Leik Berglindar frestað vegna útbreiðslu Covid-19 veirunnar á Ítalíu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 23. febrúar 2020 12:13 Berglind Björg Þorvaldsdóttir er markahrókur. vísir/Getty Íslensk knattspyrnukona sem leikur með ítalska liðinu AC Mílan segir að þungt sé yfir fólki vegna kórónaveirunnar Covid-19 . Leik sem liðið átti að spila í morgun var frestað vegna veirunnar en leikmenn mega ekki yfirgefa húsnæði sín í dag. Berglind Björg Þorvaldsdóttir leikur með ítalska liðinu AC Mílan. Í morgun var leik liðsins gegn Fiorentina frestað vegna kórónaveirunnar Covid-19. „Þegar við vöknuðum í morgun fengum við þau skilaboð að leik karlanna hafi verið aflýst og svo sömuleiðis okkar leik. Dagurinn byrjaði bara þannig,“ sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir. Leikmenn hafa fengið þau skilaboð að halda sig innandyra í dag. „Við fengum plan sem við áttum að fylgja eftir. Við megum ekki fara út eða fara út að borða eða neitt. Við eigum að halda okkur innandyra í dag og svo verður talað betur við okkur á morgun,“ sagði Berglind. Hún segir þungt yfir fólki vegna ástandsins á Ítalíu. „Það voru allir frekar smeykir í morgun þegar við fengum þessar fréttir. Svo lásum við greinar á netinu um að tveir hafi látist á Ítalíu í gær vegna veirunnar þannig það er ekki létt yfir fólkinu en ekkert til að panikka yfir,“ sagði Berglind. Ítölsk stjórnvöld hafa gripið til neyðaraðgerða til að bregðast við mestu útbreiðslu COVID19-veirunnar í Evrópu til þessa. Forsætisráðherra landsins kynnti áætlunina í gærkvöldi eftir að staðfest var að 79 hafi smitast af veirunni í landinu og tveir látist. Ferðafrelsi um fimmtíu þúsund íbúa Í Langbarða- og Venetohéraði á Norður-Ítalíu hefur verið skert verulega og fólk beðið um að halda kyrru fyrir heima. Íslendingar erlendis Ítalía Ítalski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Leikjum á Ítalíu frestað vegna ótta við útbreiðslu kórónaveirunnar Tveir hafa látist af völdum COVID19-veirunnar á Ítalíu. 23. febrúar 2020 09:46 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Íslensk knattspyrnukona sem leikur með ítalska liðinu AC Mílan segir að þungt sé yfir fólki vegna kórónaveirunnar Covid-19 . Leik sem liðið átti að spila í morgun var frestað vegna veirunnar en leikmenn mega ekki yfirgefa húsnæði sín í dag. Berglind Björg Þorvaldsdóttir leikur með ítalska liðinu AC Mílan. Í morgun var leik liðsins gegn Fiorentina frestað vegna kórónaveirunnar Covid-19. „Þegar við vöknuðum í morgun fengum við þau skilaboð að leik karlanna hafi verið aflýst og svo sömuleiðis okkar leik. Dagurinn byrjaði bara þannig,“ sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir. Leikmenn hafa fengið þau skilaboð að halda sig innandyra í dag. „Við fengum plan sem við áttum að fylgja eftir. Við megum ekki fara út eða fara út að borða eða neitt. Við eigum að halda okkur innandyra í dag og svo verður talað betur við okkur á morgun,“ sagði Berglind. Hún segir þungt yfir fólki vegna ástandsins á Ítalíu. „Það voru allir frekar smeykir í morgun þegar við fengum þessar fréttir. Svo lásum við greinar á netinu um að tveir hafi látist á Ítalíu í gær vegna veirunnar þannig það er ekki létt yfir fólkinu en ekkert til að panikka yfir,“ sagði Berglind. Ítölsk stjórnvöld hafa gripið til neyðaraðgerða til að bregðast við mestu útbreiðslu COVID19-veirunnar í Evrópu til þessa. Forsætisráðherra landsins kynnti áætlunina í gærkvöldi eftir að staðfest var að 79 hafi smitast af veirunni í landinu og tveir látist. Ferðafrelsi um fimmtíu þúsund íbúa Í Langbarða- og Venetohéraði á Norður-Ítalíu hefur verið skert verulega og fólk beðið um að halda kyrru fyrir heima.
Íslendingar erlendis Ítalía Ítalski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Leikjum á Ítalíu frestað vegna ótta við útbreiðslu kórónaveirunnar Tveir hafa látist af völdum COVID19-veirunnar á Ítalíu. 23. febrúar 2020 09:46 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Leikjum á Ítalíu frestað vegna ótta við útbreiðslu kórónaveirunnar Tveir hafa látist af völdum COVID19-veirunnar á Ítalíu. 23. febrúar 2020 09:46