Kosningar í Bandaríkjunum: Biden og Bernie þykja sigurstranglegastir Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. febrúar 2020 19:00 Þessir þrír herramenn hafa verið að mælast með mest fylgi undanfarna daga. Biden, Bernie og Buttigieg. Vísir/AP Demókratar í Iowa í Bandaríkjunum kjósa um forsetaframbjóðanda flokksins í dag. Nokkuð mjótt er á munum og fyrirkomulag kosninganna óútreiknanlegt. Útlit er því fyrir spennandi kosningar en niðurstöður ættu að birtast upp úr þrjú í nótt að íslenskum tíma. Í stað hefðbundinna kosninga bíður Iowa-manna mun tímafrekara ferli. Í Iowa, sem og í nokkrum öðrum ríkjum, þurfa kjósendur að safnast saman í stóru rými, til að mynda íþróttahúsum, og skipta sér upp í hópa eftir því hvaða frambjóðendur þeir styðja. Á flestum kjörstöðum þarf frambjóðandi að vera með fimmtán prósent viðstaddra í sínu horni til þess að vinna svokallaða fulltrúa. Eftir fyrstu talningu fær fólk tækifæri til þess að skipta um frambjóðanda og styðja einhvern sem hefur náð þessum fimmtán prósentum. Fulltrúarnir sem keppst er um eru fleiri en tvö þúsund. Þeir verða sendir á kjördæma- og ríkisfundi Demókrata í Iowa þar sem þeir velja svo loksins 41 landsfundarfulltrúa. Það eru þeir fulltrúar sem sjá um hið formlega val á forsetaframbjóðandanum. Til að vinna útnefningu flokksins í fyrstu atkvæðagreiðslu á landsfundinum þarf 1.990 fulltrúa. Þetta er sum sé töluvert flókið kerfi og erfitt að spá fyrir um sigurvegarann í Iowa. Meðaltal kannana sýnir að Bernie Sanders öldungadeildarþingmaður hefur mest fylgi en Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, næstmest. Pete Buttigieg borgarstjóri og öldungadeildarþingmaðurinn Elizabeth Warren eru svo í þriðja og fjórða sæti. Öll yfir fimmtán prósentunum. Ef kosningaspá Fivethirtyeight rætist mun Sanders vinna flesta fulltrúa, eða um þrettán, en Biden um tólf. Buttigieg fengi sjö, Warren 6. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Demókratar í Iowa í Bandaríkjunum kjósa um forsetaframbjóðanda flokksins í dag. Nokkuð mjótt er á munum og fyrirkomulag kosninganna óútreiknanlegt. Útlit er því fyrir spennandi kosningar en niðurstöður ættu að birtast upp úr þrjú í nótt að íslenskum tíma. Í stað hefðbundinna kosninga bíður Iowa-manna mun tímafrekara ferli. Í Iowa, sem og í nokkrum öðrum ríkjum, þurfa kjósendur að safnast saman í stóru rými, til að mynda íþróttahúsum, og skipta sér upp í hópa eftir því hvaða frambjóðendur þeir styðja. Á flestum kjörstöðum þarf frambjóðandi að vera með fimmtán prósent viðstaddra í sínu horni til þess að vinna svokallaða fulltrúa. Eftir fyrstu talningu fær fólk tækifæri til þess að skipta um frambjóðanda og styðja einhvern sem hefur náð þessum fimmtán prósentum. Fulltrúarnir sem keppst er um eru fleiri en tvö þúsund. Þeir verða sendir á kjördæma- og ríkisfundi Demókrata í Iowa þar sem þeir velja svo loksins 41 landsfundarfulltrúa. Það eru þeir fulltrúar sem sjá um hið formlega val á forsetaframbjóðandanum. Til að vinna útnefningu flokksins í fyrstu atkvæðagreiðslu á landsfundinum þarf 1.990 fulltrúa. Þetta er sum sé töluvert flókið kerfi og erfitt að spá fyrir um sigurvegarann í Iowa. Meðaltal kannana sýnir að Bernie Sanders öldungadeildarþingmaður hefur mest fylgi en Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, næstmest. Pete Buttigieg borgarstjóri og öldungadeildarþingmaðurinn Elizabeth Warren eru svo í þriðja og fjórða sæti. Öll yfir fimmtán prósentunum. Ef kosningaspá Fivethirtyeight rætist mun Sanders vinna flesta fulltrúa, eða um þrettán, en Biden um tólf. Buttigieg fengi sjö, Warren 6.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira