Lokun þingpalla og fækkun utanlandsferða meðal þess sem kemur til greina Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. mars 2020 19:45 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. Vísir/Vilhelm Lokun þingpalla, takmörkun gestakoma og fækkun utanlandsferða er meðal þess sem kemur til greina að grípa til á Alþingi ef nauðsyn þykir vegna kórónufaraldursins. Ábyrgð á framkvæmd viðbragðsáætlunar Alþingis vegna heimsfaraldurs er í höndum skrifstofustjóra en forseti Alþingis tekur ákvarðanir sem lúta að tilhögun þingfunda og breytingum á starfsáætlun þingsins í samráði við forsætisnefnd og formenn þingflokka. „Þetta er fyrst og fremst varúðaráætlun hér fyrir vinnustaðinn,“ segir Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis.Sjá einnig: Viðbragðsáætlun Alþingis við heimsfaraldri hefur verið virkjuð Sumar aðgerðir séu þegar komnar til framkvæmda, til að mynda hafi sprittbrúsum verið fjölgað í húsakynnum þingsins og þrif aukin, en aðrar eru undirbúnar ef til þeirra þarf að grípa. „Þær geta falist í ýmsu eins og að takmarka samskipti hér á staðnum. Vinna meira í gegnum tölvur og í fjarvinnslu þannig að menn haldi samskiptum í lágmarki. Jafnvel fella niður gestakomur til þingnefnda og jafnvel fella niður gestakomur til þingnefnda og fella niðru fundi. Hætta að sækja ráðstefnur erlendis og annað í þeim dúr,“ nefnir Steingrímur sem dæmi um aðgerðir sem hugsanlega verði gripið til.Sjá einnig: Tók þingheim í kennslustund um notkun handspritts Eitt af því sem einnig sé metið dag frá degi er hvort loka skuli þingpöllum sem alla jafna eru opnir almenningi þegar þingfundir standa yfir. „Þá væri það kannski ekkert síður starfsmannanna vegna, það er að segja til að tryggja betur eða reyna að fyrirbyggja að þeir gætu verið í smithættu,“ segir Steingrímur. Í lengstu lög verði reynt að koma í veg fyrir að þingið allt þurfi að fara í sóttkví. „Það mun að sjálfsögðu ekki setja allt úr skorðum þó að einn og einn þingmaður eða einn og einn starfsmaður þyrfti í einangrun heima hjá sér. En við viljum helst að vinnustaðurinn sjálfur, þingið sjálft, sé starfhæft í lengstu lög,“ segir Steingrímur. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Sjá meira
Lokun þingpalla, takmörkun gestakoma og fækkun utanlandsferða er meðal þess sem kemur til greina að grípa til á Alþingi ef nauðsyn þykir vegna kórónufaraldursins. Ábyrgð á framkvæmd viðbragðsáætlunar Alþingis vegna heimsfaraldurs er í höndum skrifstofustjóra en forseti Alþingis tekur ákvarðanir sem lúta að tilhögun þingfunda og breytingum á starfsáætlun þingsins í samráði við forsætisnefnd og formenn þingflokka. „Þetta er fyrst og fremst varúðaráætlun hér fyrir vinnustaðinn,“ segir Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis.Sjá einnig: Viðbragðsáætlun Alþingis við heimsfaraldri hefur verið virkjuð Sumar aðgerðir séu þegar komnar til framkvæmda, til að mynda hafi sprittbrúsum verið fjölgað í húsakynnum þingsins og þrif aukin, en aðrar eru undirbúnar ef til þeirra þarf að grípa. „Þær geta falist í ýmsu eins og að takmarka samskipti hér á staðnum. Vinna meira í gegnum tölvur og í fjarvinnslu þannig að menn haldi samskiptum í lágmarki. Jafnvel fella niður gestakomur til þingnefnda og jafnvel fella niður gestakomur til þingnefnda og fella niðru fundi. Hætta að sækja ráðstefnur erlendis og annað í þeim dúr,“ nefnir Steingrímur sem dæmi um aðgerðir sem hugsanlega verði gripið til.Sjá einnig: Tók þingheim í kennslustund um notkun handspritts Eitt af því sem einnig sé metið dag frá degi er hvort loka skuli þingpöllum sem alla jafna eru opnir almenningi þegar þingfundir standa yfir. „Þá væri það kannski ekkert síður starfsmannanna vegna, það er að segja til að tryggja betur eða reyna að fyrirbyggja að þeir gætu verið í smithættu,“ segir Steingrímur. Í lengstu lög verði reynt að koma í veg fyrir að þingið allt þurfi að fara í sóttkví. „Það mun að sjálfsögðu ekki setja allt úr skorðum þó að einn og einn þingmaður eða einn og einn starfsmaður þyrfti í einangrun heima hjá sér. En við viljum helst að vinnustaðurinn sjálfur, þingið sjálft, sé starfhæft í lengstu lög,“ segir Steingrímur.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Sjá meira