„Stundum líður mér hreinlega eins og ég sé holdsveik“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. mars 2020 19:30 Kona sem hefur verið í sóttkví ásamt eiginmanni sínum eftir ferð frá Norður-Ítalíu segist meta lífsgæði sín betur en áður. Hún segir viðbrögð fólks mismunandi, sumir hlæi af einangrunni en stundum líði henni eins og hún sé holdsveik. Mannauðsstjórar segja brýnt að fyrirtæki undirbúi að starfsfólk geti unnið heima. Við hittum Söndru Lárusdóttur fyrir neðan svalirnar hjá henni þar sem hún býr ásamt eiginmanni sínum enda brýnt að virða tilmæli sóttvarnarlæknis varðandi fólk sem er í sóttkví. Hún hefur verið í sóttkví frá því á sunnudaginn þegar hún kom frá Norður-Ítalíu. Aðspurð um hvernig þau hefðu það sagði Sandra: „Við erum bæði frísk og höfum haft það svona frekar gott. Ég átti þó svolítið erfiðan dag í gær þar sem ég hef ekkert hitt börnin mín og mun ekki gera fyrr en eftir níu daga í viðbót,“ segir Sandra. Hún segir að þetta ástand hafi vakið sig til umhugsunar um margt. „Maður vaknar til lífsins og mér finnst ég kunna að meta meira það sem við eigum og öll gæðin sem við lifum við. Ég er þakklát fyrir hvernig íslenska heilbrigðisteymið tekur á þessu og vona bara að fólk fari eftir öllum leiðbeiningum, það er svo mikið í húfi. Það eru líka neikvæðari tilfinningar sem koma upp og stundum líður mér hreinlega eins og ég sé holdsveik eða eitthvað,“ segir Sandra og hlær. Sandra er sjálfstætt starfandi en segist vera með gott teymi sem hafi tekið við meðan hún er í sóttkví. Hún þarf einnig að ferðast mikið erlendis vegna vinnunnar en telur að það verði bið á því að fara út á næstunni. „Ég ætti að vera mikið erlendis að vinna á næstunni en ég sé ekki fram á að geta það, ég get ekki verið endalaust heima í sóttkví eftir slíkar ferðir, það væri mjög slæmt. En ég reyni bara að vera bjartsýn á að þetta gangi hratt yfir,“ segir Sandra. Fólk sýni nærgætni Hún er undrandi yfir viðbrögðum sumra við því að fólk sé í sóttkví. „Mörgum finnst þetta svolítið fyndið og gera grín af því að fólk sé í sóttkví. Það er svolítið þreytt og leiðinlegt því ég er að gera það sem ég á að gera. Það skortir stundum nærgætni. En auðvitað eru líka margir sem eru skilningsríkir og vilja allt fyrir mann gera,“ segir Sandra. Sandra segist reyna að nýta tímann vel. „Ég hef reynt að vinna í tölvunni, við förum út með hundanna og höldum okkur í fjarlægð frá öðrum, við horfum á þætti og maðurinn minn eldra oftar fyrir mig en áður. Ég er búin að þrífa allt hátt og lágt og meira að segja taka niður allt jólaskrautið sem ég hafði ekki tíma til að gera áður,“ segir Sandra. Ásdís Eir Símonardóttir formaður Mannauðs og mannauðsráðgjafi hjá OR. Fyrirtæki undirbúa að fólk geti starfað meira heimavið Nokkur hundruð manns eru nú í sóttkví og hefur sóttvarnalæknir gefið út ítarlegar leiðbeiningar fyrir þá sem þurfa að vera heima hjá sér. Víða er því fólk frá í fyrirtækjum. Til að mynda fengist upplýsingar um það frá Landspítalanum, Landsbanka, Arion banka,Íslandsbanka, Marel, fáeinum grunnskólum og T.ark arkitektastofu. Mannauðsfólk í fyrirtækjum hjá Mannauði hefur borið saman bækur sínar síðustu daga til að tefja útbreiðslu. Formaður þeirra er Ásdís Eir Símonardóttir og mannauðsráðgjafi hjá OR. „Við erum að velta fyrir okkur hvað vinnustaðir geta gert til að forðast smit. Þá hvernig best er að miðla skilaboðum til starfsfólks án þess að valda óþarfa ótta. Ég tel að mannauðssvið þurfi að huga að því að vera með reglulegar upplýsingar til starfsfólks um stöðuna. Upplýsingamiðlunin sé yfirveguð og heiðarleg. ,“ segir Ásdís. Hún segir fyrirtæki undirbúa að fólk geti starfað heimavið. „Mörg fyrirtæki eru byrjuð að undirbúa meiri sveigjanleika svo fólk geti unnið meira heima hjá sér. Þetta er komið vel á veg í mörgum fyrirtækjum,“ segir hún. