Sendiherra Íslands finnur fyrir hertu taki Kínverja á netinu Samúel Karl Ólason skrifar 18. febrúar 2020 10:45 Vinsælustu VPN-þjónustur Kína, sem gera notendum kleift að komast í gegnum eldvegg Kína og framhjá umfangsmikilli ritskoðun yfirvalda þar, hafa orðið fyrir miklum árásum. Vísir/Getty Yfirvöld Kína hafa hert tak þeirra á internetinu og fjölmiðlum í landinu með því markmiði að ná tökum á aðgengi Kínverja að umfjöllum um Covid-19 veiruna svokölluðu. Vinsælustu VPN-þjónustur Kína, sem gera notendum kleift að komast í gegnum eldvegg Kína og framhjá umfangsmikilli ritskoðun yfirvalda þar, hafa orðið fyrir miklum árásum. Fyrir vikið eiga almennir Kínverjar og aðrir mun erfiðara með að komast á ritskoðuð vefsvæði eins og Google, Twitter og erlenda fjölmiðla. Facebook hefur þó að mestu verið aðgengilegt í Kína undanfarin ár. Segja má að hinn víðfrægi eldveggur Kína hafi verið styrktur eða hækkaður. Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra Íslands í Kína, segir í færslu á Facebook í dag að bið gæti orðið eftir skilaboðum frá honum vegna þessa. Í frétt Financial Times segir að fyrr í þessum mánuði hafi ríkið sent 300 „blaðamenn“ til Hubei-héraðs, þar sem veiran stakk fyrst upp kollinum, á sama tíma og erlendum blaðamönnum var vísað á brott vegna sóttkvíar. Vantraust almennra borgara á áróður ríkisins virðist þó hafa aukist á undanförnum vikum. Sérstaklega eftir að í ljós kom að læknar sem reyndu að hringja viðvörunarbjöllum vegna Covid-19 voru þvingaðir af yfirvöldum til að skrifa undir bréf þar sem þeir játuðu falskar fullyrðingar og þaggað var niður í þeim. Einn þeirra, Li Wenliang, dó svo vegna veirunnar. Sjá einnig: Kínverjar bálreiðir yfirvöldum vegna andláts læknisins Undanfarnar vikur eru ummerki um að Kínverjar hafi sífellt meira leitað til erlendra fjölmiðla og virðast yfirvöld Kína vinna að því að halda aftur af þeirri þróun. Á sama tíma stofnaði Hua Chunying, talskona utanríkisráðuneytis Kína, Twittersíðu á dögunum, jafnvel þó almenningur í Kína fái ekki aðgang að Twitter. Samkvæmt FT er þetta fyrsta Twitter-síða opinbers talsmanns stofnunar í Kína. Í fyrsta tísti hennar, sem hún birti þann 14. febrúar, skrifaði hún að enginn vetur vari að eilífu. Vorið komi alltaf aftur. Aðrir notendur Twitter hafa spurt Hua hvaða VPN-þjónustu hún notist við til að fá aðgang að Twitter. Íslendingar erlendis Kína Utanríkismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Yfirvöld Kína hafa hert tak þeirra á internetinu og fjölmiðlum í landinu með því markmiði að ná tökum á aðgengi Kínverja að umfjöllum um Covid-19 veiruna svokölluðu. Vinsælustu VPN-þjónustur Kína, sem gera notendum kleift að komast í gegnum eldvegg Kína og framhjá umfangsmikilli ritskoðun yfirvalda þar, hafa orðið fyrir miklum árásum. Fyrir vikið eiga almennir Kínverjar og aðrir mun erfiðara með að komast á ritskoðuð vefsvæði eins og Google, Twitter og erlenda fjölmiðla. Facebook hefur þó að mestu verið aðgengilegt í Kína undanfarin ár. Segja má að hinn víðfrægi eldveggur Kína hafi verið styrktur eða hækkaður. Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra Íslands í Kína, segir í færslu á Facebook í dag að bið gæti orðið eftir skilaboðum frá honum vegna þessa. Í frétt Financial Times segir að fyrr í þessum mánuði hafi ríkið sent 300 „blaðamenn“ til Hubei-héraðs, þar sem veiran stakk fyrst upp kollinum, á sama tíma og erlendum blaðamönnum var vísað á brott vegna sóttkvíar. Vantraust almennra borgara á áróður ríkisins virðist þó hafa aukist á undanförnum vikum. Sérstaklega eftir að í ljós kom að læknar sem reyndu að hringja viðvörunarbjöllum vegna Covid-19 voru þvingaðir af yfirvöldum til að skrifa undir bréf þar sem þeir játuðu falskar fullyrðingar og þaggað var niður í þeim. Einn þeirra, Li Wenliang, dó svo vegna veirunnar. Sjá einnig: Kínverjar bálreiðir yfirvöldum vegna andláts læknisins Undanfarnar vikur eru ummerki um að Kínverjar hafi sífellt meira leitað til erlendra fjölmiðla og virðast yfirvöld Kína vinna að því að halda aftur af þeirri þróun. Á sama tíma stofnaði Hua Chunying, talskona utanríkisráðuneytis Kína, Twittersíðu á dögunum, jafnvel þó almenningur í Kína fái ekki aðgang að Twitter. Samkvæmt FT er þetta fyrsta Twitter-síða opinbers talsmanns stofnunar í Kína. Í fyrsta tísti hennar, sem hún birti þann 14. febrúar, skrifaði hún að enginn vetur vari að eilífu. Vorið komi alltaf aftur. Aðrir notendur Twitter hafa spurt Hua hvaða VPN-þjónustu hún notist við til að fá aðgang að Twitter.
Íslendingar erlendis Kína Utanríkismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira