Íslensk stjórnvöld hafa fallið frá því að vísa hinum sjö ára gamla Muhammed og foreldrum hans af landi brott á morgun. Brottvísun þeirra og annarra barnafjölskyldna sem hafa verið hér lengur en en í sextán mánuði hefur verið frestað. Rætt verður við fjölskylduna í kvöldfréttum Stöðvar 2 en þau segja að draumur þeirra hafi ræst.
Lögreglan á Suðurnesjum lagði hald á rúmlega 63 kíló af hörðum fíkniefnum í fyrra, rúmlega fjórfalt meira en árið á undan. Lögreglustjóri segir embættið vera í vandræðum með að halda uppi löggæslu í málaflokknum.
Þá segjum við fréttir af nýjustu vendingum vegna Wuhan-kórónaveirunnar en sendiherra Kína á Íslandi segir að tugir kínverskra ferðamanna hér á landi hafa lent í vandræðum með að komast heim aftur, eftir útbreiðslu Wuhan-veirunnar.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.