Óveður skollið á í borginni Jóhann K. Jóhannsson skrifar 14. febrúar 2020 04:35 Gervitunglamynd sem tekin var klukkan 04 í nótt sýnir hversu víðáttumikil lægðin er. Veðurstofa Íslands Óveðrið sem spáð hefur verið á höfuðborgarsvæðinu er farið að segja til sín. Verulega fór að bæta í vind um klukkan þrjú í nótt en veðurspáin gerir ráð fyrir vindhraða á bilinu 20-30 m/sek í borginni og mun veðrið verða verst í efri byggðum. Veðrið mun verða verst frá klukkan sjö á höfuðborgarsvæðinu, en þá tekur rauð viðvörun gildi. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur sinnt tveimur útköllum í nótt vegna veðursins. Annars vegar í Grafarholti þar sem gluggi slóst til og á fjórða tímanum barst tilkynning um að rúða hefði sprungið í risíbúð í Vesturbænum, samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra slökkviliðsins. Upp úr klukkan fjögur fengu svo björgunarsveitir tilkynningu um að þakplötur væru farnar að losna af íbúðarhúsi í Grafarvogi. Aðgerðarstjórn verður virkjuð á höfuðborgarsvæðinu á milli klukkan fimm og sex og mun starfa á meðan óveðrið gengur yfir. Óvissustig á Reykjanesbraut Lokað er fyrir umferð um Hellisheiði og Þrengsli vegna veðurs og þá hefur Mosfellsheiði einnig verið lokað. Þá hefur Vegagerðin lýst yfir óvissustigi á Reykjanesbraut þar sem verulega hefur bætt í vind. Tekin hefur verið ákvörðun um að loka brautinni, sem og Grindavíkurvegi klukkan fimm. Óveður 14. febrúar 2020 Reykjavík Veður Tengdar fréttir Sprengilægðarvaktin hafin í Skógarhlíð Samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógarhlíð vegna veðursins sem ganga á yfir landið í nótt og á morgun verður virkjuð á miðnætti. 14. febrúar 2020 00:01 Óveðrið gengið inn á Vestmannaeyjar Það sem af lifir nætur hefur lögreglan í Vestmannaeyjum sinnt fimm óveðursútköllum en mikið hefur bætt í vind eftir miðnætti. Klukkan tvö var meðal vindur í 39 m/sek og 48 m/sek í sterkustu hviðunum. 14. febrúar 2020 02:59 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Fleiri fréttir Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Sjá meira
Óveðrið sem spáð hefur verið á höfuðborgarsvæðinu er farið að segja til sín. Verulega fór að bæta í vind um klukkan þrjú í nótt en veðurspáin gerir ráð fyrir vindhraða á bilinu 20-30 m/sek í borginni og mun veðrið verða verst í efri byggðum. Veðrið mun verða verst frá klukkan sjö á höfuðborgarsvæðinu, en þá tekur rauð viðvörun gildi. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur sinnt tveimur útköllum í nótt vegna veðursins. Annars vegar í Grafarholti þar sem gluggi slóst til og á fjórða tímanum barst tilkynning um að rúða hefði sprungið í risíbúð í Vesturbænum, samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra slökkviliðsins. Upp úr klukkan fjögur fengu svo björgunarsveitir tilkynningu um að þakplötur væru farnar að losna af íbúðarhúsi í Grafarvogi. Aðgerðarstjórn verður virkjuð á höfuðborgarsvæðinu á milli klukkan fimm og sex og mun starfa á meðan óveðrið gengur yfir. Óvissustig á Reykjanesbraut Lokað er fyrir umferð um Hellisheiði og Þrengsli vegna veðurs og þá hefur Mosfellsheiði einnig verið lokað. Þá hefur Vegagerðin lýst yfir óvissustigi á Reykjanesbraut þar sem verulega hefur bætt í vind. Tekin hefur verið ákvörðun um að loka brautinni, sem og Grindavíkurvegi klukkan fimm.
Óveður 14. febrúar 2020 Reykjavík Veður Tengdar fréttir Sprengilægðarvaktin hafin í Skógarhlíð Samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógarhlíð vegna veðursins sem ganga á yfir landið í nótt og á morgun verður virkjuð á miðnætti. 14. febrúar 2020 00:01 Óveðrið gengið inn á Vestmannaeyjar Það sem af lifir nætur hefur lögreglan í Vestmannaeyjum sinnt fimm óveðursútköllum en mikið hefur bætt í vind eftir miðnætti. Klukkan tvö var meðal vindur í 39 m/sek og 48 m/sek í sterkustu hviðunum. 14. febrúar 2020 02:59 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Fleiri fréttir Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Sjá meira
Sprengilægðarvaktin hafin í Skógarhlíð Samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógarhlíð vegna veðursins sem ganga á yfir landið í nótt og á morgun verður virkjuð á miðnætti. 14. febrúar 2020 00:01
Óveðrið gengið inn á Vestmannaeyjar Það sem af lifir nætur hefur lögreglan í Vestmannaeyjum sinnt fimm óveðursútköllum en mikið hefur bætt í vind eftir miðnætti. Klukkan tvö var meðal vindur í 39 m/sek og 48 m/sek í sterkustu hviðunum. 14. febrúar 2020 02:59