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Kona sem hefur verið í sóttkví ásamt eiginmanni sínum eftir ferð frá Norður-Ítalíu segist meta lífsgæði sín betur en áður. Hún segir viðbrögð fólks mismunandi, sumir hlæi af einangrunni en stundum líði henni eins og hún sé holdsveik. Mannauðsstjórar segja brýnt að fyrirtæki undirbúi að starfsfólk geti unnið heima. Við hittum Söndru Lárusdóttur fyrir neðan svalirnar hjá henni þar sem hún býr ásamt eiginmanni sínum enda brýnt að virða tilmæli sóttvarnarlæknis varðandi fólk sem er í sóttkví. Hún hefur verið í sóttkví frá því á sunnudaginn þegar hún kom frá Norður-Ítalíu. Aðspurð um hvernig þau hefðu það sagði Sandra: „Við erum bæði frísk og höfum haft það svona frekar gott. Ég átti þó svolítið erfiðan dag í gær þar sem ég hef ekkert hitt börnin mín og mun ekki gera fyrr en eftir níu daga í viðbót,“ segir Sandra. Hún segir að þetta ástand hafi vakið sig til umhugsunar um margt. „Maður vaknar til lífsins og mér finnst ég kunna að meta meira það sem við eigum og öll gæðin sem við lifum við. Ég er þakklát fyrir hvernig íslenska heilbrigðisteymið tekur á þessu og vona bara að fólk fari eftir öllum leiðbeiningum, það er svo mikið í húfi. Það eru líka neikvæðari tilfinningar sem koma upp og stundum líður mér hreinlega eins og ég sé holdsveik eða eitthvað,“ segir Sandra og hlær. Sandra er sjálfstætt starfandi en segist vera með gott teymi sem hafi tekið við meðan hún er í sóttkví. Hún þarf einnig að ferðast mikið erlendis vegna vinnunnar en telur að það verði bið á því að fara út á næstunni. „Ég ætti að vera mikið erlendis að vinna á næstunni en ég sé ekki fram á að geta það, ég get ekki verið endalaust heima í sóttkví eftir slíkar ferðir, það væri mjög slæmt. En ég reyni bara að vera bjartsýn á að þetta gangi hratt yfir,“ segir Sandra. Fólk sýni nærgætni Hún er undrandi yfir viðbrögðum sumra við því að fólk sé í sóttkví. „Mörgum finnst þetta svolítið fyndið og gera grín af því að fólk sé í sóttkví. Það er svolítið þreytt og leiðinlegt því ég er að gera það sem ég á að gera. Það skortir stundum nærgætni. En auðvitað eru líka margir sem eru skilningsríkir og vilja allt fyrir mann gera,“ segir Sandra. Sandra segist reyna að nýta tímann vel. „Ég hef reynt að vinna í tölvunni, við förum út með hundanna og höldum okkur í fjarlægð frá öðrum, við horfum á þætti og maðurinn minn eldra oftar fyrir mig en áður. Ég er búin að þrífa allt hátt og lágt og meira að segja taka niður allt jólaskrautið sem ég hafði ekki tíma til að gera áður,“ segir Sandra. Ásdís Eir Símonardóttir formaður Mannauðs og mannauðsráðgjafi hjá OR. Fyrirtæki undirbúa að fólk geti starfað meira heimavið Nokkur hundruð manns eru nú í sóttkví og hefur sóttvarnalæknir gefið út ítarlegar leiðbeiningar fyrir þá sem þurfa að vera heima hjá sér. Víða er því fólk frá í fyrirtækjum. Til að mynda fengist upplýsingar um það frá Landspítalanum, Landsbanka, Arion banka,Íslandsbanka, Marel, fáeinum grunnskólum og T.ark arkitektastofu. Mannauðsfólk í fyrirtækjum hjá Mannauði hefur borið saman bækur sínar síðustu daga til að tefja útbreiðslu. Formaður þeirra er Ásdís Eir Símonardóttir og mannauðsráðgjafi hjá OR. „Við erum að velta fyrir okkur hvað vinnustaðir geta gert til að forðast smit. Þá hvernig best er að miðla skilaboðum til starfsfólks án þess að valda óþarfa ótta. Ég tel að mannauðssvið þurfi að huga að því að vera með reglulegar upplýsingar til starfsfólks um stöðuna. Upplýsingamiðlunin sé yfirveguð og heiðarleg. ,“ segir Ásdís. Hún segir fyrirtæki undirbúa að fólk geti starfað heimavið. „Mörg fyrirtæki eru byrjuð að undirbúa meiri sveigjanleika svo fólk geti unnið meira heima hjá sér. Þetta er komið vel á veg í mörgum fyrirtækjum,“ segir hún.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira