Hertar reglur á landamærum hafi ekki áhrif á undirbúning hlutafjárútboðs Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. ágúst 2020 20:00 Hertar reglur á landamærum hafa ekki áhrif á hlutafjárútboð og langtímaáætlun Icelandair að sögn forstjóra. Áætlað er að hagræðing vegna nýrra kjarasamninga við flugstéttir nemi hátt í fjórum milljörðum króna á ári. Félagið hyggst falla frá kaupum á fjórum af tíu Boeing MAX-flugvélum sem ekki var búið að afhenda. Icelandair birti ítarlega kynningu á vef Kauphallar í gær vegna fyrirhugaðs hlutafjárútboðs. Hluthafafundur hefur verið boðaður 9. september og stefnt er að því að hlutafjárútboð fari fram dagana fjórtánda og fimmtánda september. Markmiðið er að safna tuttugu milljörðum í nýtt hlutafé, og mögulega allt að þremur til viðbótar komi til umframeftirspurnar. „Við flugum aðeins meira í sumar heldur en við gerðum ráð fyrir í vor. Nú er það eitthvað að ganga til baka og uppleggið hefur verið að við svona setjum í gang næsta vor, tiltölulega hægt, en við verðum komin á sama stað 2024 og við vorum 2019. Það er svona þessi grunn sviðsmynd sem að við erum að kynna núna,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Töluverð hagræðing náist fram með nýjum kjarasamningum við flugstéttir. Hagræðing vegna samninga við flugmenn nemi allt að 25%, við flugfreyjur allt að 20% og allt að 10% vegna samninga við flugvirkja, að því er fram kemur í kynningunni. Samtals náist fram hagræðing sem nemur allt að 29 milljónum Bandaríkjadala, eða ríflega 3,96 milljörðum króna miðað við gengi í dag. Fjárhagsleg áhrif vegna samkomulags við flugvélaframleiðandann Boeing eru metin á 260 milljónir dollara, eða sem nemur um 35 milljörðum króna miðað við gengi í dag. Samkomulagið kveður einnig á um skaðabætur vegna kyrrsetningar Max-vélanna en trúnaður ríkir um fjárhæð bóta. Fallið verður frá kaupum á fjórum af þeim tíu Boeing 737-MAX flugvélum sem til stóð að kaupa en ekki var búið að afhenda. Þá fær Icelandair afslátt á þeim sex vélum sem eftir standa en stefnt er að því að þrjár verði afhentar á næsta ári og þrjár árið 2022. Sex vélar hafa þegar verið afhentar. Bogi kveðst ekki hafa áhyggjur af orðsporsáhættu MAX-vélanna fyrir flugfélagið. „Við teljum að þessar vélar verði góðar vélar fyrir okkar kerfi til framtíðar og við erum að sjá stór flugfélög í rauninni horfa til sömu þátta hvað þetta varðar. Ég held að það verði samt þannig að það taki einhverjar vikur eftir að vélarnar byrja að fljúga að það verði einhver viðkvæmni farþega og þessháttar sem verður bara skiljanlegt í ljósi þess sem gengið hefur á,“ segir Bogi. Jákvæðar og neikvæðar fréttir á víxl Hann segir nýjar reglur á landamærum ekki hafa áhrif á áform fyrirtækisins. „Það hefur ekki áhrif á þetta upplegg sem að við erum að kynna því að eins og ég sagði áðan þá höfum við gert ráð fyrir því frá því í vor að vera að fljúga tiltölulega lítið og undirbúið félagið undir þetta, að það komi jákvæðar og neikvæðar fréttir á víxl og við förum svo í gang hægt, tiltölulega, næsta vor,“ segir Bogi. „Þannig að það sem er að gerast núna hefur ekki áhrif á okkar langtímaplön og þessa mynd sem við erum að kynna núna en að sjálfsögðu hefur þetta mjög mikil áhrif til skamms tíma, það eru fáir ferðamenn sem koma til landsins í þessu ástandi.“ Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Boeing Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira
