Óttast útbreiðslu kórónuveirunnar utan Kína Kjartan Kjartansson skrifar 21. febrúar 2020 18:09 Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri WHO Vísir/EPA Heimsbyggðin þarf að bregðast hratt við til að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar utan Kína, að sögn forstjóra Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Hann hefur áhyggjur af fjölda nýrra tilfella þar sem engin tengsl eru við Kína eða önnur staðfest smit. Yfirvöld í Íran vara við því að kórónuveiran geti þegar verið komin til allra borga í landinu. Fjórir eru látnir af völdum veirunnar þar og átján tilfelli hafa greinst. Í Líbanon var fyrsta tilfellið staðfest í dag og fylgst er með tveimur öðrum vegna gruns um að þeir hafi sýkst af veirunni. Alls hafa nú 1.152 tilfelli greinst í 26 ríkjum utan Kína. Af þeim hafa átta látið lífið. Langflest tilfellum eru enn í Kína þar sem rúmlega 75.500 tilfelli hafa verið staðfest og 2.239 hafa látist, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri WHO, segir að glugginn til að halda veirunni sé að lokast og því þurfi heimsbyggðin að bregðast hratt við. „Þessi faraldur gæti farið í hvaða átt sem er. Ef við stöndum okkur vel getum við forðast alvarlegt neyðarástand en ef við sólundum tækifærinu þá stöndum við frammi fyrir ærnum vanda,“ sagði hann í dag. Um smitin utan Kína segir Tedros að þau séu enn tiltölulega fá en að mynstrið valdi áhyggjum, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Við höfum áhyggjur af fjölda tilfella með engin greinilega faraldfræðileg tengsl eins og ferðasögu eða snertingu við staðfest tilfelli,“ sagði Tedros og vísaði sérstaklega til írönsku tilfellanna. Íran Kína Líbanon Sameinuðu þjóðirnar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tvennum sögum fer af sýkingum í Norður-Kóreu Fjölmiðlar í Suður-Kóreu segja fréttir af því að verið sé að hylma yfir smit og jafnvel dauðsföll í einræðisríkinu en þar í landi segja yfirvöld engan hafa smitast. 21. febrúar 2020 10:04 Suður-Kóreumenn grípa til aðgerða vegna mikillar fjölgunar veirutilfella Chung Sye-kyun forsætisráðherra hefur lýst þróuninni sem neyðarástandi. 21. febrúar 2020 06:52 „Neyðarástand“ í Suður-Kóreu Yfirvöld Suður-Kóreu hafa gripið til umfangsmikla aðgerða til að reyna að takmarka útbreiðslu Covid-19 kórónaveirunnar þar í landi. 21. febrúar 2020 16:00 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Sjá meira
Heimsbyggðin þarf að bregðast hratt við til að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar utan Kína, að sögn forstjóra Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Hann hefur áhyggjur af fjölda nýrra tilfella þar sem engin tengsl eru við Kína eða önnur staðfest smit. Yfirvöld í Íran vara við því að kórónuveiran geti þegar verið komin til allra borga í landinu. Fjórir eru látnir af völdum veirunnar þar og átján tilfelli hafa greinst. Í Líbanon var fyrsta tilfellið staðfest í dag og fylgst er með tveimur öðrum vegna gruns um að þeir hafi sýkst af veirunni. Alls hafa nú 1.152 tilfelli greinst í 26 ríkjum utan Kína. Af þeim hafa átta látið lífið. Langflest tilfellum eru enn í Kína þar sem rúmlega 75.500 tilfelli hafa verið staðfest og 2.239 hafa látist, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri WHO, segir að glugginn til að halda veirunni sé að lokast og því þurfi heimsbyggðin að bregðast hratt við. „Þessi faraldur gæti farið í hvaða átt sem er. Ef við stöndum okkur vel getum við forðast alvarlegt neyðarástand en ef við sólundum tækifærinu þá stöndum við frammi fyrir ærnum vanda,“ sagði hann í dag. Um smitin utan Kína segir Tedros að þau séu enn tiltölulega fá en að mynstrið valdi áhyggjum, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Við höfum áhyggjur af fjölda tilfella með engin greinilega faraldfræðileg tengsl eins og ferðasögu eða snertingu við staðfest tilfelli,“ sagði Tedros og vísaði sérstaklega til írönsku tilfellanna.
Íran Kína Líbanon Sameinuðu þjóðirnar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tvennum sögum fer af sýkingum í Norður-Kóreu Fjölmiðlar í Suður-Kóreu segja fréttir af því að verið sé að hylma yfir smit og jafnvel dauðsföll í einræðisríkinu en þar í landi segja yfirvöld engan hafa smitast. 21. febrúar 2020 10:04 Suður-Kóreumenn grípa til aðgerða vegna mikillar fjölgunar veirutilfella Chung Sye-kyun forsætisráðherra hefur lýst þróuninni sem neyðarástandi. 21. febrúar 2020 06:52 „Neyðarástand“ í Suður-Kóreu Yfirvöld Suður-Kóreu hafa gripið til umfangsmikla aðgerða til að reyna að takmarka útbreiðslu Covid-19 kórónaveirunnar þar í landi. 21. febrúar 2020 16:00 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Sjá meira
Tvennum sögum fer af sýkingum í Norður-Kóreu Fjölmiðlar í Suður-Kóreu segja fréttir af því að verið sé að hylma yfir smit og jafnvel dauðsföll í einræðisríkinu en þar í landi segja yfirvöld engan hafa smitast. 21. febrúar 2020 10:04
Suður-Kóreumenn grípa til aðgerða vegna mikillar fjölgunar veirutilfella Chung Sye-kyun forsætisráðherra hefur lýst þróuninni sem neyðarástandi. 21. febrúar 2020 06:52
„Neyðarástand“ í Suður-Kóreu Yfirvöld Suður-Kóreu hafa gripið til umfangsmikla aðgerða til að reyna að takmarka útbreiðslu Covid-19 kórónaveirunnar þar í landi. 21. febrúar 2020 16:00