Allir sem unnu að braggaverkefninu hjá borginni hættir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. febrúar 2020 13:19 Dagur B. Eggertsson segir að borgin hafi brugðist við þeim athugasemdum sem tvær skýrslur um braggann hafi gert. Vísir/vilhelm Borgarfulltrúar minnihlutans í borginni vilja ýmist að borgarstjóri axli ábyrgð vegna nýrrar Braggaskýrslu, fá nánari upplýsingar um ástand á skjalavistun hjá borginni eða telja að um mögulegt misferli sé að ræða. Borgarstjóri segir að búið sé að bregðast við þeim athugasemdum sem komi fram í skýrslunni. Þeir sem hafi unnið að verkinu séu allir hættir. Alvarlegar brotalamir á skjalavistun hjá borginni Skýrsla Borgarskjalasafns á skjalavörslu skrifstofu eigna og atvinnuþróunar eða SEA í tengslum við framkvæmdir í Nauthólsvík var lögð fyrir borgarráð í vikunni. Niðurstaða skýrslunnar er samhljóða skýrslu Innri endurskoðunnar um braggann sem kom út í desember 2018 um að lög um skjalavörslu vegna framkvæmdanna hafi verið brotin. Upphaflega hófst rannsókn á framkvæmdinni vegna þess að hún fór um 160 milljónir fram úr áætlun borgarinnar. Niðurstaða skýrslu Borgarskjalasafns sem hóf frumkvæðisathugun vegna málsins er að skjalavarsla og skjalastjórn SEA hafi ekki samræmst lögum og reglum um opinber skjalasöfn. Í ákveðnum tilvikum hafi skjöl verið vistuð löngu eftir að þau voru mynduð, þannig hafi fjöldi skjala verið vistaður eftir að Borgarskjalasafn hóf athugun sína. Þá hafi skjöl verið ítrekað vistuð þannig að þau voru ekki aðgengileg í samræmi við kröfur laga. Loks hafi skjalavistunaráætlun SEA ekki uppfyllt skilyrði reglna um slík gögn. Minnihlutinn gerir margar athugasemdir Minnihlutinn í borginni gerði alvarlegar athugasemdir vegna málsins á borgarráðsfundi í vikunni. Þannig kom í bókun áheyrnafulltrúa Miðflokksins að borgarstjóri verði að axla ábyrgð sem framkvæmdastjóri borgarinnar. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins bókuðu að skýrslan gæfi fullt tilefni til að borgarráð fái nánari upplýsingar um ástand á skjalavistun hjá Reykjavíkurborg og Borgarskjalavörður kynni skýrsluna fyrir ráðinu. Áheyrnafulltrúi Flokks fólksins bókaði að enn lægi í loftinu að þarna hefði verið um mögulegt misferli að ræða. Meirihlutinn sagði um skýrsluna að hún væri samhljóma skýrslu innri endurskoðanda. Búið væri að bregðast við niðurstöðum og ábendingum skýrslunnar. Borgarstjóri segir búið að bregðast við skýrslunum Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að mikil vinna hafi farið fram innan borgarinnar til að bregðast við niðurstöðum skýrslanna. „Niðurstaða skýrslunnar nú er efnislega sú sama og hjá Innri endurskoðun borgarinnar. Skýrslan er ítarlegri um skjalamálin. Þetta er í takti við aðra eftirfylgni. Allt stjórnkerfið er búið að bregðast við ábendingum innri endurskoðunnar varðandi braggamálið og skýrslu Borgarskjalasafns líka. Þannig að þetta er hluti af því umbótaferli,“ segir Dagur. Hann segir einfaldar skýringar á því að skjöl hafi verið sett inn í kerfið eftir að rannsókn Borgarskjalasafns hófst. „Það er vegna þess að Innri endurskoðun benti á það fyrir rúmu ári að það þyrfti að skjala öll skjöl og það verk hófst strax eftir að niðurstaða Innri endurskoðunar lá fyrir í desember 2018,“ segir Dagur. Segir Vigdísi alltaf að segja sér að hætta Dagur segir bókun áheyrnafulltrúa Miðflokksins frá borgarráðsfundi í vikunni, um að borgarstjóri þurfi að axla ábyrgð á málinu, ekki svara verð. „Vigdís Hauksdóttir hefur viðhaft svona orð af stóru og smáu tilefni þetta kjörtímabil. Þannig að ef ég myndi fara að hennar ráðum væri ég alltaf að íhuga þetta“ segir Dagur. Hann segir að allir þeir sem hafi unnið að málinu séu hættir hjá borginni. „Það er búið að gera algjöra uppstokkun í stjórnkerfinu. Þeir sem héldu utan um verkefnið eru ekki að störfum ennþá hjá borginni. Við erum búin að fara í á fjórða tug umfangsmikilla verkefna til að svona endurtaki sig ekki,“ segir Dagur. Aðspurður um hvort að hann telji tilefni til að rannsaka málið frekar segir Dagur: „Það er auðvitað búið að rannsaka þetta mjög mikið. Nú kemur þessi skýrsla með sömu niðurstöðu og fyrri skýrsla um málið. Ég held að málið sé að fullu leiti upplýst. Ef það eru einhver sjónarmið um að rannsaka það frekar þá hlustum við á það eins og annað sem hefur komið fram í þessu máli,“ segir Dagur. Borgarstjórn Braggamálið Reykjavík Sveitarstjórnarmál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Sjá meira