Hertar reglur á landamærum hafa ekki áhrif á hlutafjárútboð og langtímaáætlun Icelandair að sögn forstjóra. Áætlað er að hagræðing vegna nýrra kjarasamninga við flugstéttir nemi hátt í fjórum milljörðum króna á ári. Félagið hyggst falla frá kaupum á fjórum af tíu Boeing MAX-flugvélum sem ekki var búið að afhenda. Icelandair birti ítarlega kynningu á vef Kauphallar í gær vegna fyrirhugaðs hlutafjárútboðs. Hluthafafundur hefur verið boðaður 9. september og stefnt er að því að hlutafjárútboð fari fram dagana fjórtánda og fimmtánda september. Markmiðið er að safna tuttugu milljörðum í nýtt hlutafé, og mögulega allt að þremur til viðbótar komi til umframeftirspurnar. „Við flugum aðeins meira í sumar heldur en við gerðum ráð fyrir í vor. Nú er það eitthvað að ganga til baka og uppleggið hefur verið að við svona setjum í gang næsta vor, tiltölulega hægt, en við verðum komin á sama stað 2024 og við vorum 2019. Það er svona þessi grunn sviðsmynd sem að við erum að kynna núna,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Töluverð hagræðing náist fram með nýjum kjarasamningum við flugstéttir. Hagræðing vegna samninga við flugmenn nemi allt að 25%, við flugfreyjur allt að 20% og allt að 10% vegna samninga við flugvirkja, að því er fram kemur í kynningunni. Samtals náist fram hagræðing sem nemur allt að 29 milljónum Bandaríkjadala, eða ríflega 3,96 milljörðum króna miðað við gengi í dag. Fjárhagsleg áhrif vegna samkomulags við flugvélaframleiðandann Boeing eru metin á 260 milljónir dollara, eða sem nemur um 35 milljörðum króna miðað við gengi í dag. Samkomulagið kveður einnig á um skaðabætur vegna kyrrsetningar Max-vélanna en trúnaður ríkir um fjárhæð bóta. Fallið verður frá kaupum á fjórum af þeim tíu Boeing 737-MAX flugvélum sem til stóð að kaupa en ekki var búið að afhenda. Þá fær Icelandair afslátt á þeim sex vélum sem eftir standa en stefnt er að því að þrjár verði afhentar á næsta ári og þrjár árið 2022. Sex vélar hafa þegar verið afhentar. Bogi kveðst ekki hafa áhyggjur af orðsporsáhættu MAX-vélanna fyrir flugfélagið. „Við teljum að þessar vélar verði góðar vélar fyrir okkar kerfi til framtíðar og við erum að sjá stór flugfélög í rauninni horfa til sömu þátta hvað þetta varðar. Ég held að það verði samt þannig að það taki einhverjar vikur eftir að vélarnar byrja að fljúga að það verði einhver viðkvæmni farþega og þessháttar sem verður bara skiljanlegt í ljósi þess sem gengið hefur á,“ segir Bogi. Jákvæðar og neikvæðar fréttir á víxl Hann segir nýjar reglur á landamærum ekki hafa áhrif á áform fyrirtækisins. „Það hefur ekki áhrif á þetta upplegg sem að við erum að kynna því að eins og ég sagði áðan þá höfum við gert ráð fyrir því frá því í vor að vera að fljúga tiltölulega lítið og undirbúið félagið undir þetta, að það komi jákvæðar og neikvæðar fréttir á víxl og við förum svo í gang hægt, tiltölulega, næsta vor,“ segir Bogi. „Þannig að það sem er að gerast núna hefur ekki áhrif á okkar langtímaplön og þessa mynd sem við erum að kynna núna en að sjálfsögðu hefur þetta mjög mikil áhrif til skamms tíma, það eru fáir ferðamenn sem koma til landsins í þessu ástandi.“
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Boeing Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira