Landlæknir gefur út upplýsingar fyrir börn og ungmenni Sylvía Hall skrifar 28. febrúar 2020 23:55 Alma Möller, landlæknir. Vísir/Vilhelm Embætti landlæknis hefur gefið út upplýsingar sniðnar að börnum og ungmennum varðandi kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þar er að finna helstu svör við ýmsum spurningum sem gætu brunnið á ungu fólki og farið yfir helstu atriði til að hafa í huga. Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar greindist hér á landi í dag en um er að ræða karlmann á fimmtugsaldri. Sá hafði verið í skíðaferð á Norður-Ítalíu fyrr í mánuðinum með fjölskyldu sinni en þó ekki á svæði sem smit höfðu komið upp. Hann fór að veikjast nokkrum dögum eftir heimkomu. Steinunn Anna Sigurjónsdóttir, sálfræðingur hjá Litlu kvíðameðferðarstöðinni, sagði í viðtali við Vísi í dag að það væri mikilvægt að foreldrar væru meðvitaðir um það hvort börn þeirra væru að hlusta á fréttaflutning um kórónuveiruna og fylgjast með umræðu um hana. Foreldrar þurfi að vera vakandi fyrir því hvort börnin hafi verulegar áhyggjur og þá leiðrétta mögulegar rangfærslur. Sjá einnig: Svona á að bera sig að þegar rætt er við börn um kórónuveiruna Hættustigi almannavarna var lýst yfir eftir að tilfellið hér á landi var staðfest. Skilgreiningin á hættustigi samkvæmt viðbragðsáætlun almannavarna vegna heimsfaraldurs er eftirfarandi: Umtalsverðar hópsýkingar brjótast út hjá mönnum en þær eru enn staðbundnar. Veiran aðlagast mönnum í vaxandi mæli og umtalsverð hætta er á heimsfaraldri. Sýking kann að hafa verið staðfest hér á landi en lýsa má hættustigi þó sýking hafi ekki borist til landsins. Sjá einnig: Hvað er hættustig almannavarna og hvað áttu að gera til að forðast smit? Í upplýsingum landlæknis má finna grunnupplýsingar um kórónuveiruna. Þá má finna nánustu upplýsingar um þróun mála, viðbúnar og ráðleggingar á vef embættisins landlaeknir.is. Hvað er kórónaveiran? Kórónaveira er tegund af veiru sem getur valdið veikindum, sérstaklega hjá þeim sem eru ekki heilsuhraustir fyrir. Hvernig veikindum veldur hún? Kórónaveiran veldur veikindum sem svipar mjög til algengra kvefeinkenna, eins og hósta, hita og beinverkja. Veiran getur líka valdið alvarlegum veikindum eins og lungnabólgu. Ef grunur vaknar um smit er best að fá ráðgjöf og leiðbeiningar í síma 1700. Er kórónaveiran hættuleg? Ástæðan fyrir því að öll lönd í heiminum fylgjast vel með kórónaveirunni núna er að það hefur greinst ný tegund af henni og mjög margir hafa smitast í Kína. Veiran hefur síðan ferðast frá Kína til fleiri landa. Íslensk stjórnvöld, læknar, lögreglan og Rauði krossinn vinna saman að því að tryggja að sem fæstir smitist af henni á Íslandi, og að þeir sem smitast fái góða læknisaðstoð. Fáir af þeim sem smitast af veirunni verða mjög alvarlega veikir en það þarf að fylgjast með öllum sem greinast. Langflestir jafna sig og verða jafnvel lítið veikir. Gæti ég smitast af kórónaveirunni? Þeir sem hafa verið mjög nálægt einhverjum sem þegar er veikur vegna kórónaveirunnar, eða hafa snert smitað fólk, sofið í sama rúmi eða verið í sama húsnæði gætu átt á hættu að smitast. Hvernig get ég forðast að smitast? Mikilvægast er að þvo sér vel og oft um hendurnar, með vatni og sápu eða handspritti. Svo er góð regla að forðast náin samskipti við aðra sem eru með einkenni kvefs, eins og hnerra eða hósta. Ef þú þarft að hósta eða hnerra er betra að gera það í olnbogann en ekki í hendurnar eða út í loftið. Af hverju eru sumir með grímur? Fólk sem þarf að vinna mjög náið með öðrum og hitta marga í vinnunni sinni velur stundum að vera með grímur, til dæmis hjúkrunarfræðingar, læknar og þeir sem hitta marga ferðamenn. Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sýni hafa verið tekin úr tveimur samstarfsmönnum mannsins Vinnustaður mannsins sem greindist með kórónuveiruna COVID-19 í dag er kominn í sóttkví. 28. febrúar 2020 20:21 Mikill meirihluti fær væg einkenni flensunnar Fyrsta tilfelli Covid-19 kórónuveirunnar var greint hér á landi í dag. Karlmaður um fimmtugt, sem var á ferðalagi um norður Ítalíu liggur veikur á spítala. Viðbúnaðarstig almannavarna hefur verið hækkað úr óvissustigi í hættustig. Almenningur er beðinn að sýna stillingu og fylgja fyrirmælum yfirvalda. 28. febrúar 2020 19:25 Þrjú lögregluembætti vinna að því að greina ferðir mannsins Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, brýnir fyrir fólki að leita til fjölmiðla fyrir upplýsingar um þróun mála varðandi kórónuveiruna COVID-19. 28. febrúar 2020 19:45 Kona mannsins ekki smituð af kórónuveirunni Sýni sem tekið var til greiningar reyndist neikvætt. 28. febrúar 2020 20:05 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Embætti landlæknis hefur gefið út upplýsingar sniðnar að börnum og ungmennum varðandi kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þar er að finna helstu svör við ýmsum spurningum sem gætu brunnið á ungu fólki og farið yfir helstu atriði til að hafa í huga. Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar greindist hér á landi í dag en um er að ræða karlmann á fimmtugsaldri. Sá hafði verið í skíðaferð á Norður-Ítalíu fyrr í mánuðinum með fjölskyldu sinni en þó ekki á svæði sem smit höfðu komið upp. Hann fór að veikjast nokkrum dögum eftir heimkomu. Steinunn Anna Sigurjónsdóttir, sálfræðingur hjá Litlu kvíðameðferðarstöðinni, sagði í viðtali við Vísi í dag að það væri mikilvægt að foreldrar væru meðvitaðir um það hvort börn þeirra væru að hlusta á fréttaflutning um kórónuveiruna og fylgjast með umræðu um hana. Foreldrar þurfi að vera vakandi fyrir því hvort börnin hafi verulegar áhyggjur og þá leiðrétta mögulegar rangfærslur. Sjá einnig: Svona á að bera sig að þegar rætt er við börn um kórónuveiruna Hættustigi almannavarna var lýst yfir eftir að tilfellið hér á landi var staðfest. Skilgreiningin á hættustigi samkvæmt viðbragðsáætlun almannavarna vegna heimsfaraldurs er eftirfarandi: Umtalsverðar hópsýkingar brjótast út hjá mönnum en þær eru enn staðbundnar. Veiran aðlagast mönnum í vaxandi mæli og umtalsverð hætta er á heimsfaraldri. Sýking kann að hafa verið staðfest hér á landi en lýsa má hættustigi þó sýking hafi ekki borist til landsins. Sjá einnig: Hvað er hættustig almannavarna og hvað áttu að gera til að forðast smit? Í upplýsingum landlæknis má finna grunnupplýsingar um kórónuveiruna. Þá má finna nánustu upplýsingar um þróun mála, viðbúnar og ráðleggingar á vef embættisins landlaeknir.is. Hvað er kórónaveiran? Kórónaveira er tegund af veiru sem getur valdið veikindum, sérstaklega hjá þeim sem eru ekki heilsuhraustir fyrir. Hvernig veikindum veldur hún? Kórónaveiran veldur veikindum sem svipar mjög til algengra kvefeinkenna, eins og hósta, hita og beinverkja. Veiran getur líka valdið alvarlegum veikindum eins og lungnabólgu. Ef grunur vaknar um smit er best að fá ráðgjöf og leiðbeiningar í síma 1700. Er kórónaveiran hættuleg? Ástæðan fyrir því að öll lönd í heiminum fylgjast vel með kórónaveirunni núna er að það hefur greinst ný tegund af henni og mjög margir hafa smitast í Kína. Veiran hefur síðan ferðast frá Kína til fleiri landa. Íslensk stjórnvöld, læknar, lögreglan og Rauði krossinn vinna saman að því að tryggja að sem fæstir smitist af henni á Íslandi, og að þeir sem smitast fái góða læknisaðstoð. Fáir af þeim sem smitast af veirunni verða mjög alvarlega veikir en það þarf að fylgjast með öllum sem greinast. Langflestir jafna sig og verða jafnvel lítið veikir. Gæti ég smitast af kórónaveirunni? Þeir sem hafa verið mjög nálægt einhverjum sem þegar er veikur vegna kórónaveirunnar, eða hafa snert smitað fólk, sofið í sama rúmi eða verið í sama húsnæði gætu átt á hættu að smitast. Hvernig get ég forðast að smitast? Mikilvægast er að þvo sér vel og oft um hendurnar, með vatni og sápu eða handspritti. Svo er góð regla að forðast náin samskipti við aðra sem eru með einkenni kvefs, eins og hnerra eða hósta. Ef þú þarft að hósta eða hnerra er betra að gera það í olnbogann en ekki í hendurnar eða út í loftið. Af hverju eru sumir með grímur? Fólk sem þarf að vinna mjög náið með öðrum og hitta marga í vinnunni sinni velur stundum að vera með grímur, til dæmis hjúkrunarfræðingar, læknar og þeir sem hitta marga ferðamenn.
Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sýni hafa verið tekin úr tveimur samstarfsmönnum mannsins Vinnustaður mannsins sem greindist með kórónuveiruna COVID-19 í dag er kominn í sóttkví. 28. febrúar 2020 20:21 Mikill meirihluti fær væg einkenni flensunnar Fyrsta tilfelli Covid-19 kórónuveirunnar var greint hér á landi í dag. Karlmaður um fimmtugt, sem var á ferðalagi um norður Ítalíu liggur veikur á spítala. Viðbúnaðarstig almannavarna hefur verið hækkað úr óvissustigi í hættustig. Almenningur er beðinn að sýna stillingu og fylgja fyrirmælum yfirvalda. 28. febrúar 2020 19:25 Þrjú lögregluembætti vinna að því að greina ferðir mannsins Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, brýnir fyrir fólki að leita til fjölmiðla fyrir upplýsingar um þróun mála varðandi kórónuveiruna COVID-19. 28. febrúar 2020 19:45 Kona mannsins ekki smituð af kórónuveirunni Sýni sem tekið var til greiningar reyndist neikvætt. 28. febrúar 2020 20:05 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Sýni hafa verið tekin úr tveimur samstarfsmönnum mannsins Vinnustaður mannsins sem greindist með kórónuveiruna COVID-19 í dag er kominn í sóttkví. 28. febrúar 2020 20:21
Mikill meirihluti fær væg einkenni flensunnar Fyrsta tilfelli Covid-19 kórónuveirunnar var greint hér á landi í dag. Karlmaður um fimmtugt, sem var á ferðalagi um norður Ítalíu liggur veikur á spítala. Viðbúnaðarstig almannavarna hefur verið hækkað úr óvissustigi í hættustig. Almenningur er beðinn að sýna stillingu og fylgja fyrirmælum yfirvalda. 28. febrúar 2020 19:25
Þrjú lögregluembætti vinna að því að greina ferðir mannsins Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, brýnir fyrir fólki að leita til fjölmiðla fyrir upplýsingar um þróun mála varðandi kórónuveiruna COVID-19. 28. febrúar 2020 19:45
Kona mannsins ekki smituð af kórónuveirunni Sýni sem tekið var til greiningar reyndist neikvætt. 28. febrúar 2020 20:05