Segir algjöra óvissu ríkja um stöðu ferðaþjónustunnar vegna kórónuveirunnar Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 8. mars 2020 15:15 Samtök ferðaþjónustunnar eru til húsa í Húsi atvinnulífsins. vísir/hanna Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir algjöra óvissu ríkja um stöðu ferðaþjónustunnar vegna kórónuveirunnar. Hún er sammála aðalhagfræðingi Kviku banka um að hið opinbera og fjármálafyrirtæki geti þurft að gefa fyrirtækjum í greininni aukinn slaka. Bjarnheiður Hallsdóttir formaður SAF og Kristrún Frostadóttir aðalhagfræðingur Kviku banka ræddu stöðu ferðaþjónustunnar hér á landi í kjölfar kórónuveirufaraldursins á Sprengisandi í morgun. Þær lögðu áherslu á að algjör óvissa ríkti um stöðu greinarinnar og erfitt væri að gera sér grein fyrir hversu lengi þaðástand myndi vara, hvort það yrði mánuðir eða í allt að ár. Hins vegar hefði högg á ferðaþjónustuna hafa gríðarleg áhrif á efnahagslífiðí landinu. Mikilvægt væri að bæði fjármálastofnanir og ríkið gripi til ráðstafana ef ferðaþjónustan verður fyrir verulegum áföllum. Kristrún Frostadóttir telur afar mikilvægt að bjarga fyrirtækjum sem gætu lent í lausafjárvanda. „Allt í einu missa þau tekjur, tvo mánuði, þrjá mánuði, fjóra mánuði. Ef bankinn hleypur ekki undir bagga með því þá tapar bankinn mjög góðu láni. Út frá viðskiptalegum forsendum þá held ég að sé mjög eðlilegt að það verði brugðist við lausafjárskorti hjá þessum fyrirtækjum en það þarf þá að gera greinamun á því hvaða félög eru í lausafjárvanda og hvaða félög eru í eiginfjárvanda,“ segir Kristrún. Hún segir aðþetta gæti þýtt aðþaðþurfi að slaka á eiginfjárhlutfalli hjá bönkum. „Það þarf mögulega að huga að því að lækka þessa buffera til skamms tíma til að gera það að verkum að bankar séu tilbúnir að taka sénsa á ákveðnum fyrirtækjum.“ Bjarnheiður Hallsdóttir segir að hið opinbera þurfi mögulega að grípa til aðgerða. „Þetta getur náttúrulega orðið, ef allt fer á versta veg, mjög alvarlegt fyrir lífvænleg fyrirtæki sem lenda mjög fljótt í lausfjárvandræðum. Þá hlýtur að koma til einhver aðstoð frá hinu opinbera og frá bankakerfinu. Það hafa verið aðferðir eins og að fresta opinberum gjöldum, fresta skattgreiðslum og jafnvel lán frá hinu opinbera sem væru þá í formi niðurgreiddra lána sem myndu þá tengjast afkomu,“ sagði Bjarnheiður Hallsdóttir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir algjöra óvissu ríkja um stöðu ferðaþjónustunnar vegna kórónuveirunnar. Hún er sammála aðalhagfræðingi Kviku banka um að hið opinbera og fjármálafyrirtæki geti þurft að gefa fyrirtækjum í greininni aukinn slaka. Bjarnheiður Hallsdóttir formaður SAF og Kristrún Frostadóttir aðalhagfræðingur Kviku banka ræddu stöðu ferðaþjónustunnar hér á landi í kjölfar kórónuveirufaraldursins á Sprengisandi í morgun. Þær lögðu áherslu á að algjör óvissa ríkti um stöðu greinarinnar og erfitt væri að gera sér grein fyrir hversu lengi þaðástand myndi vara, hvort það yrði mánuðir eða í allt að ár. Hins vegar hefði högg á ferðaþjónustuna hafa gríðarleg áhrif á efnahagslífiðí landinu. Mikilvægt væri að bæði fjármálastofnanir og ríkið gripi til ráðstafana ef ferðaþjónustan verður fyrir verulegum áföllum. Kristrún Frostadóttir telur afar mikilvægt að bjarga fyrirtækjum sem gætu lent í lausafjárvanda. „Allt í einu missa þau tekjur, tvo mánuði, þrjá mánuði, fjóra mánuði. Ef bankinn hleypur ekki undir bagga með því þá tapar bankinn mjög góðu láni. Út frá viðskiptalegum forsendum þá held ég að sé mjög eðlilegt að það verði brugðist við lausafjárskorti hjá þessum fyrirtækjum en það þarf þá að gera greinamun á því hvaða félög eru í lausafjárvanda og hvaða félög eru í eiginfjárvanda,“ segir Kristrún. Hún segir aðþetta gæti þýtt aðþaðþurfi að slaka á eiginfjárhlutfalli hjá bönkum. „Það þarf mögulega að huga að því að lækka þessa buffera til skamms tíma til að gera það að verkum að bankar séu tilbúnir að taka sénsa á ákveðnum fyrirtækjum.“ Bjarnheiður Hallsdóttir segir að hið opinbera þurfi mögulega að grípa til aðgerða. „Þetta getur náttúrulega orðið, ef allt fer á versta veg, mjög alvarlegt fyrir lífvænleg fyrirtæki sem lenda mjög fljótt í lausfjárvandræðum. Þá hlýtur að koma til einhver aðstoð frá hinu opinbera og frá bankakerfinu. Það hafa verið aðferðir eins og að fresta opinberum gjöldum, fresta skattgreiðslum og jafnvel lán frá hinu opinbera sem væru þá í formi niðurgreiddra lána sem myndu þá tengjast afkomu,“ sagði Bjarnheiður Hallsdóttir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira