Sportpakkinn: „Íslendingurinn í manni tekur þessu rólega“ Anton Ingi Leifsson skrifar 27. febrúar 2020 18:45 Birkir Bjarnason segist spenntur fyrir leik Íslendinga og Rúmena 26. mars í umspili um sæti á EM í sumar. Hann yfirgaf Aston Villa síðasta sumar og eftir skamma dvöl hjá Al Arabi í Katar gerði hann í janúar eins og hálfs árs samning við Brescia á Ítalíu. Brescia er í næst neðsta sæti og hefur aðeins unnið fjóra leiki á leiktíðinni. Á liðið möguleika á að halda sér í deildinni? „Já. Við erum búnir að vera spila mjög vel þó að úrslitin hafi ekki verið þau bestu. Það er eitthvað sem við verðum að vinna í. Við erum með mjög gott lið og höfum verið að spila erfiða leiki að undanförnu en við verðum að fara taka stig og síðan kemur það í ljós. Það er enn mikið eftir,“ sagði Birkir. Birkir, sem er búinn að spila 84 landsleiki og skora í þeim 13 mörk, er þýðingarmikill hlekkur í landsliðinu og þess vegna eru það góð tíðindi að hann sé að spila reglulega í ítölsku úrvalsdeildinni. „Ég var hálf meiddur þegar ég kom fyrst og var að vinna í því en ég er að komast í gott form og byrjaður að spila. Mér líður mjög vel og mér líst mjög vel á stöðuna.“ Um síðustu helgi var fjórum leikjum í úrvalsdeildinni frestað vegna kórónuveirunnar en leikur Brescia og Napolí fór fram og um helgina sækir Brescia, Sassuolo heim. Eins og staðan er núna verða engir áhorfendur á vellinum. „Þetta byrjaði mest fyrir utan okkar svæði en ég held að þetta sé eitthvað komið inn í okkar bæ líka. Hversu mikið veit ég ekki en Ítalarnir taka þessu mjög alvarlega.“ „Íslendingurinn í manni tekur þessu rólega og reynir að lifa sínu lífi. Svo gerist það sem gerist en maður passar að þvo á sér hendurnar.“ Allt viðtalið má sjá hér að ofan. EM 2020 í fótbolta Ítalski boltinn Sportpakkinn Tengdar fréttir Kórónuveiran farin að hafa áhrif á íslenska kvennalandsliðið í fótbolta Berglind Björg Þorvaldsdóttir verður ekki með íslenska kvennalandsliðinu á Pinatar Cup æfingamótinu á Spáni sem hefst í byrjun næsta mánaðar. 27. febrúar 2020 10:32 Lukaku og samherjar leika fyrir luktum dyrum vegna kórónaveirunnar Leikur Inter Milan og Ludogorets verður leikinn fyrir luktum dyrum vegna kórónaveirunnar er liðin mætast í Evrópudeildinni á fimmtudaginn. 25. febrúar 2020 12:30 Útilokar ekki að fresta Ólympíuleikunum um eitt ár Ólympíuleikunum sem eiga að fara fram í Tókýó í sumar verður frestað ef þess gerist þörf, segir Dick Pound, meðlimur stjórnar Alþjóðlega Ólympíuráðsins. 27. febrúar 2020 15:00 Toppslagur Inter og Juventus fer fram fyrir luktum dyrum Engir áhorfendur verða á Allianz vellinum í Tórínó þegar Inter tekur á móti Juventus í toppslag í ítölsku úrvalsdeildinni á sunnudagskvöldið. 25. febrúar 2020 14:09 Sportpakkinn: Kórónaveiran hefur mikil áhrif á næstu leiki Inter Engir áhorfendur verða á næstu tveimur leikjum Inter. 25. febrúar 2020 15:30 Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Sport Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjá meira
Birkir Bjarnason segist spenntur fyrir leik Íslendinga og Rúmena 26. mars í umspili um sæti á EM í sumar. Hann yfirgaf Aston Villa síðasta sumar og eftir skamma dvöl hjá Al Arabi í Katar gerði hann í janúar eins og hálfs árs samning við Brescia á Ítalíu. Brescia er í næst neðsta sæti og hefur aðeins unnið fjóra leiki á leiktíðinni. Á liðið möguleika á að halda sér í deildinni? „Já. Við erum búnir að vera spila mjög vel þó að úrslitin hafi ekki verið þau bestu. Það er eitthvað sem við verðum að vinna í. Við erum með mjög gott lið og höfum verið að spila erfiða leiki að undanförnu en við verðum að fara taka stig og síðan kemur það í ljós. Það er enn mikið eftir,“ sagði Birkir. Birkir, sem er búinn að spila 84 landsleiki og skora í þeim 13 mörk, er þýðingarmikill hlekkur í landsliðinu og þess vegna eru það góð tíðindi að hann sé að spila reglulega í ítölsku úrvalsdeildinni. „Ég var hálf meiddur þegar ég kom fyrst og var að vinna í því en ég er að komast í gott form og byrjaður að spila. Mér líður mjög vel og mér líst mjög vel á stöðuna.“ Um síðustu helgi var fjórum leikjum í úrvalsdeildinni frestað vegna kórónuveirunnar en leikur Brescia og Napolí fór fram og um helgina sækir Brescia, Sassuolo heim. Eins og staðan er núna verða engir áhorfendur á vellinum. „Þetta byrjaði mest fyrir utan okkar svæði en ég held að þetta sé eitthvað komið inn í okkar bæ líka. Hversu mikið veit ég ekki en Ítalarnir taka þessu mjög alvarlega.“ „Íslendingurinn í manni tekur þessu rólega og reynir að lifa sínu lífi. Svo gerist það sem gerist en maður passar að þvo á sér hendurnar.“ Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
EM 2020 í fótbolta Ítalski boltinn Sportpakkinn Tengdar fréttir Kórónuveiran farin að hafa áhrif á íslenska kvennalandsliðið í fótbolta Berglind Björg Þorvaldsdóttir verður ekki með íslenska kvennalandsliðinu á Pinatar Cup æfingamótinu á Spáni sem hefst í byrjun næsta mánaðar. 27. febrúar 2020 10:32 Lukaku og samherjar leika fyrir luktum dyrum vegna kórónaveirunnar Leikur Inter Milan og Ludogorets verður leikinn fyrir luktum dyrum vegna kórónaveirunnar er liðin mætast í Evrópudeildinni á fimmtudaginn. 25. febrúar 2020 12:30 Útilokar ekki að fresta Ólympíuleikunum um eitt ár Ólympíuleikunum sem eiga að fara fram í Tókýó í sumar verður frestað ef þess gerist þörf, segir Dick Pound, meðlimur stjórnar Alþjóðlega Ólympíuráðsins. 27. febrúar 2020 15:00 Toppslagur Inter og Juventus fer fram fyrir luktum dyrum Engir áhorfendur verða á Allianz vellinum í Tórínó þegar Inter tekur á móti Juventus í toppslag í ítölsku úrvalsdeildinni á sunnudagskvöldið. 25. febrúar 2020 14:09 Sportpakkinn: Kórónaveiran hefur mikil áhrif á næstu leiki Inter Engir áhorfendur verða á næstu tveimur leikjum Inter. 25. febrúar 2020 15:30 Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Sport Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjá meira
Kórónuveiran farin að hafa áhrif á íslenska kvennalandsliðið í fótbolta Berglind Björg Þorvaldsdóttir verður ekki með íslenska kvennalandsliðinu á Pinatar Cup æfingamótinu á Spáni sem hefst í byrjun næsta mánaðar. 27. febrúar 2020 10:32
Lukaku og samherjar leika fyrir luktum dyrum vegna kórónaveirunnar Leikur Inter Milan og Ludogorets verður leikinn fyrir luktum dyrum vegna kórónaveirunnar er liðin mætast í Evrópudeildinni á fimmtudaginn. 25. febrúar 2020 12:30
Útilokar ekki að fresta Ólympíuleikunum um eitt ár Ólympíuleikunum sem eiga að fara fram í Tókýó í sumar verður frestað ef þess gerist þörf, segir Dick Pound, meðlimur stjórnar Alþjóðlega Ólympíuráðsins. 27. febrúar 2020 15:00
Toppslagur Inter og Juventus fer fram fyrir luktum dyrum Engir áhorfendur verða á Allianz vellinum í Tórínó þegar Inter tekur á móti Juventus í toppslag í ítölsku úrvalsdeildinni á sunnudagskvöldið. 25. febrúar 2020 14:09
Sportpakkinn: Kórónaveiran hefur mikil áhrif á næstu leiki Inter Engir áhorfendur verða á næstu tveimur leikjum Inter. 25. febrúar 2020 15:30