Stærðfræðingur sem ruddi brautina fyrir svartar vísindakonur látin Kjartan Kjartansson skrifar 24. febrúar 2020 10:00 Obama smellti kossi á Johnson þegar hann veitti henni frelsisorðu Bandaríkjaforseta árið 2015. Vísir/EPA Katherine Johnson, stærðfræðingur hjá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA, er látin, 101 árs gömul. Johnson var á meðal þeirra sem reiknuðu út braut Apollo 11-tunglferjunnar handvirkt og varð saga hennar sem brautryðjandi fyrir svartar konur í vísindaheiminum efni í Hollywood-kvikmynd árið 2016. Þrátt fyrir að hafa leikið lykilhlutverk í mönnuðum tunglferðum Bandaríkjanna á 7. áratug síðustu aldar hlaut Johnson og aðrar konur sem störfuðu fyrir NASA litla frægð eða viðurkenningu fyrir störf sín. Johnson var svonefnd „tölva“ sem þá var starfsheiti yfir hóp kvenna sem notaði reiknistokka og vélrænar reiknivélar til þess að staðfesta flókna útreikninga yfirmanna þeirra sem voru yfirleitt hvítir karlmenn á þeim tíma. Washington Post segir að þegar Johnson hóf störf fyrir NASA árið 1953 hafi hún verið skilgreind sem „án fullra starfsréttinda“. Engu að síður voru það útreikningar hennar og fleiri kvenna sem gerðu Bandaríkjamönnum kleift að senda menn á braut um jörðina og til tunglsins. Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseti, heiðraði Johnson fyrir framlag hennar með frelsisorðu forsetans árið 2015, það er æðsta orða sem óbreyttum borgurum er veitt í Bandaríkjunum. „Katherine G. Johnson neitaði að láta væntingar samfélagsins til kyns hennar og kynþáttar takmarka sig um leið og hún færði út mörk mannkynsins,“ sagði Obama þegar hann veitti Johnson orðuna. Persóna Johnson var í aðalhlutverki í kvikmyndinni „Faldar fígúrur“ [e. Hidden Figures] sem kom út ári síðar. Taraji Henson fór með hlutverk Johnson. Í kjölfar vinsælda kvikmyndarinnar gerði Johnson lítið úr framlagi sínu til tunglferðanna. „Það var ekkert við þetta, ég var bara að vinna vinnuna mína,“ sagði hún við Washington Post árið 2017. Jim Bridenstine, forstjóri NASA, var á öðru máli í yfirlýsingu vegna andláts Johnson í dag. Sagði hann að Johnson hefði hjálpað bandarísku þjóðinni að stækka landamærin að geimnum á sama tíma og hún opnaði dyr fyrir konur og þeldökkt fólk, að því er segir í frétt New York Times. Johnson fæddist í Vestur-Virgínu í ágúst árið 1918 og var sögð hafa hlotið náðargáfur í stærðfræði. Hún starfaði sem kennari við skóla þar sem kynþættirnir voru skildir að áður en hún gerðist „tölva“ fyrir NASA þar sem hún vann í þrjátíu og þrjú ár. Hún andaðist í dag, á hundraðasta og öðru aldursári. With slide rules and pencils, Katherine Johnson's brilliant mind helped launch our nation into space. No longer a Hidden Figure, her bravery and commitment to excellence leaves an eternal legacy for us all: https://t.co/1D6xzQNWrg pic.twitter.com/pvUvoRhuxp— NASA (@NASA) February 24, 2020 Andlát Bandaríkin Vísindi Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Sjá meira
Katherine Johnson, stærðfræðingur hjá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA, er látin, 101 árs gömul. Johnson var á meðal þeirra sem reiknuðu út braut Apollo 11-tunglferjunnar handvirkt og varð saga hennar sem brautryðjandi fyrir svartar konur í vísindaheiminum efni í Hollywood-kvikmynd árið 2016. Þrátt fyrir að hafa leikið lykilhlutverk í mönnuðum tunglferðum Bandaríkjanna á 7. áratug síðustu aldar hlaut Johnson og aðrar konur sem störfuðu fyrir NASA litla frægð eða viðurkenningu fyrir störf sín. Johnson var svonefnd „tölva“ sem þá var starfsheiti yfir hóp kvenna sem notaði reiknistokka og vélrænar reiknivélar til þess að staðfesta flókna útreikninga yfirmanna þeirra sem voru yfirleitt hvítir karlmenn á þeim tíma. Washington Post segir að þegar Johnson hóf störf fyrir NASA árið 1953 hafi hún verið skilgreind sem „án fullra starfsréttinda“. Engu að síður voru það útreikningar hennar og fleiri kvenna sem gerðu Bandaríkjamönnum kleift að senda menn á braut um jörðina og til tunglsins. Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseti, heiðraði Johnson fyrir framlag hennar með frelsisorðu forsetans árið 2015, það er æðsta orða sem óbreyttum borgurum er veitt í Bandaríkjunum. „Katherine G. Johnson neitaði að láta væntingar samfélagsins til kyns hennar og kynþáttar takmarka sig um leið og hún færði út mörk mannkynsins,“ sagði Obama þegar hann veitti Johnson orðuna. Persóna Johnson var í aðalhlutverki í kvikmyndinni „Faldar fígúrur“ [e. Hidden Figures] sem kom út ári síðar. Taraji Henson fór með hlutverk Johnson. Í kjölfar vinsælda kvikmyndarinnar gerði Johnson lítið úr framlagi sínu til tunglferðanna. „Það var ekkert við þetta, ég var bara að vinna vinnuna mína,“ sagði hún við Washington Post árið 2017. Jim Bridenstine, forstjóri NASA, var á öðru máli í yfirlýsingu vegna andláts Johnson í dag. Sagði hann að Johnson hefði hjálpað bandarísku þjóðinni að stækka landamærin að geimnum á sama tíma og hún opnaði dyr fyrir konur og þeldökkt fólk, að því er segir í frétt New York Times. Johnson fæddist í Vestur-Virgínu í ágúst árið 1918 og var sögð hafa hlotið náðargáfur í stærðfræði. Hún starfaði sem kennari við skóla þar sem kynþættirnir voru skildir að áður en hún gerðist „tölva“ fyrir NASA þar sem hún vann í þrjátíu og þrjú ár. Hún andaðist í dag, á hundraðasta og öðru aldursári. With slide rules and pencils, Katherine Johnson's brilliant mind helped launch our nation into space. No longer a Hidden Figure, her bravery and commitment to excellence leaves an eternal legacy for us all: https://t.co/1D6xzQNWrg pic.twitter.com/pvUvoRhuxp— NASA (@NASA) February 24, 2020
Andlát Bandaríkin Vísindi Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Sjá meira