Barcelona minnkaði forskot Real Madrid niður í þrjú stig á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar með 2-1 sigri á Levante á heimavelli í kvöld.
Bæði mörkin skoraði hinn sautján ára gamli Ansu Fati sem fékk tækifæri í byrjunarliði Barcelona í kvöld.
Fyrra markið skoraði hann á 30. mínútu eftir stoðsendingu hins magnaða Leo Messi og sama uppskrift skilaði öðru marki tveimur mínútum síðar.
CONNECTION: STRONG pic.twitter.com/LRKEohS8nj
— FC Barcelona (@FCBarcelona) February 2, 2020
Potent partnership
— ESPN FC (@ESPNFC) February 2, 2020
30' - Fati goal, Messi assist
31' - Fati goal, Messi assist pic.twitter.com/yWK9BqAr9R
Ruben Rochina minnkaði muninn fyrir Levante í uppbótartíma en nær komust þeir ekki og lokatölur 2-1 sigur Barca.
Börsungar eru nú þremur stigum á eftir toppliði Real sem vann einnig þessa helgina en Levante er í 13. sæti deildarinnar.