Afhentu undirskriftalista vegna transteymis BUGL Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. febrúar 2020 11:34 Trans Vinir, Trans Ísland og Samtökin 78 afhentu áðan heilbrigðisráðherra, forstjóra Landsspítalans og landlækni undirskriftalista vegna trans teymisins á BUGL, barna- og unglingageðdeild Landspítalans. Vísir/Nadine Trans Vinir, Trans Ísland og Samtökin 78 afhentu áðan heilbrigðisráðherra, forstjóra Landsspítalans og landlækni undirskriftalista vegna trans teymisins á BUGL, barna- og unglingageðdeild Landspítalans. Þrátt fyrir að fjöldi trans barna sem leita til BUGL, hafi fimmfaldast á síðustu tíu árum var ákveðið að leggja niður transteymið og þjónustan verður nú í boði á göngudeild. Málefni trans barna hafa verið mikið í umræðunni undanfarnar vikur og heimildaþátturinn Trans börn sem sýndur var á Stöð 2, vakti mikla athygli. Þjónusta við trans börn og unglinga var skyndilega í miklu uppnámi í kjölfar breytingarinnar.Ugla Stefanía Kristjánsdóttir formaður Trans Íslands, félags trans fólks á Íslandi, sagði þetta vera þvert á nýlega samþykkt lög um kynrænt sjálfræði 80/2019. Samtökin ‘78, Trans Ísland og Trans Vinir settu því af stað undirskriftalista til að þrýsta á stjórnvöld að bregðast tafarlaust við þessu ástandi. Undirskriftarlistinn var afhentur í dag. Í janúar var send tilkynning um trans teymi BUGL til forráðamanna 48 trans barna sem fá aðstoð teymisins. Meira en 100 trans börn eru einnig á biðlista eftir því að komast að. Ástæðan fyrir því að teymið var lagt niður var skortur á fjármagni og starfsfólki. Samkvæmt tilkynningu sem send var út þann 11. febrúar síðastliðinn vinnur Landspítalinn að umbótum transteymi barna- og unglingagerðdeildar spítalans í samstarfi við heilbrigðisráðuneytið. Ráðgjafi hjá Samtökunum 78 sagði á dögunum í samtali við fréttastofu að trans börn verði oft kvíðnari eftir viðtöl í heilbrigðiskerfinu vegna þekkingarleysis heilbrigðisstarfsfólks. Það verði að setja peninga í málaflokkinn svo hægt sé að reka sérstakt transteymi á BUGL. Þjónustan sé gríðarlega mikilvæg fyrir börnin. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Hinsegin Tengdar fréttir Valið var á milli hamingjusams barns eða ekki Ronja Sif fæddist drengur en var aðeins fimm ára þegar foreldrar hennar ákváðu að leyfa henni að lifa sem stelpa. 23. febrúar 2020 15:00 Fordómafullt fólk lætur út úr sér hluti sem það veit ekkert um Í sjónvarpsþáttunum Trans börn á Stöð 2 er fylgst með fjórum íslenskum fjölskyldum sem eiga það sameiginlegt að innan þeirra er barn sem upplifir sig í öðru kyni en því sem þeim var úthlutað við fæðingu. 20. febrúar 2020 10:30 Læknar segja óforsvaranlegt að vísa Maní úr landi meðan hann er enn í meðferð Kærunefnd útlendingamála hefur gefið lögmanni íranska transdrengsins Maní Shahidi og fjölskyldu frest til 24. febrúar til að skila frekari gögnum í málinu. Þó er ekki búið að fresta fyrirhugaðri brottvísun fjölskyldunnar. 18. febrúar 2020 20:15 Þekkingarleysi í heilbrigðiskerfinu kemur niður á trans börnum Ráðgjafi hjá Samtökunum 78 segir að trans börn verði oft kvíðnari eftir viðtöl í heilbrigðiskerfinu vegna þekkingarleysis heilbrigðisstarfsfólks. Það verði að setja peninga í málaflokkinn svo hægt sé að reka sérstakt transteymi á BUGL. Þjónustan sé gríðarlega mikilvæg fyrir börnin. 