hafði verið þróað kæmi ekki í veg fyrir HIV smit. Meira en fimm þúsund manns höfðu tekið þátt í HVTN 702 lyfjarannsókninni. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Sérfræðingar lýstu yfir gífurlegum vonbrigðum en bættu við að halda þyrfti áfram leit að lyfi sem kæmi í veg fyrir HIV sýkingu. Bóluefnin sem hafa verið í þróun innihalda ekki HIV og er því engin hætta á því að fólk smitist af veirunni. Tilraunalyfið var þróaðri útgáfa af fyrsta vísinum að HIV-bóluefni sem þróaður var og var að einhverju leiti verndandi gegn sjúkdómnum. Til eru mörg afbrigði af HIV og var því verið að þróa bóluefni sérstaklega fyrir það afbrigði sem er algengast og þekkist í Suður Afríku. Suður Afríka er það land sem hefur hæst hlutfall HIV jákvæðra einstaklinga í heiminum. Miklar vonir voru bundnar við að bóluefnið myndi virka og að hægt væri að breyta því svo að það virkaði líka gegn öðrum afbrigðum veirunnar. Hvað gerðist í lyfjatilrauninni? Sjálfboðaliðum var skipt í tvo hópa, annar hópurinn fékk bóluefnið og hinn fékk lyfleysu. Þá kom í ljós að 129 af þeim sem fengu bóluefnið gefið sýktust af veirunni og 123 af þeim sem fengu lyfleysuna sýktust. Anthony Fauci, læknir hjá landlæknisembættinu í Suður Afríku sagði: „HIV bóluefni er nauðsynlegt til að binda endi á heimsfaraldrinum og við vonuðum að þetta bóluefni myndi virka. Því miður gerir það það ekki.“ „Rannsóknir halda áfram og við nálgumst þetta á annan hátt til að þróa betra og öruggara HIV bóluefni sem ég trúi enn að verði að veruleika.“ Linda-Gail Bekker hjá Alþjóðasamfélagi Alnæmis sagði. „Þrátt fyrir að þetta sé stórt skref aftur á bak þurfum við að halda áfram leit að bóluefni sem virkar.“
Lyf Suður-Afríka Tengdar fréttir Bundnar vonir við nýtt bóluefni gegn HIV veirunni Prufur og rannsóknir eru hafnar í Suður-Afríku á nýju bóluefni gegn HIV veirunni en þetta er í fyrsta skipti í sjö ár sem slíkar nýjar prófanir hafa verið framkvæmdar. 27. nóvember 2016 14:17 Blað brotið í baráttunni við eyðniveiruna Tveir, og að líkindum fleiri, hafa nú verið læknaðir af HIV. Vísindamenn reyndu í 12 ár að endurtaka sögulega meðferð fyrsta einstaklingsins sem læknaður var af veirunni. Þó er lækning við eyðni enn fjarlægur draumur. 30. mars 2019 10:30 Hefja tilraunir með mögulegt bóluefni við HIV í mönnum Tilraunir með nýtt bóluefni við HIV-sýkingu í ósmituðum einstaklingum og öpum hefur borið afar góða árangur. Vísindamönnunum tókst að framkalla heppilega ónæmissvörun með því gefa þessum einstaklingum blöndu af nokkrum lyfjum sem áður hafa gefið góð raun í baráttunni við HIV. 7. júlí 2018 07:15 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Bundnar vonir við nýtt bóluefni gegn HIV veirunni Prufur og rannsóknir eru hafnar í Suður-Afríku á nýju bóluefni gegn HIV veirunni en þetta er í fyrsta skipti í sjö ár sem slíkar nýjar prófanir hafa verið framkvæmdar. 27. nóvember 2016 14:17
Blað brotið í baráttunni við eyðniveiruna Tveir, og að líkindum fleiri, hafa nú verið læknaðir af HIV. Vísindamenn reyndu í 12 ár að endurtaka sögulega meðferð fyrsta einstaklingsins sem læknaður var af veirunni. Þó er lækning við eyðni enn fjarlægur draumur. 30. mars 2019 10:30
Hefja tilraunir með mögulegt bóluefni við HIV í mönnum Tilraunir með nýtt bóluefni við HIV-sýkingu í ósmituðum einstaklingum og öpum hefur borið afar góða árangur. Vísindamönnunum tókst að framkalla heppilega ónæmissvörun með því gefa þessum einstaklingum blöndu af nokkrum lyfjum sem áður hafa gefið góð raun í baráttunni við HIV. 7. júlí 2018 07:15