Hlutabréfaverð Icelandair tekur dýfu og nálgast vænt útboðsverð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. ágúst 2020 11:43 Virði hlutabréfa Icelandair hefur stefnt niður á við að undanförnu. Vísir/Vilhelm Gengi hlutabrefa Icelandair Group hefur hríðfallið við opnun markaða í morgun. Um hádegisbilið nam lækkunin tæpum 36 prósentum í átta milljóna króna viðskiptum. Gengi bréfa í félaginu er nú 1,05 eða rétt yfir væntu útboðsverði í fyrirhuguðu hlutafjárútboði félagsins. Þegar markaðir lokuðu í gær stóð gengi félagsins í 1,64 en í gærkvöldi tilkynnti félagið að tímalína fyrirhugaðs hlutafjárútboðs hafi verið uppfærð. Lækkunin í dag er helst rakin til þessarar tilkynningar þar sem fram kom að félagið hyggðist selja nýja hluti í félaginu fyrir 20 milljarða króna að nafnverði á genginu 1 króna á hlut, auk þess sem að heimild væri fyrir því að auka hlutafé um þrjá milljarða til viðbótar, þannig að stærð útboðsins væri 23 milljarðar. Það sem af líður degi hefur gengið því nálgast þetta fyrirhugaða útboðsverð. Í tilkynningu Icelandair frá því í gær sagði jafn framt að stefnt væri að því að útboðið færi fram í september, en ekki ágúst eins og áður var gert ráð fyrir. Þá kom einnig fram að viðræður við íslensk stjórnvöld um lánalínu með ríkisábyrgð, í samvinnu við Íslandsbanka og Landsbankann, séu á lokastigi. Með fyrirvara um samþykki stjórnvalda fyrir slíkri lánalínu geri félagið þannig ráð fyrir að birta fjárfestakynningu með ítarlegum upplýsingum fyrir mögulega fjárfesta og þátttakendur hlutafjárútboðsins á næstu dögum. Markaðir Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Fresta hlutafjárútboðinu með fyrirvara um nýja heimild Tímalína fyrirhugaðs hlutafjárútboðs Icelandair hefur verið uppfærð, að því er fram kemur í tilkynningu frá upplýsingafulltrúa félagsins. Stefnt er að því að útboðið fari fram í september. 17. ágúst 2020 22:43 Icelandair hafi verið búið undir góðar fréttir á víxl við slæmar Forstjóri Icelandair segir ljóst að breytingar á skimunarfyrirkomulagi á landamærunum muni draga úr ferðavilja fólks og þar af leiðandi muni ferðamönnum sem koma hingað til lands á næstunni fækka. Félagið hafi verið búið undir góðar fréttir á víxl við slæmar. 14. ágúst 2020 20:27 Mikil óvissa hjá Icelandair: „Við höfum enn súrefni“ Mikil óvissa er um hvernig ferðir Icelandair verða í haust en nú hefur félagið aðeins flogið til áfangastaða í Evrópu en ekki er tekið á móti ferðamönnum í Norður-Ameríku. 13. ágúst 2020 10:16 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira
Gengi hlutabrefa Icelandair Group hefur hríðfallið við opnun markaða í morgun. Um hádegisbilið nam lækkunin tæpum 36 prósentum í átta milljóna króna viðskiptum. Gengi bréfa í félaginu er nú 1,05 eða rétt yfir væntu útboðsverði í fyrirhuguðu hlutafjárútboði félagsins. Þegar markaðir lokuðu í gær stóð gengi félagsins í 1,64 en í gærkvöldi tilkynnti félagið að tímalína fyrirhugaðs hlutafjárútboðs hafi verið uppfærð. Lækkunin í dag er helst rakin til þessarar tilkynningar þar sem fram kom að félagið hyggðist selja nýja hluti í félaginu fyrir 20 milljarða króna að nafnverði á genginu 1 króna á hlut, auk þess sem að heimild væri fyrir því að auka hlutafé um þrjá milljarða til viðbótar, þannig að stærð útboðsins væri 23 milljarðar. Það sem af líður degi hefur gengið því nálgast þetta fyrirhugaða útboðsverð. Í tilkynningu Icelandair frá því í gær sagði jafn framt að stefnt væri að því að útboðið færi fram í september, en ekki ágúst eins og áður var gert ráð fyrir. Þá kom einnig fram að viðræður við íslensk stjórnvöld um lánalínu með ríkisábyrgð, í samvinnu við Íslandsbanka og Landsbankann, séu á lokastigi. Með fyrirvara um samþykki stjórnvalda fyrir slíkri lánalínu geri félagið þannig ráð fyrir að birta fjárfestakynningu með ítarlegum upplýsingum fyrir mögulega fjárfesta og þátttakendur hlutafjárútboðsins á næstu dögum.
Markaðir Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Fresta hlutafjárútboðinu með fyrirvara um nýja heimild Tímalína fyrirhugaðs hlutafjárútboðs Icelandair hefur verið uppfærð, að því er fram kemur í tilkynningu frá upplýsingafulltrúa félagsins. Stefnt er að því að útboðið fari fram í september. 17. ágúst 2020 22:43 Icelandair hafi verið búið undir góðar fréttir á víxl við slæmar Forstjóri Icelandair segir ljóst að breytingar á skimunarfyrirkomulagi á landamærunum muni draga úr ferðavilja fólks og þar af leiðandi muni ferðamönnum sem koma hingað til lands á næstunni fækka. Félagið hafi verið búið undir góðar fréttir á víxl við slæmar. 14. ágúst 2020 20:27 Mikil óvissa hjá Icelandair: „Við höfum enn súrefni“ Mikil óvissa er um hvernig ferðir Icelandair verða í haust en nú hefur félagið aðeins flogið til áfangastaða í Evrópu en ekki er tekið á móti ferðamönnum í Norður-Ameríku. 13. ágúst 2020 10:16 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira
Fresta hlutafjárútboðinu með fyrirvara um nýja heimild Tímalína fyrirhugaðs hlutafjárútboðs Icelandair hefur verið uppfærð, að því er fram kemur í tilkynningu frá upplýsingafulltrúa félagsins. Stefnt er að því að útboðið fari fram í september. 17. ágúst 2020 22:43
Icelandair hafi verið búið undir góðar fréttir á víxl við slæmar Forstjóri Icelandair segir ljóst að breytingar á skimunarfyrirkomulagi á landamærunum muni draga úr ferðavilja fólks og þar af leiðandi muni ferðamönnum sem koma hingað til lands á næstunni fækka. Félagið hafi verið búið undir góðar fréttir á víxl við slæmar. 14. ágúst 2020 20:27
Mikil óvissa hjá Icelandair: „Við höfum enn súrefni“ Mikil óvissa er um hvernig ferðir Icelandair verða í haust en nú hefur félagið aðeins flogið til áfangastaða í Evrópu en ekki er tekið á móti ferðamönnum í Norður-Ameríku. 13. ágúst 2020 10:16