Borgarfulltrúar minnihlutans í borginni vilja ýmist að borgarstjóri axli ábyrgð vegna nýrrar Braggaskýrslu, fá nánari upplýsingar um ástand á skjalavistun hjá borginni eða telja að um mögulegt misferli sé að ræða. Borgarstjóri segir að búið sé að bregðast við þeim athugasemdum sem komi fram í skýrslunni. Þeir sem hafi unnið að verkinu séu allir hættir. Alvarlegar brotalamir á skjalavistun hjá borginni Skýrsla Borgarskjalasafns á skjalavörslu skrifstofu eigna og atvinnuþróunar eða SEA í tengslum við framkvæmdir í Nauthólsvík var lögð fyrir borgarráð í vikunni. Niðurstaða skýrslunnar er samhljóða skýrslu Innri endurskoðunnar um braggann sem kom út í desember 2018 um að lög um skjalavörslu vegna framkvæmdanna hafi verið brotin. Upphaflega hófst rannsókn á framkvæmdinni vegna þess að hún fór um 160 milljónir fram úr áætlun borgarinnar. Niðurstaða skýrslu Borgarskjalasafns sem hóf frumkvæðisathugun vegna málsins er að skjalavarsla og skjalastjórn SEA hafi ekki samræmst lögum og reglum um opinber skjalasöfn. Í ákveðnum tilvikum hafi skjöl verið vistuð löngu eftir að þau voru mynduð, þannig hafi fjöldi skjala verið vistaður eftir að Borgarskjalasafn hóf athugun sína. Þá hafi skjöl verið ítrekað vistuð þannig að þau voru ekki aðgengileg í samræmi við kröfur laga. Loks hafi skjalavistunaráætlun SEA ekki uppfyllt skilyrði reglna um slík gögn. Minnihlutinn gerir margar athugasemdir Minnihlutinn í borginni gerði alvarlegar athugasemdir vegna málsins á borgarráðsfundi í vikunni. Þannig kom í bókun áheyrnafulltrúa Miðflokksins að borgarstjóri verði að axla ábyrgð sem framkvæmdastjóri borgarinnar. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins bókuðu að skýrslan gæfi fullt tilefni til að borgarráð fái nánari upplýsingar um ástand á skjalavistun hjá Reykjavíkurborg og Borgarskjalavörður kynni skýrsluna fyrir ráðinu. Áheyrnafulltrúi Flokks fólksins bókaði að enn lægi í loftinu að þarna hefði verið um mögulegt misferli að ræða. Meirihlutinn sagði um skýrsluna að hún væri samhljóma skýrslu innri endurskoðanda. Búið væri að bregðast við niðurstöðum og ábendingum skýrslunnar. Borgarstjóri segir búið að bregðast við skýrslunum Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að mikil vinna hafi farið fram innan borgarinnar til að bregðast við niðurstöðum skýrslanna. „Niðurstaða skýrslunnar nú er efnislega sú sama og hjá Innri endurskoðun borgarinnar. Skýrslan er ítarlegri um skjalamálin. Þetta er í takti við aðra eftirfylgni. Allt stjórnkerfið er búið að bregðast við ábendingum innri endurskoðunnar varðandi braggamálið og skýrslu Borgarskjalasafns líka. Þannig að þetta er hluti af því umbótaferli,“ segir Dagur. Hann segir einfaldar skýringar á því að skjöl hafi verið sett inn í kerfið eftir að rannsókn Borgarskjalasafns hófst. „Það er vegna þess að Innri endurskoðun benti á það fyrir rúmu ári að það þyrfti að skjala öll skjöl og það verk hófst strax eftir að niðurstaða Innri endurskoðunar lá fyrir í desember 2018,“ segir Dagur. Segir Vigdísi alltaf að segja sér að hætta Dagur segir bókun áheyrnafulltrúa Miðflokksins frá borgarráðsfundi í vikunni, um að borgarstjóri þurfi að axla ábyrgð á málinu, ekki svara verð. „Vigdís Hauksdóttir hefur viðhaft svona orð af stóru og smáu tilefni þetta kjörtímabil. Þannig að ef ég myndi fara að hennar ráðum væri ég alltaf að íhuga þetta“ segir Dagur. Hann segir að allir þeir sem hafi unnið að málinu séu hættir hjá borginni. „Það er búið að gera algjöra uppstokkun í stjórnkerfinu. Þeir sem héldu utan um verkefnið eru ekki að störfum ennþá hjá borginni. Við erum búin að fara í á fjórða tug umfangsmikilla verkefna til að svona endurtaki sig ekki,“ segir Dagur. Aðspurður um hvort að hann telji tilefni til að rannsaka málið frekar segir Dagur: „Það er auðvitað búið að rannsaka þetta mjög mikið. Nú kemur þessi skýrsla með sömu niðurstöðu og fyrri skýrsla um málið. Ég held að málið sé að fullu leiti upplýst. Ef það eru einhver sjónarmið um að rannsaka það frekar þá hlustum við á það eins og annað sem hefur komið fram í þessu máli,“ segir Dagur.
Borgarstjórn Braggamálið Reykjavík Sveitarstjórnarmál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels