Orlando kom öllum á óvart og Heat lagði Pacers Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. ágúst 2020 22:55 Það var hart barist í Disney World í kvöld. Kim Klement-Pool/Getty Images Tveimur af fjórum leikjum kvöldsins, og næturinnar, í úrslitakeppni NBA-deildarinnar er nú lokið. Lauk þeim báðum með 12 stiga sigrum. Orlando kom öllum á óvart og lagði Milwaukee Bucks af velli, 122-110. Þá vann Miami Heat góðan sigur á Indana Pacers, 113-101. Talið var nær öruggt að Giannis Antetokounmpo og félagar í Milwaukee Bucks myndu jarða Orlando Magic enda þarna liðin í 1. og 8. sæti Austurdeildarinnar að mætast. Orlando spilaði hins vegar frábærlega og verðskulduðu sigurinn svo sannarlega. Orlando var tíu stigum yfir eftir fyrsta leikhluta og var það enn staðan þegar flautað var til hálfleiks, staðan þá 62-52. Í þeim síðara var það sama upp á teningnum og tókst Orlando að landa einstaklega óvæntum sigir í fyrsta leik í rimmu félaganna. Lokatölur 122-110 og Orlandi þar af leiðandi komið í 1-0 en vinna þarf fjóra leiki til að komast áfram í næstu umferð úrslitakeppninnar. @NikolaVucevic puts up an #NBAPlayoffs career-high 35 PTS (5 3PM), 14 REB, steering the @OrlandoMagic to victory in Game 1! #WholeNewGame Game 2: Thurs. (8/20) - 6pm/et, ESPN pic.twitter.com/qPgKbgaHX1— NBA (@NBA) August 18, 2020 Nikola Vucevic var stigahæstur hjá Orlando með 35 stig en hann tók einnig 14 fráköst. Alls voru sex leikmenn liðsins með tíu stig eða meira. Hjá Bucks var Giannis stiga og frákastahæstur. Hann skoraði 31 stig og tók 17 fráköst. Miami Heat lagði svo Indiana Pacers af velli 113-101. Sá leikur var töluvert kaflaskiptari en Indiana byrjuðu betur en voru samt sem áður undir í hálfleik. Aðeins einu stigi munaði á liðunum fyrir síðasta fjórðung leiksins en þar voru Heat mun sterkari og unnu eins og áður sagði 12 stiga sigur. Jimmy B (14 PTS) and Bam (12 PTS) pace the @MiamiHEAT's 1st half of Game 1 on TNT!#HEATTwitter #NBAPlayoffs pic.twitter.com/DJCnImeFhr— NBA (@NBA) August 18, 2020 Jimmy Butler var að venju stigahæstur í liði Heat með 28 stig. Goran Dragic kom þar á eftir og þá var Bam Adebayo með tvöfalda tvennu, 17 stig og tíu fráköst. Körfubolti NBA Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Sjá meira
Tveimur af fjórum leikjum kvöldsins, og næturinnar, í úrslitakeppni NBA-deildarinnar er nú lokið. Lauk þeim báðum með 12 stiga sigrum. Orlando kom öllum á óvart og lagði Milwaukee Bucks af velli, 122-110. Þá vann Miami Heat góðan sigur á Indana Pacers, 113-101. Talið var nær öruggt að Giannis Antetokounmpo og félagar í Milwaukee Bucks myndu jarða Orlando Magic enda þarna liðin í 1. og 8. sæti Austurdeildarinnar að mætast. Orlando spilaði hins vegar frábærlega og verðskulduðu sigurinn svo sannarlega. Orlando var tíu stigum yfir eftir fyrsta leikhluta og var það enn staðan þegar flautað var til hálfleiks, staðan þá 62-52. Í þeim síðara var það sama upp á teningnum og tókst Orlando að landa einstaklega óvæntum sigir í fyrsta leik í rimmu félaganna. Lokatölur 122-110 og Orlandi þar af leiðandi komið í 1-0 en vinna þarf fjóra leiki til að komast áfram í næstu umferð úrslitakeppninnar. @NikolaVucevic puts up an #NBAPlayoffs career-high 35 PTS (5 3PM), 14 REB, steering the @OrlandoMagic to victory in Game 1! #WholeNewGame Game 2: Thurs. (8/20) - 6pm/et, ESPN pic.twitter.com/qPgKbgaHX1— NBA (@NBA) August 18, 2020 Nikola Vucevic var stigahæstur hjá Orlando með 35 stig en hann tók einnig 14 fráköst. Alls voru sex leikmenn liðsins með tíu stig eða meira. Hjá Bucks var Giannis stiga og frákastahæstur. Hann skoraði 31 stig og tók 17 fráköst. Miami Heat lagði svo Indiana Pacers af velli 113-101. Sá leikur var töluvert kaflaskiptari en Indiana byrjuðu betur en voru samt sem áður undir í hálfleik. Aðeins einu stigi munaði á liðunum fyrir síðasta fjórðung leiksins en þar voru Heat mun sterkari og unnu eins og áður sagði 12 stiga sigur. Jimmy B (14 PTS) and Bam (12 PTS) pace the @MiamiHEAT's 1st half of Game 1 on TNT!#HEATTwitter #NBAPlayoffs pic.twitter.com/DJCnImeFhr— NBA (@NBA) August 18, 2020 Jimmy Butler var að venju stigahæstur í liði Heat með 28 stig. Goran Dragic kom þar á eftir og þá var Bam Adebayo með tvöfalda tvennu, 17 stig og tíu fráköst.
Körfubolti NBA Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Sjá meira