Formaður SI segir ruðningsáhrif af lokun Isal verða gríðarleg Heimir Már Pétursson skrifar 13. febrúar 2020 13:00 Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI. Vísir/Vilhelm Formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar í Hafnarfirði segir stöðuna hjá Isal grafalvarlega og óttast um hag starfsmannanna. Það yrði mikið högg fyrir þá og bæjarfélagið hætti fyrirtækið starfsemi. Formaður Samtaka iðnaðarins segir að lokun Isal myndi hafa gríðarleg áhrif á fjölmörg önnur fyrirtæki og starfsmenn þeirra. Drög að kjarasamningi við starfsfólk Isal hafa legið fyrir tilbúin til undirritunar frá því hinn 24. janúar. Kolbeinn Gunnarsson formaður verkalýðsfélagsins Hlífar segir að stjórn Isal hafi yfirleitt gengið frá kjarasamningi við félögin í Straumsvík. Það hafi hins vegar ekki gerst núna. „Þá þurfti að fá heimild frá Rio Tinto. Okkur fannst það svolítið skrýtið. Við höfum aldrei lent í slíkri samningagerð áður, að upplifa að menn sem sitja á móti okkur og eru að semja eru svo samningslausir, eða hafa ekki umboð til að ganga frá kjarasamningi þegar kemur að enda,“ segir Kolbeinn. Samningsdrögin séu í samræmi við lífskjarasamningana og ekki komi til greina að semja um minni launalækkanir en þar sé kveðið á um. „Ég held að það sé engin staða til þess. Vegna þess að við sátum raunverulega eftir í síðustu samningum, eftir miðlunartillöguna sem var lögð fram árið 2015. Ég held að það væri enginn vilji til að fara að gefa eitthvað meira eftir en almennt er samið um í samfélaginu,“ segir formaður Hlífar. Ef verksmiðjan loki yrði það mikið högg fyrir um 500 starfsmenn og Hafnarfjarðarbæ. Undir þetta tekur Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Samtaka iðnaðarins. „Það er ekki bara það að Isal sé eitt af okkar stærstu og öflugustu félögum innan Samtaka iðnaðarins. Heldur er einnig gríðarlegur fjöldi annarra félagsmanna okkar sem hefur lifibrauð sitt af fyrirtækinu og hefur haft í áratugi,“ segir Guðrún. Ruðningsáhrifin yrðu gríðarleg en áætla megi að rúmlega 1.200 manns hafi atvinnu utan veggja álversins af starfsemi sem tengist því. Þá sé útflutningsverðmæti Isal um 60 milljarðar króna á ári. „Það yrði einnig gríðarlegt högg fyrir Landsvirkjun í raforkusölu. Þeir myndu ekki koma því rafmagni svo auðveldlega í vinnslu aftur,“ segir formaður Samtaka iðnaðarins. Eftir hrun hafi erlend fjárfesting forðast Ísland eins og heitan eldinn. „Þá var það Isal sem hafði trú á Íslandi og kom hér inn með fjárfestingu upp á 60 milljarða. Þeir stóðu þá með Íslandi og ég spyr ætlar Ísland þá að standa með Isal þegar gefur ár bátinn hjá þeim,“ spyr Guðrún Hafsteinsdóttir. Hafnarfjörður Kjaramál Stóriðja Vinnumarkaður Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Sjá meira
Formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar í Hafnarfirði segir stöðuna hjá Isal grafalvarlega og óttast um hag starfsmannanna. Það yrði mikið högg fyrir þá og bæjarfélagið hætti fyrirtækið starfsemi. Formaður Samtaka iðnaðarins segir að lokun Isal myndi hafa gríðarleg áhrif á fjölmörg önnur fyrirtæki og starfsmenn þeirra. Drög að kjarasamningi við starfsfólk Isal hafa legið fyrir tilbúin til undirritunar frá því hinn 24. janúar. Kolbeinn Gunnarsson formaður verkalýðsfélagsins Hlífar segir að stjórn Isal hafi yfirleitt gengið frá kjarasamningi við félögin í Straumsvík. Það hafi hins vegar ekki gerst núna. „Þá þurfti að fá heimild frá Rio Tinto. Okkur fannst það svolítið skrýtið. Við höfum aldrei lent í slíkri samningagerð áður, að upplifa að menn sem sitja á móti okkur og eru að semja eru svo samningslausir, eða hafa ekki umboð til að ganga frá kjarasamningi þegar kemur að enda,“ segir Kolbeinn. Samningsdrögin séu í samræmi við lífskjarasamningana og ekki komi til greina að semja um minni launalækkanir en þar sé kveðið á um. „Ég held að það sé engin staða til þess. Vegna þess að við sátum raunverulega eftir í síðustu samningum, eftir miðlunartillöguna sem var lögð fram árið 2015. Ég held að það væri enginn vilji til að fara að gefa eitthvað meira eftir en almennt er samið um í samfélaginu,“ segir formaður Hlífar. Ef verksmiðjan loki yrði það mikið högg fyrir um 500 starfsmenn og Hafnarfjarðarbæ. Undir þetta tekur Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Samtaka iðnaðarins. „Það er ekki bara það að Isal sé eitt af okkar stærstu og öflugustu félögum innan Samtaka iðnaðarins. Heldur er einnig gríðarlegur fjöldi annarra félagsmanna okkar sem hefur lifibrauð sitt af fyrirtækinu og hefur haft í áratugi,“ segir Guðrún. Ruðningsáhrifin yrðu gríðarleg en áætla megi að rúmlega 1.200 manns hafi atvinnu utan veggja álversins af starfsemi sem tengist því. Þá sé útflutningsverðmæti Isal um 60 milljarðar króna á ári. „Það yrði einnig gríðarlegt högg fyrir Landsvirkjun í raforkusölu. Þeir myndu ekki koma því rafmagni svo auðveldlega í vinnslu aftur,“ segir formaður Samtaka iðnaðarins. Eftir hrun hafi erlend fjárfesting forðast Ísland eins og heitan eldinn. „Þá var það Isal sem hafði trú á Íslandi og kom hér inn með fjárfestingu upp á 60 milljarða. Þeir stóðu þá með Íslandi og ég spyr ætlar Ísland þá að standa með Isal þegar gefur ár bátinn hjá þeim,“ spyr Guðrún Hafsteinsdóttir.
Hafnarfjörður Kjaramál Stóriðja Vinnumarkaður Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Sjá meira