Að takast á við óvissu Elfa Dögg S. Leifsdóttir skrifar 18. ágúst 2020 15:15 Við þurfum nú sem aldrei fyrr að takast á við umhverfi og líf sem einkennist af töluverðri óvissu. Við stöndum flest frammi fyrir áskorunum sem gera okkur lífið stundum erfitt og flókið og undanfarnir mánuður hafa fyrir marga verið afar krefjandi. Þegar COVID veiran ruddist inn í líf okkar óboðin höfðum við allt í einu litla stjórn á daglegu lífi okkar. Áhrifin auðvitað margvísleg; veikindi, dauðsföll, ótti við smit og að smita aðra, breytt plön, einmanleiki, atvinnumissir og fjárhagsáhyggjur. Í fyrstu bylgju svokallaðri vorum við að reyna að feta veginn, læra á nýtt fyrirkomulag og leggja okkar af mörkum til að sigra veiruna, klára kapphlaupið svo við gætum hafið hefbundið líf á nýjan leik með samveru, knúsi, íþróttaleikjum, gleðskap, hitta vinnufélaga/skólafélaga og öllu því sem við í venjulegu árferði tökum sem sjálfsögðum hlut. Það var því kærkomið að fá COVID hlé í nokkrar vikur í sumar, sigurtilfinningin sveif yfir og við vorum frelsinu fegin, kunnum að meta það sem við áður höfðum stundum gengið að sem vísu. Auðvitað vissum við að von gæti verið á smitum hér á ný enda verið vel upplýst af okkar frábæra fólki í brúnni. Margir upplifðu ótta þegar smitum fór að fjölga á ný, sem er eðlilegt viðbragð þegar maður veit ekki hvað er framundan. Mun ástandið verða svipað og það var í vetur?, verður það kannski verra?, mun ég eða fjölskylda og vinir veikjast eða getum við ekki hitt ástvini okkar?, þess háttar hugsanir verða fyrir suma ansi ágengar. Hvernig getum við tekist á við þessa óvissu og áskoranir til lengri tíma nú þegar ljóst er að við þurfum að læra að lifa með því að veiran skjóti upp kollinum annað veifið og reglur munu stjórnast af útbreiðslu hennar. Oft reynist ágætis bjargráð að velta fyrir sér hvað hefur gagnast manni áður þegar maður hefur staðið frammi fyrir erfiðleikum og óvissu. Fyrir marga er það að deila áhyggjum með einhverjum sem maður treystir, halda einhverri rútínu, vera í virkni, hreyfa sig, ná hæfilegum svefni, stunda hugleiðslu og slökun. Takmörkun á lestri frétta tengdum COVID getur reynst nauðsynlegt fyrir þá sem hafa miklar áhyggjur. Ágætt er einnig að einblína frekar á hvað er hægt að gera fremur en að svekkja sig á því hvað er ekki hægt í stöðunni. Margt er nefnilega vel mögulegt þó að það sé með öðrum leiðum en áður. Reynum að finna út úr því hverju við höfum sjálf stjórn á og sinnum því. Leyfum okkur að upplifa alls konar tilfinningar og tökumst á við þær. Við erum vön að lifa við margs konar hættur í umhverfi okkar og höfum komið okkur upp aðferðum til að höndla þær. Til dæmis vitum við af hættum í umferðinni en látum það ekki hindra okkur í að komast leiðar okkar, við sinnum forvörnum og umferðarreglum til að minnka hættu á slysum. Eins sinnum við sóttvörnum og lútum reglum til að forðast hættu á COVID smiti en reynum að láta hugsanir um „hvað ef eitthvað hræðilegt gerist” ekki stjórna lífi okkar. Sem betur fer erum við öll ólík og tökumst á við viðfangsefni lífsins á mismunandi hátt, sumir eiga auðveldara með óvissu meðan aðrir höndla slíkt ástand ekki eins vel. Aðstoð við að takast á við erfiða líðan er víða að fá, svo sem hjá heilsugæslu, þjónustumiðstöðvum og félagasamtökum. Einnig er vert að minna á að Hjálparsími Rauða krossins 1717 er alltaf opinn. Góða samantekt á bjargráðum og úrræðum varðandi líðan má einnig finna á COVID.is Notum seigluna okkar og leitum stuðnings eftir þörfum. Hugum að líðan okkar sjálfra og náunganum - við erum í þessu öll saman. Höfundur er sálfræðingur og teymisstjóri heilbrigðisverkefna hjá Rauða kross Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Við þurfum nú sem aldrei fyrr að takast á við umhverfi og líf sem einkennist af töluverðri óvissu. Við stöndum flest frammi fyrir áskorunum sem gera okkur lífið stundum erfitt og flókið og undanfarnir mánuður hafa fyrir marga verið afar krefjandi. Þegar COVID veiran ruddist inn í líf okkar óboðin höfðum við allt í einu litla stjórn á daglegu lífi okkar. Áhrifin auðvitað margvísleg; veikindi, dauðsföll, ótti við smit og að smita aðra, breytt plön, einmanleiki, atvinnumissir og fjárhagsáhyggjur. Í fyrstu bylgju svokallaðri vorum við að reyna að feta veginn, læra á nýtt fyrirkomulag og leggja okkar af mörkum til að sigra veiruna, klára kapphlaupið svo við gætum hafið hefbundið líf á nýjan leik með samveru, knúsi, íþróttaleikjum, gleðskap, hitta vinnufélaga/skólafélaga og öllu því sem við í venjulegu árferði tökum sem sjálfsögðum hlut. Það var því kærkomið að fá COVID hlé í nokkrar vikur í sumar, sigurtilfinningin sveif yfir og við vorum frelsinu fegin, kunnum að meta það sem við áður höfðum stundum gengið að sem vísu. Auðvitað vissum við að von gæti verið á smitum hér á ný enda verið vel upplýst af okkar frábæra fólki í brúnni. Margir upplifðu ótta þegar smitum fór að fjölga á ný, sem er eðlilegt viðbragð þegar maður veit ekki hvað er framundan. Mun ástandið verða svipað og það var í vetur?, verður það kannski verra?, mun ég eða fjölskylda og vinir veikjast eða getum við ekki hitt ástvini okkar?, þess háttar hugsanir verða fyrir suma ansi ágengar. Hvernig getum við tekist á við þessa óvissu og áskoranir til lengri tíma nú þegar ljóst er að við þurfum að læra að lifa með því að veiran skjóti upp kollinum annað veifið og reglur munu stjórnast af útbreiðslu hennar. Oft reynist ágætis bjargráð að velta fyrir sér hvað hefur gagnast manni áður þegar maður hefur staðið frammi fyrir erfiðleikum og óvissu. Fyrir marga er það að deila áhyggjum með einhverjum sem maður treystir, halda einhverri rútínu, vera í virkni, hreyfa sig, ná hæfilegum svefni, stunda hugleiðslu og slökun. Takmörkun á lestri frétta tengdum COVID getur reynst nauðsynlegt fyrir þá sem hafa miklar áhyggjur. Ágætt er einnig að einblína frekar á hvað er hægt að gera fremur en að svekkja sig á því hvað er ekki hægt í stöðunni. Margt er nefnilega vel mögulegt þó að það sé með öðrum leiðum en áður. Reynum að finna út úr því hverju við höfum sjálf stjórn á og sinnum því. Leyfum okkur að upplifa alls konar tilfinningar og tökumst á við þær. Við erum vön að lifa við margs konar hættur í umhverfi okkar og höfum komið okkur upp aðferðum til að höndla þær. Til dæmis vitum við af hættum í umferðinni en látum það ekki hindra okkur í að komast leiðar okkar, við sinnum forvörnum og umferðarreglum til að minnka hættu á slysum. Eins sinnum við sóttvörnum og lútum reglum til að forðast hættu á COVID smiti en reynum að láta hugsanir um „hvað ef eitthvað hræðilegt gerist” ekki stjórna lífi okkar. Sem betur fer erum við öll ólík og tökumst á við viðfangsefni lífsins á mismunandi hátt, sumir eiga auðveldara með óvissu meðan aðrir höndla slíkt ástand ekki eins vel. Aðstoð við að takast á við erfiða líðan er víða að fá, svo sem hjá heilsugæslu, þjónustumiðstöðvum og félagasamtökum. Einnig er vert að minna á að Hjálparsími Rauða krossins 1717 er alltaf opinn. Góða samantekt á bjargráðum og úrræðum varðandi líðan má einnig finna á COVID.is Notum seigluna okkar og leitum stuðnings eftir þörfum. Hugum að líðan okkar sjálfra og náunganum - við erum í þessu öll saman. Höfundur er sálfræðingur og teymisstjóri heilbrigðisverkefna hjá Rauða kross Íslands.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun