Níu fluttir á sjúkrahús eftir að nokkrir bílar lentu saman í Melasveit Jóhann K. Jóhannsson skrifar 19. febrúar 2020 20:33 Þrír sjúkrabílar með níu manns úr slysinu eru komnir á sjúkrahúsið á Akranesi þar sem fólkið er til skoðunar. Mynd/Aðsend Hópslysaáætlun á Vesturlandi hefur verið virkjuð eftir að nokkrir bílar lentu saman á Vesturlandsvegi við Geldingaá í Melasveit á milli Borgarness og Akraness, sunnan við Hafnarfjall, nú á níunda tímanum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eiga þrettán manns hlut að máli og ekki hafa fengist upplýsingar um hve alvarleg meiðsli þeirra eru. Rögnvaldur Ólafsson, aðalvarstjóri hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, staðfestir að slysið hafi átt sér stað, að þrír til fjórir bílar hafi lent saman, og að hópslysaáætlun á Vesturlandi hafi verið virkjuð. Viðbragðsaðilar séu nýkomnir á staðinn og verið sé að reyna ná utan um aðstæður á vettvangi. Rögnvaldur segir afleitt veður á vettvangi, hríðarveður og lítið skyggni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur Vesturlandsvegi á þessum slóðum verið lokað vegna slyssins. Uppfært kl. 20.55Fjórir fólksbílar lentu saman á Vesturlandsvegi í Melasveit. Gísli Björnsson, yfirmaður sjúkraflutninga á Vesturlandi segir í samtali við fréttastofu að áreksturinn hafi verið ansi harður en til allrar mildi hafi enginn slasast alvarlega. Til að mynda hafi ekki þurft að beita klippum til að ná fólki út úr bílunum. Þrír sjúkrabílar frá Akranesi og einn frá Borgarnesi voru sendir á vettvang auk lögreglu. Gísli segir að þrettán manns hafi verið í bílunum fjórum þar af fjögur börn. Níu hafi verið fluttir með sjúkrabílum til skoðunar á sjúkrahúsinu á Akranesi en hinir fjórir, sem reyndust óslasaðir, þáðu far með sjúkrabíl í Borgarnes. Gísli segir að veðrið á vettvangi hafi verið leiðinlegt. Hríðarbylur. Lögregla hefur tildrög slyssins til rannsóknar. Uppfært klukkan 21:39 Lögreglan á Vesturlandi sendi frá sér yfirlýsingu á Facebook þar sem hún staðfesti að fjögurra bíla árekstur hefði orðið í Melasveit við Geldingaá. Þrettán hafi verið í bílunum og þar af þrjú börn. Mikil hálka hafi verið á slysstað og skyggni lélegt. Meiðsli hafi verið minniháttar. Níu hafi verið fluttir til skoðunar á sjúkrahúsið á Akranesi. Akranes Borgarbyggð Lögreglumál Samgönguslys Sjúkraflutningar Slökkvilið Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Sjá meira
Hópslysaáætlun á Vesturlandi hefur verið virkjuð eftir að nokkrir bílar lentu saman á Vesturlandsvegi við Geldingaá í Melasveit á milli Borgarness og Akraness, sunnan við Hafnarfjall, nú á níunda tímanum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eiga þrettán manns hlut að máli og ekki hafa fengist upplýsingar um hve alvarleg meiðsli þeirra eru. Rögnvaldur Ólafsson, aðalvarstjóri hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, staðfestir að slysið hafi átt sér stað, að þrír til fjórir bílar hafi lent saman, og að hópslysaáætlun á Vesturlandi hafi verið virkjuð. Viðbragðsaðilar séu nýkomnir á staðinn og verið sé að reyna ná utan um aðstæður á vettvangi. Rögnvaldur segir afleitt veður á vettvangi, hríðarveður og lítið skyggni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur Vesturlandsvegi á þessum slóðum verið lokað vegna slyssins. Uppfært kl. 20.55Fjórir fólksbílar lentu saman á Vesturlandsvegi í Melasveit. Gísli Björnsson, yfirmaður sjúkraflutninga á Vesturlandi segir í samtali við fréttastofu að áreksturinn hafi verið ansi harður en til allrar mildi hafi enginn slasast alvarlega. Til að mynda hafi ekki þurft að beita klippum til að ná fólki út úr bílunum. Þrír sjúkrabílar frá Akranesi og einn frá Borgarnesi voru sendir á vettvang auk lögreglu. Gísli segir að þrettán manns hafi verið í bílunum fjórum þar af fjögur börn. Níu hafi verið fluttir með sjúkrabílum til skoðunar á sjúkrahúsinu á Akranesi en hinir fjórir, sem reyndust óslasaðir, þáðu far með sjúkrabíl í Borgarnes. Gísli segir að veðrið á vettvangi hafi verið leiðinlegt. Hríðarbylur. Lögregla hefur tildrög slyssins til rannsóknar. Uppfært klukkan 21:39 Lögreglan á Vesturlandi sendi frá sér yfirlýsingu á Facebook þar sem hún staðfesti að fjögurra bíla árekstur hefði orðið í Melasveit við Geldingaá. Þrettán hafi verið í bílunum og þar af þrjú börn. Mikil hálka hafi verið á slysstað og skyggni lélegt. Meiðsli hafi verið minniháttar. Níu hafi verið fluttir til skoðunar á sjúkrahúsið á Akranesi.
Akranes Borgarbyggð Lögreglumál Samgönguslys Sjúkraflutningar Slökkvilið Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent