Segist „að sjálfsögðu“ standa við tilboð sitt Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. febrúar 2020 10:49 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vonar að orkunni verði varið til samningagerðar frekar en skeytasendinga. Vísir/vilhelm Borgarstjóri harmar að ekki hafi gengið hraðar að ná samningum milli Reykjavíkurborgar og Eflingar. Hann telur það tilboð sem nú er á borðinu geta markað tímamótasamning með tugprósenta launahækkunum fyrir lægstlaunuðu hópana. Margumrætt tilboð hans í Kastljósi standi „að sjálfsögðu.“ Borgarstjóri vonast jafnframt til þess að Eflingarfólk verji orku sinni heldur í samningagerð fremur en „skeytasendinga“ í sinn garð. Langþráðum fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar var slitið í gær án samkomulags. Hurðum var skellt og fulltrúar samninganefndanna ruku út í fússi eftir þriggja klukkustunda árangurslitlar viðræður. Blammeringar gengu á báða bóga. Efling lýsti margvíslegu skilningsleysi og taldi borgina vera að afveigaleiða fólk - „með gylliboðum í fjölmiðlum sem að borgarstjóri stígur fram með þegar honum virðist henta,“ eins og Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, sagði í samtali við fréttastofu eftir fund gærdagsins.Sjá einnig: Vilja vita hvort borginni sé alvara með „Kastljóstilboð Dags B. Eggertssonar“Samninganefnd borgarinnar svaraði um hæl með yfirlýsingu í gærkvöldi. Þar var tilboð borgarinnar útlistað og sagt það að meðaltali fela í sér rúmlega 30 prósenta launahækkun fyrir félagsmenn Eflingar. Aukinheldur feli það í sér styttingu vinnuvikunnar og fjölgun orlofsdaga. Nánari útlistun á tilboðinu má nálgast hér.Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, hefur ýmislegt við atburðarásina að athuga. Fyrst og fremst vonist hann þó til þess að samningar náist og að það séu vonbrigði að samningaferlið gangi ekki hraðar. Hann segir þó erfitt að verjast þeirri hugsun að efnisleg umræða um samningagerð hafi þurft að líða fyrir átök og skotgrafaumræðu. „Ég vildi óska að sami kraftur væri settur í samningagerðina og ítrekað virðist fara í skeytasendingar í minn garð og samninganefndar borgarinnar,“ skrifar Dagur á Facebook-síðu sína. Eflingarfólk fjölmennti á baráttufund í gær. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, lét sig að sjálfsögðu ekki vanta.Vísir/vilhelm Í þessu samhengi nefnir borgarstjóri það sem Viðar drepur á hér að ofan: Meint gylliboð Dags, sem hann er sagður hafa viðrað fyrst í Kastljósi í liðinni viku. Efling hefur sakað samninganefnd Reykjavíkur um að tefla fram öðru tilboði en það sem borgarstjóri kynnti í Kastljósi, gerði það til að mynda í yfirlýsingu í upphafi vikunnar. Dagur blæs hins vegar á gagnrýni um gylliboð og að hann hafi reifað annað tilboð í sjónvarpssal en gert er við samningaborðið. „Að sjálfsögðu“ sé um sama tilboð að ræða. „Tilboð borgarinnar myndi hækka meðal grunnlaun almennra starfsmanna á leikskólum úr 310 þús í 420 þús á mánuði. Ofan á þessar tölur koma álagsgreiðslur sem hafa verið greiddar á leikskólum og eiga að halda áfram og verða heildarlaun í lok samningstímans því 460 þús. á mánuði. Þetta er gott tilboð um mikla hækkun lægstu launa sem er hér með ítrekað. Fyrir ófaglærða deildastjóra á leikskóla úr röðum Eflingar myndu grunnlaun hækka í 520 þús. að meðaltali á mánuði. Með áðurnefndum álagsgreiðslum eru heildarlaun þessa hóps 572 þús á mánuði. Getur þetta verið skýrara?“ skrifar Dagur. Færslu hans má sjá hér að neðan, en þar klykkir hann út með þeim orðum að borgin telji að samningstilboð sitt geti markað tímamótasamning. „Vil ég lýsa þeirri von að samningum náist sem allra fyrst.“ Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Félagsmenn Eflingar orðnir þreyttir á verkfalli Þreyta er á meðal félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Ótímabundið verkfall þeirra hefur nú staðið í tíu daga. Félagsmenn vilja að gengið verði til samninga svo þeir geti mætt til vinnu aftur, verkfallið sé farið að hafa áhrif á fjárhag heimilla þeirra. 26. febrúar 2020 18:30 Samninganefnd borgarinnar furðar sig á tilburðum Eflingar Samninganefnd Reykjavíkurborgar hefur lýst yfir vonbrigðum með að ekki hafi náðst árangur á samningafundi milli nefndarinnar og fulltrúa Eflingar í dag. 26. febrúar 2020 21:42 „Við skiljum varla við hvern við erum að semja“ Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, furðaði sig á því sem fram kom á fundi í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar í dag. Samninganefnd Eflingar hafi verið furðulostin þegar þau yfirgáfu fundinn. 26. febrúar 2020 20:30 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira
