Engin áform um hækkun hámarkshraða á næstu árum Eiður Þór Árnason skrifar 17. febrúar 2020 22:00 Engin áform eru af hálfu Vegagerðarinnar um að leggja til hækkun hámarkshraða umfram 90 kílómetra á klukkustund næstu árin. Enginn vegur á Íslandi uppfyllir nú skilyrði laga fyrir 110 kílómetra hámarkshraða. Þetta kemur fram í svari Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, við fyrirspurn frá þingmanninum Andrési Inga Jónssyni. Í svari samgönguráðherra segir að heimild sé til þess í gildandi umferðarlögum að hækka hámarkshraða á vegum að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. „Í fyrsta lagi hvort vegur og hönnun hans uppfylli nauðsynleg skilyrði til að hægt sé að hækka hámarkshraðann. Í öðru lagi hvort næsta umhverfi vegarins, þ.e. svokallað öryggissvæði, uppfylli skilyrði. Í þriðja lagi hvort miðjusvæði milli akbrauta, svokallaður miðdeilir, uppfylli skilyrði.“ Þó megi hraðamörk ekki vera hærri en 110 kílómetrar á klukkustund. Reykjanesbraut kemur ekki til greina Reykjanesbraut hefur gjarnan verið nefnd sem mögulegur kostur í þessu samhengi en fram kemur í svarinu að brautin uppfylli á köflum nokkur skilyrði fyrir 110 kílómetra hámarkshraða. Þó vanti mikið upp á. „Næsta umhverfi vegarins, þ.e. svokallað öryggissvæði norðan og sunnan brautarinnar uppfyllir ekki nauðsynleg skilyrði til að leyfa hærri hraða. Til að heimila 110 km/klst. yrði að tryggja að lágmarki 18 m breitt svæði án hindrana beggja vegna brautarinnar til að draga úr hættu á alvarlegum meiðslum við útafakstur.“ Hið sama eigi við um miðjusvæðið á milli akbrauta, þar sem eftir á að setja upp vegrið báðum megin til að koma í veg fyrir að ökutæki geti farið yfir á akbraut með gagnstæða akstursstefnu. Einnig þurfi að klára að skipta út ljósastaurum norðan brautarinnar sem geti valdið slysi ef ekið er á þá. Í ljósi þessara atriða komi ekki til greina að hækka hámarkshraða á Reykjanesbraut að svo stöddu. Alþingi Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Fleiri fréttir Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang Sjá meira
Engin áform eru af hálfu Vegagerðarinnar um að leggja til hækkun hámarkshraða umfram 90 kílómetra á klukkustund næstu árin. Enginn vegur á Íslandi uppfyllir nú skilyrði laga fyrir 110 kílómetra hámarkshraða. Þetta kemur fram í svari Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, við fyrirspurn frá þingmanninum Andrési Inga Jónssyni. Í svari samgönguráðherra segir að heimild sé til þess í gildandi umferðarlögum að hækka hámarkshraða á vegum að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. „Í fyrsta lagi hvort vegur og hönnun hans uppfylli nauðsynleg skilyrði til að hægt sé að hækka hámarkshraðann. Í öðru lagi hvort næsta umhverfi vegarins, þ.e. svokallað öryggissvæði, uppfylli skilyrði. Í þriðja lagi hvort miðjusvæði milli akbrauta, svokallaður miðdeilir, uppfylli skilyrði.“ Þó megi hraðamörk ekki vera hærri en 110 kílómetrar á klukkustund. Reykjanesbraut kemur ekki til greina Reykjanesbraut hefur gjarnan verið nefnd sem mögulegur kostur í þessu samhengi en fram kemur í svarinu að brautin uppfylli á köflum nokkur skilyrði fyrir 110 kílómetra hámarkshraða. Þó vanti mikið upp á. „Næsta umhverfi vegarins, þ.e. svokallað öryggissvæði norðan og sunnan brautarinnar uppfyllir ekki nauðsynleg skilyrði til að leyfa hærri hraða. Til að heimila 110 km/klst. yrði að tryggja að lágmarki 18 m breitt svæði án hindrana beggja vegna brautarinnar til að draga úr hættu á alvarlegum meiðslum við útafakstur.“ Hið sama eigi við um miðjusvæðið á milli akbrauta, þar sem eftir á að setja upp vegrið báðum megin til að koma í veg fyrir að ökutæki geti farið yfir á akbraut með gagnstæða akstursstefnu. Einnig þurfi að klára að skipta út ljósastaurum norðan brautarinnar sem geti valdið slysi ef ekið er á þá. Í ljósi þessara atriða komi ekki til greina að hækka hámarkshraða á Reykjanesbraut að svo stöddu.
Alþingi Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Fleiri fréttir Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang Sjá meira