Eurovision gerir ráðstafanir vegna kórónuveirunnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. mars 2020 11:47 Danska undankeppnin mun fara fram án áhorfenda í salnum. getty/ STR Hollenska ríkisútvarpið, NPO, sem sér um að halda og senda út Eurovision 2020 hefur gert ráðstafanir fyrir keppnina vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta staðfesti ónefndur starfsmaður ríkisútvarpsins við hollensku fréttastofuna AD. Í gær var tilkynnt að danska undankeppnin, Melodi Grand Prix 2020, verði haldin án áhorfenda vegna veirunnar. Þá hefur sænska ríkisútvarpið tilkynnt að lokakvöld undankeppni Melodifestivalen verði haldin með áhorfendum í salnum en fólk hefur verið beðið um að mæta ekki hafi það verið á áhættusvæðum á síðustu tveimur vikum. Heimildarmaðurinn vildi ekki tilgreina hvaða ráðstafanir hafi verið gerðar en ekki hefur verið rætt að aflýsa keppninni. Þá vildi hann ekki tilgreina hvort rætt hafi verið að halda keppnina án áhorfenda í salnum. Þá sagði talsmaður Evrópusamtaka útvarpsstöðva að fylgst væri náið með þróun kórónuveirufaraldursins og að ráðleggingum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og heilbrigðisyfirvalda innanlands væri tekið alvarlega. Fjöldi smitaðra í Hollandi er nú 128 og hefur sá fjöldi aukist verulega síðustu daga. Einn hefur látist þar í landi vegna veirunnar. Þá heldur fjöldi smitaðra í Evrópu allri að aukast og þá sérstaklega á Ítalíu en nú hafa 4.636 smit verið staðfest þar í landi og 197 dauðsföll. Viðburðum víða um álfuna, þar á meðal í Hollandi og á Íslandi, hefur verið frestað, aflýst eða þeir haldnir án áhorfenda. Þá sagði forsætisráðherra Hollands, Mark Rutte, að það væri óskynsamlegt að aflýsa keppninni vegna kórónuveirunnar. Eurovision Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Holland Tengdar fréttir Netflix svarar samsæriskenningum um Daða Frey Útibú Netflix á Bretlandi og Írlandi svaraði samsæriskenningasmið á Twitter í dag sem hafði kastað fram kenningu um tengsl kvikmyndar Will Ferrel um Eurovision við sigur Daða og Gagnamagnsins í Söngvakeppninni síðastliðinn laugardag. 3. mars 2020 19:30 Ísland rýkur upp listann hjá veðbönkum eftir sigur Daða og Gagnamagnsins Ísland mun enda í þriðja sæti í Eurovision í maí ef marka má samantekt vefsíðunnar Eurovision World þar sem stuðlar helstu veðbanka eru teknir saman. 1. mars 2020 19:27 Daði og Selma troða upp í Stokkhólmi í kringum Melodifestivalen Svíar velja sitt framlag í Eurovision á laugardagskvöldið þegar lokakvöld Melodifestivalen verður haldið. 6. mars 2020 07:00 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Fleiri fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Sjá meira
Hollenska ríkisútvarpið, NPO, sem sér um að halda og senda út Eurovision 2020 hefur gert ráðstafanir fyrir keppnina vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta staðfesti ónefndur starfsmaður ríkisútvarpsins við hollensku fréttastofuna AD. Í gær var tilkynnt að danska undankeppnin, Melodi Grand Prix 2020, verði haldin án áhorfenda vegna veirunnar. Þá hefur sænska ríkisútvarpið tilkynnt að lokakvöld undankeppni Melodifestivalen verði haldin með áhorfendum í salnum en fólk hefur verið beðið um að mæta ekki hafi það verið á áhættusvæðum á síðustu tveimur vikum. Heimildarmaðurinn vildi ekki tilgreina hvaða ráðstafanir hafi verið gerðar en ekki hefur verið rætt að aflýsa keppninni. Þá vildi hann ekki tilgreina hvort rætt hafi verið að halda keppnina án áhorfenda í salnum. Þá sagði talsmaður Evrópusamtaka útvarpsstöðva að fylgst væri náið með þróun kórónuveirufaraldursins og að ráðleggingum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og heilbrigðisyfirvalda innanlands væri tekið alvarlega. Fjöldi smitaðra í Hollandi er nú 128 og hefur sá fjöldi aukist verulega síðustu daga. Einn hefur látist þar í landi vegna veirunnar. Þá heldur fjöldi smitaðra í Evrópu allri að aukast og þá sérstaklega á Ítalíu en nú hafa 4.636 smit verið staðfest þar í landi og 197 dauðsföll. Viðburðum víða um álfuna, þar á meðal í Hollandi og á Íslandi, hefur verið frestað, aflýst eða þeir haldnir án áhorfenda. Þá sagði forsætisráðherra Hollands, Mark Rutte, að það væri óskynsamlegt að aflýsa keppninni vegna kórónuveirunnar.
Eurovision Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Holland Tengdar fréttir Netflix svarar samsæriskenningum um Daða Frey Útibú Netflix á Bretlandi og Írlandi svaraði samsæriskenningasmið á Twitter í dag sem hafði kastað fram kenningu um tengsl kvikmyndar Will Ferrel um Eurovision við sigur Daða og Gagnamagnsins í Söngvakeppninni síðastliðinn laugardag. 3. mars 2020 19:30 Ísland rýkur upp listann hjá veðbönkum eftir sigur Daða og Gagnamagnsins Ísland mun enda í þriðja sæti í Eurovision í maí ef marka má samantekt vefsíðunnar Eurovision World þar sem stuðlar helstu veðbanka eru teknir saman. 1. mars 2020 19:27 Daði og Selma troða upp í Stokkhólmi í kringum Melodifestivalen Svíar velja sitt framlag í Eurovision á laugardagskvöldið þegar lokakvöld Melodifestivalen verður haldið. 6. mars 2020 07:00 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Fleiri fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Sjá meira
Netflix svarar samsæriskenningum um Daða Frey Útibú Netflix á Bretlandi og Írlandi svaraði samsæriskenningasmið á Twitter í dag sem hafði kastað fram kenningu um tengsl kvikmyndar Will Ferrel um Eurovision við sigur Daða og Gagnamagnsins í Söngvakeppninni síðastliðinn laugardag. 3. mars 2020 19:30
Ísland rýkur upp listann hjá veðbönkum eftir sigur Daða og Gagnamagnsins Ísland mun enda í þriðja sæti í Eurovision í maí ef marka má samantekt vefsíðunnar Eurovision World þar sem stuðlar helstu veðbanka eru teknir saman. 1. mars 2020 19:27
Daði og Selma troða upp í Stokkhólmi í kringum Melodifestivalen Svíar velja sitt framlag í Eurovision á laugardagskvöldið þegar lokakvöld Melodifestivalen verður haldið. 6. mars 2020 07:00