Borgarstjóri harmar að ekki hafi gengið hraðar að ná samningum milli Reykjavíkurborgar og Eflingar. Hann telur það tilboð sem nú er á borðinu geta markað tímamótasamning með tugprósenta launahækkunum fyrir lægstlaunuðu hópana. Margumrætt tilboð hans í Kastljósi standi „að sjálfsögðu.“ Borgarstjóri vonast jafnframt til þess að Eflingarfólk verji orku sinni heldur í samningagerð fremur en „skeytasendinga“ í sinn garð. Langþráðum fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar var slitið í gær án samkomulags. Hurðum var skellt og fulltrúar samninganefndanna ruku út í fússi eftir þriggja klukkustunda árangurslitlar viðræður. Blammeringar gengu á báða bóga. Efling lýsti margvíslegu skilningsleysi og taldi borgina vera að afveigaleiða fólk - „með gylliboðum í fjölmiðlum sem að borgarstjóri stígur fram með þegar honum virðist henta,“ eins og Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, sagði í samtali við fréttastofu eftir fund gærdagsins.Sjá einnig: Vilja vita hvort borginni sé alvara með „Kastljóstilboð Dags B. Eggertssonar“Samninganefnd borgarinnar svaraði um hæl með yfirlýsingu í gærkvöldi. Þar var tilboð borgarinnar útlistað og sagt það að meðaltali fela í sér rúmlega 30 prósenta launahækkun fyrir félagsmenn Eflingar. Aukinheldur feli það í sér styttingu vinnuvikunnar og fjölgun orlofsdaga. Nánari útlistun á tilboðinu má nálgast hér.Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, hefur ýmislegt við atburðarásina að athuga. Fyrst og fremst vonist hann þó til þess að samningar náist og að það séu vonbrigði að samningaferlið gangi ekki hraðar. Hann segir þó erfitt að verjast þeirri hugsun að efnisleg umræða um samningagerð hafi þurft að líða fyrir átök og skotgrafaumræðu. „Ég vildi óska að sami kraftur væri settur í samningagerðina og ítrekað virðist fara í skeytasendingar í minn garð og samninganefndar borgarinnar,“ skrifar Dagur á Facebook-síðu sína. Eflingarfólk fjölmennti á baráttufund í gær. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, lét sig að sjálfsögðu ekki vanta.Vísir/vilhelm Í þessu samhengi nefnir borgarstjóri það sem Viðar drepur á hér að ofan: Meint gylliboð Dags, sem hann er sagður hafa viðrað fyrst í Kastljósi í liðinni viku. Efling hefur sakað samninganefnd Reykjavíkur um að tefla fram öðru tilboði en það sem borgarstjóri kynnti í Kastljósi, gerði það til að mynda í yfirlýsingu í upphafi vikunnar. Dagur blæs hins vegar á gagnrýni um gylliboð og að hann hafi reifað annað tilboð í sjónvarpssal en gert er við samningaborðið. „Að sjálfsögðu“ sé um sama tilboð að ræða. „Tilboð borgarinnar myndi hækka meðal grunnlaun almennra starfsmanna á leikskólum úr 310 þús í 420 þús á mánuði. Ofan á þessar tölur koma álagsgreiðslur sem hafa verið greiddar á leikskólum og eiga að halda áfram og verða heildarlaun í lok samningstímans því 460 þús. á mánuði. Þetta er gott tilboð um mikla hækkun lægstu launa sem er hér með ítrekað. Fyrir ófaglærða deildastjóra á leikskóla úr röðum Eflingar myndu grunnlaun hækka í 520 þús. að meðaltali á mánuði. Með áðurnefndum álagsgreiðslum eru heildarlaun þessa hóps 572 þús á mánuði. Getur þetta verið skýrara?“ skrifar Dagur. Færslu hans má sjá hér að neðan, en þar klykkir hann út með þeim orðum að borgin telji að samningstilboð sitt geti markað tímamótasamning. „Vil ég lýsa þeirri von að samningum náist sem allra fyrst.“
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Félagsmenn Eflingar orðnir þreyttir á verkfalli Þreyta er á meðal félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Ótímabundið verkfall þeirra hefur nú staðið í tíu daga. Félagsmenn vilja að gengið verði til samninga svo þeir geti mætt til vinnu aftur, verkfallið sé farið að hafa áhrif á fjárhag heimilla þeirra. 26. febrúar 2020 18:30 Samninganefnd borgarinnar furðar sig á tilburðum Eflingar Samninganefnd Reykjavíkurborgar hefur lýst yfir vonbrigðum með að ekki hafi náðst árangur á samningafundi milli nefndarinnar og fulltrúa Eflingar í dag. 26. febrúar 2020 21:42 „Við skiljum varla við hvern við erum að semja“ Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, furðaði sig á því sem fram kom á fundi í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar í dag. Samninganefnd Eflingar hafi verið furðulostin þegar þau yfirgáfu fundinn. 26. febrúar 2020 20:30 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira
Félagsmenn Eflingar orðnir þreyttir á verkfalli Þreyta er á meðal félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Ótímabundið verkfall þeirra hefur nú staðið í tíu daga. Félagsmenn vilja að gengið verði til samninga svo þeir geti mætt til vinnu aftur, verkfallið sé farið að hafa áhrif á fjárhag heimilla þeirra. 26. febrúar 2020 18:30
Samninganefnd borgarinnar furðar sig á tilburðum Eflingar Samninganefnd Reykjavíkurborgar hefur lýst yfir vonbrigðum með að ekki hafi náðst árangur á samningafundi milli nefndarinnar og fulltrúa Eflingar í dag. 26. febrúar 2020 21:42
„Við skiljum varla við hvern við erum að semja“ Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, furðaði sig á því sem fram kom á fundi í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar í dag. Samninganefnd Eflingar hafi verið furðulostin þegar þau yfirgáfu fundinn. 26. febrúar 2020 20:30