8. febrúar 2020 20:30 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Trans Vinir, Trans Ísland og Samtökin 78 afhentu áðan heilbrigðisráðherra, forstjóra Landsspítalans og landlækni undirskriftalista vegna trans teymisins á BUGL, barna- og unglingageðdeild Landspítalans. Þrátt fyrir að fjöldi trans barna sem leita til BUGL, hafi fimmfaldast á síðustu tíu árum var ákveðið að leggja niður transteymið og þjónustan verður nú í boði á göngudeild. Málefni trans barna hafa verið mikið í umræðunni undanfarnar vikur og heimildaþátturinn Trans börn sem sýndur var á Stöð 2, vakti mikla athygli. Þjónusta við trans börn og unglinga var skyndilega í miklu uppnámi í kjölfar breytingarinnar.Ugla Stefanía Kristjánsdóttir formaður Trans Íslands, félags trans fólks á Íslandi, sagði þetta vera þvert á nýlega samþykkt lög um kynrænt sjálfræði 80/2019. Samtökin ‘78, Trans Ísland og Trans Vinir settu því af stað undirskriftalista til að þrýsta á stjórnvöld að bregðast tafarlaust við þessu ástandi. Undirskriftarlistinn var afhentur í dag. Í janúar var send tilkynning um trans teymi BUGL til forráðamanna 48 trans barna sem fá aðstoð teymisins. Meira en 100 trans börn eru einnig á biðlista eftir því að komast að. Ástæðan fyrir því að teymið var lagt niður var skortur á fjármagni og starfsfólki. Samkvæmt tilkynningu sem send var út þann 11. febrúar síðastliðinn vinnur Landspítalinn að umbótum transteymi barna- og unglingagerðdeildar spítalans í samstarfi við heilbrigðisráðuneytið. Ráðgjafi hjá Samtökunum 78 sagði á dögunum í samtali við fréttastofu að trans börn verði oft kvíðnari eftir viðtöl í heilbrigðiskerfinu vegna þekkingarleysis heilbrigðisstarfsfólks. Það verði að setja peninga í málaflokkinn svo hægt sé að reka sérstakt transteymi á BUGL. Þjónustan sé gríðarlega mikilvæg fyrir börnin.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Hinsegin Tengdar fréttir Valið var á milli hamingjusams barns eða ekki Ronja Sif fæddist drengur en var aðeins fimm ára þegar foreldrar hennar ákváðu að leyfa henni að lifa sem stelpa. 23. febrúar 2020 15:00 Fordómafullt fólk lætur út úr sér hluti sem það veit ekkert um Í sjónvarpsþáttunum Trans börn á Stöð 2 er fylgst með fjórum íslenskum fjölskyldum sem eiga það sameiginlegt að innan þeirra er barn sem upplifir sig í öðru kyni en því sem þeim var úthlutað við fæðingu. 20. febrúar 2020 10:30 Læknar segja óforsvaranlegt að vísa Maní úr landi meðan hann er enn í meðferð Kærunefnd útlendingamála hefur gefið lögmanni íranska transdrengsins Maní Shahidi og fjölskyldu frest til 24. febrúar til að skila frekari gögnum í málinu. Þó er ekki búið að fresta fyrirhugaðri brottvísun fjölskyldunnar. 18. febrúar 2020 20:15 Þekkingarleysi í heilbrigðiskerfinu kemur niður á trans börnum Ráðgjafi hjá Samtökunum 78 segir að trans börn verði oft kvíðnari eftir viðtöl í heilbrigðiskerfinu vegna þekkingarleysis heilbrigðisstarfsfólks. Það verði að setja peninga í málaflokkinn svo hægt sé að reka sérstakt transteymi á BUGL. Þjónustan sé gríðarlega mikilvæg fyrir börnin. 8. febrúar 2020 20:30 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Valið var á milli hamingjusams barns eða ekki Ronja Sif fæddist drengur en var aðeins fimm ára þegar foreldrar hennar ákváðu að leyfa henni að lifa sem stelpa. 23. febrúar 2020 15:00
Fordómafullt fólk lætur út úr sér hluti sem það veit ekkert um Í sjónvarpsþáttunum Trans börn á Stöð 2 er fylgst með fjórum íslenskum fjölskyldum sem eiga það sameiginlegt að innan þeirra er barn sem upplifir sig í öðru kyni en því sem þeim var úthlutað við fæðingu. 20. febrúar 2020 10:30
Læknar segja óforsvaranlegt að vísa Maní úr landi meðan hann er enn í meðferð Kærunefnd útlendingamála hefur gefið lögmanni íranska transdrengsins Maní Shahidi og fjölskyldu frest til 24. febrúar til að skila frekari gögnum í málinu. Þó er ekki búið að fresta fyrirhugaðri brottvísun fjölskyldunnar. 18. febrúar 2020 20:15
Þekkingarleysi í heilbrigðiskerfinu kemur niður á trans börnum Ráðgjafi hjá Samtökunum 78 segir að trans börn verði oft kvíðnari eftir viðtöl í heilbrigðiskerfinu vegna þekkingarleysis heilbrigðisstarfsfólks. Það verði að setja peninga í málaflokkinn svo hægt sé að reka sérstakt transteymi á BUGL. Þjónustan sé gríðarlega mikilvæg fyrir börnin. 8. febrúar 2020 20:30