Tjáningarfrelsið má aldrei veikjast! Bryndís Bjarnadóttir skrifar 20. ágúst 2020 14:00 Fæst okkar leiðum hugann að réttinum til að mega tjá okkur óhindrað enda getum við Íslendingar gert það óttalaust og án ólögmætra afskipta ríkisvaldsins. Við eigum ekki á hættu, eins og íbúar margra annarra landa, að sæta hörðum viðurlögum fyrir það eitt að tjá hug okkar og taka út margra ára fangavist eða hljóta jafnvel dauðadóm, eins og sum staðar tíðkast. Tjáningarfrelsið er verndað á Íslandi í 73. grein stjórnarskrárinnar, Mannréttindayfirlýsingu SÞ, Mannréttindasáttmála Evrópu og alþjóðasamningi um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, sem Ísland er aðili að. Samkvæmt alþjóðlegum mannréttindalögum eigum við öll rétt á að tjá sannfæringu okkar og skoðanir hvort sem þær eru af pólitískum, trúarlegum, heimspekilegum eða listrænum toga og við megum gera það með ýmsum hætti hvort sem það er í ræðu, riti, tónlist, leik, á netinu eða öðrum opinberum vettvangi. Við eigum að geta sagt það sem við erum að hugsa, jafnvel þó að það sé óþægilegt eða móðgandi, án þess að eiga á hættu að sæta refsingu af hálfu ríkisvaldsins. Við eigum líka rétt á því að taka við og deila hvers kyns upplýsingum og krefjast umbóta í heiminum. Þess ber þó að geta að ekki er hægt að njóta tjáningarfrelsisins án ábyrgðar en það má hefta undir vissum kringumstæðum samkvæmt sömu alþjóðalögum. Engu að síður verða allar takmarkanir á tjáningarfrelsinu að varða almannahagsmuni eða réttindi annarra og vera augljóslega nauðsynlegar í þeim tilgangi. Víða misnota valdhafar hins vegar oft þessi undantekningarákvæði á takmörkun tjáningarfrelsisins til að þagga niður í aðgerðasinnum, fjölmiðlafólki, frjálsum félagasamtökum, listafólki eða stjórnarandstæðingum. Réttur okkar til tjáningarfrelsis er grunnurinn að því að geta lifað í opnu og sanngjörnu samfélagi og verndun þessa frelsis er nauðsynleg til að við getum dregið valdhafa til ábyrgðar. Tjáningarfrelsið tengist einnig öðrum skyldum mannréttindum eins og hugsana, samvisku- og trúfrelsi og gerir það að verkum að þessi réttindi geta þrifist og dafnað. Það er einnig nátengt félaga- og fundafrelsi. Félagafrelsigengur út á réttinn til að mynda og ganga í samtök, klúbba, verkalýðs- og stjórnmálafélög en fundafrelsisnýr að réttinum til að taka þátt í friðsömum mótmælum eða opinberum fundum og samkomum. Tjáningarfrelsið felur einnig í sér réttinn til að tjá persónuleika sinn m.a. með klæðaburði og/eða hegðan og látbragði. Þannig mega stjórnvöld t.d. hvorki meina konum né skylda þær til að ganga með höfuðslæður, eins og raunin er í Íran, þar sem konur gjalda þess dýru verði fylgi þær ekki lögum um klæðaburð. Aukin brot á tímum kórónuveirufaraldursins Í síauknum mæli brjóta stjórnvöld víða um heim gróflega á tjáningarfrelsinu, sérstaklega núna á tímum kórónuveirufaraldursins þegar ráðamenn herða enn frekar kverkatakið á frelsi okkar, jafnvel með nýjum lagasetningum eins og í Ungverjalandi, þar sem þingið samþykkti lög í mars á þessu ári sem kveða á um fimm ára fangelsisvist fyrir að birta falskar eða misvísandi upplýsingar, sem koma í veg fyrir „árangursríka vernd“ almennings eða vekja ótta og kvíða í tengslum við faraldurinn. Yfirvöld í Egyptalandi, Tælandi, Venesúela, Víetnam og Sómalíu, svo nokkur lönd séu nefnd, hafa einnig ákært fjölda fólks fyrir að „breiða út hatur“, „birta falskar eða villandi upplýsingar“ og „misnota samfélagsmiðla“ í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Víða annars staðar brjóta ríkisstjórnir á rétti fólks til tjáningarfrelsis ýmist í nafni þjóðaröryggis, almannaheilla, menningararfs, trúar eða baráttunnar gegn hryðjuverkum en hin raunverulega ástæða er oftast sú sama þ.e. að bæla niður friðsamt andóf eða þagga niður í gagnrýni. Í ársskýrslum Amnesty árið 2019 um Asíu, Afríku, Evrópu, Mið-Austurlöndog Norður- og Suður-Ameríku kemur fram að stjórnvöld á svæðunum hafi beitt sér af mikilli hörku gegn mótmælendum sem kölluðu eftir réttlæti og pólitískum umbótum, ýmist með samkomubanni, handtökum án dóms og laga, fangelsun eða jafnvel aftökum af hálfu lögreglu eða hers. Bregðast við gagnrýnisröddum Hvort eða hvernig stjórnvöld bregðast við gagnrýnisröddum eða óhliðhollum skoðunum er oft góð vísbending um hvernig þau sinna mannréttindum almennt í eigin landi. Í ljósi aukinna brota á tjáningarfrelsinu um heim allan og alvarleika brotanna ákvað Íslandsdeild Amnesty International að ýta úr vör herferðinni Tjáningarfrelsið má aldrei veikjast. Sjaldan hefur verið meiri þörf en nú að standa vörð um tjáningarfrelsið á tímum kórónuveirufaraldursins. Tjáningarfrelsið má aldrei veikjast! Hlúum að því saman! Höfundur er herferðastjóri Íslandsdeildar Amnesty International. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Fæst okkar leiðum hugann að réttinum til að mega tjá okkur óhindrað enda getum við Íslendingar gert það óttalaust og án ólögmætra afskipta ríkisvaldsins. Við eigum ekki á hættu, eins og íbúar margra annarra landa, að sæta hörðum viðurlögum fyrir það eitt að tjá hug okkar og taka út margra ára fangavist eða hljóta jafnvel dauðadóm, eins og sum staðar tíðkast. Tjáningarfrelsið er verndað á Íslandi í 73. grein stjórnarskrárinnar, Mannréttindayfirlýsingu SÞ, Mannréttindasáttmála Evrópu og alþjóðasamningi um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, sem Ísland er aðili að. Samkvæmt alþjóðlegum mannréttindalögum eigum við öll rétt á að tjá sannfæringu okkar og skoðanir hvort sem þær eru af pólitískum, trúarlegum, heimspekilegum eða listrænum toga og við megum gera það með ýmsum hætti hvort sem það er í ræðu, riti, tónlist, leik, á netinu eða öðrum opinberum vettvangi. Við eigum að geta sagt það sem við erum að hugsa, jafnvel þó að það sé óþægilegt eða móðgandi, án þess að eiga á hættu að sæta refsingu af hálfu ríkisvaldsins. Við eigum líka rétt á því að taka við og deila hvers kyns upplýsingum og krefjast umbóta í heiminum. Þess ber þó að geta að ekki er hægt að njóta tjáningarfrelsisins án ábyrgðar en það má hefta undir vissum kringumstæðum samkvæmt sömu alþjóðalögum. Engu að síður verða allar takmarkanir á tjáningarfrelsinu að varða almannahagsmuni eða réttindi annarra og vera augljóslega nauðsynlegar í þeim tilgangi. Víða misnota valdhafar hins vegar oft þessi undantekningarákvæði á takmörkun tjáningarfrelsisins til að þagga niður í aðgerðasinnum, fjölmiðlafólki, frjálsum félagasamtökum, listafólki eða stjórnarandstæðingum. Réttur okkar til tjáningarfrelsis er grunnurinn að því að geta lifað í opnu og sanngjörnu samfélagi og verndun þessa frelsis er nauðsynleg til að við getum dregið valdhafa til ábyrgðar. Tjáningarfrelsið tengist einnig öðrum skyldum mannréttindum eins og hugsana, samvisku- og trúfrelsi og gerir það að verkum að þessi réttindi geta þrifist og dafnað. Það er einnig nátengt félaga- og fundafrelsi. Félagafrelsigengur út á réttinn til að mynda og ganga í samtök, klúbba, verkalýðs- og stjórnmálafélög en fundafrelsisnýr að réttinum til að taka þátt í friðsömum mótmælum eða opinberum fundum og samkomum. Tjáningarfrelsið felur einnig í sér réttinn til að tjá persónuleika sinn m.a. með klæðaburði og/eða hegðan og látbragði. Þannig mega stjórnvöld t.d. hvorki meina konum né skylda þær til að ganga með höfuðslæður, eins og raunin er í Íran, þar sem konur gjalda þess dýru verði fylgi þær ekki lögum um klæðaburð. Aukin brot á tímum kórónuveirufaraldursins Í síauknum mæli brjóta stjórnvöld víða um heim gróflega á tjáningarfrelsinu, sérstaklega núna á tímum kórónuveirufaraldursins þegar ráðamenn herða enn frekar kverkatakið á frelsi okkar, jafnvel með nýjum lagasetningum eins og í Ungverjalandi, þar sem þingið samþykkti lög í mars á þessu ári sem kveða á um fimm ára fangelsisvist fyrir að birta falskar eða misvísandi upplýsingar, sem koma í veg fyrir „árangursríka vernd“ almennings eða vekja ótta og kvíða í tengslum við faraldurinn. Yfirvöld í Egyptalandi, Tælandi, Venesúela, Víetnam og Sómalíu, svo nokkur lönd séu nefnd, hafa einnig ákært fjölda fólks fyrir að „breiða út hatur“, „birta falskar eða villandi upplýsingar“ og „misnota samfélagsmiðla“ í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Víða annars staðar brjóta ríkisstjórnir á rétti fólks til tjáningarfrelsis ýmist í nafni þjóðaröryggis, almannaheilla, menningararfs, trúar eða baráttunnar gegn hryðjuverkum en hin raunverulega ástæða er oftast sú sama þ.e. að bæla niður friðsamt andóf eða þagga niður í gagnrýni. Í ársskýrslum Amnesty árið 2019 um Asíu, Afríku, Evrópu, Mið-Austurlöndog Norður- og Suður-Ameríku kemur fram að stjórnvöld á svæðunum hafi beitt sér af mikilli hörku gegn mótmælendum sem kölluðu eftir réttlæti og pólitískum umbótum, ýmist með samkomubanni, handtökum án dóms og laga, fangelsun eða jafnvel aftökum af hálfu lögreglu eða hers. Bregðast við gagnrýnisröddum Hvort eða hvernig stjórnvöld bregðast við gagnrýnisröddum eða óhliðhollum skoðunum er oft góð vísbending um hvernig þau sinna mannréttindum almennt í eigin landi. Í ljósi aukinna brota á tjáningarfrelsinu um heim allan og alvarleika brotanna ákvað Íslandsdeild Amnesty International að ýta úr vör herferðinni Tjáningarfrelsið má aldrei veikjast. Sjaldan hefur verið meiri þörf en nú að standa vörð um tjáningarfrelsið á tímum kórónuveirufaraldursins. Tjáningarfrelsið má aldrei veikjast! Hlúum að því saman! Höfundur er herferðastjóri Íslandsdeildar Amnesty International.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun