Tók þingheim í kennslustund um notkun handspritts Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. mars 2020 15:49 Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna, ítrekaði mikilvægi hreinlætis og handþvottar í pontu Alþingis í dag. Vísir/Vilhelm „Þetta tók samtals tólf sekúndur,“ sagði Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna, um leið og hann hafði lokið sér af við að maka handspritti á hendur sínar í pontu Alþingis í dag. Ólafur Þór, sem er öldrunarlæknir og starfaði áður sem slíkur, nýtti tækifærið undir liðnum um störf þingsins við upphaf þingfundar í dag til að ítreka mikilvægi handþvottar og þess að gæta að hreinlæti nú þegar kórónuveirufaraldur herjar á heimsbyggðina. „Þessi sjálfsagða aðgerð sem heilbrigðisyfirvöld og sóttvarnalæknir og fleiri eru búnir að leggja til við okkur að við förum öll í, gerum sem oftast, tekur samtals tólf sekúndur af okkar tíma,“ sagði Ólafur Þór um leið og hann benti á að sprittbrúsa væri að finna út um allt þinghúsið og víða úti í samfélaginu. Með því að vera dugleg að nota spritt og huga vel að handþvotti séum við ekki aðeins að verja okkur sjálf heldur einnig þá sem viðkvæmari eru fyrir. Þá þakkaði hann viðbragðsaðilum, sóttvarnalækni, heilbrigðiskerfinu öllu og almenningi í landinu fyrir viðbrögð þeirra við sjálfsögðum leiðbeiningum heilbrigðisyfirvalda. „Við erum að berjast við faraldur á heimsvísu sem hefur dánartíðni einhvers staðar á bilinu 0,5% til 8%. Ef þið haldið ágætu háttvirtu þingmenn að átta prósentin séu frá einhverri þróunarlandi er svo ekki. 8% dánartíðnin er í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Hálfa prósentið er í Suður-Kóreu,“ sagði Ólafur Þór. „Umfram allt, förum eftir leiðbeiningum, sprittum okkur því þetta er verkefni sem við verðum að leysa saman.“ Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Sjá meira
„Þetta tók samtals tólf sekúndur,“ sagði Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna, um leið og hann hafði lokið sér af við að maka handspritti á hendur sínar í pontu Alþingis í dag. Ólafur Þór, sem er öldrunarlæknir og starfaði áður sem slíkur, nýtti tækifærið undir liðnum um störf þingsins við upphaf þingfundar í dag til að ítreka mikilvægi handþvottar og þess að gæta að hreinlæti nú þegar kórónuveirufaraldur herjar á heimsbyggðina. „Þessi sjálfsagða aðgerð sem heilbrigðisyfirvöld og sóttvarnalæknir og fleiri eru búnir að leggja til við okkur að við förum öll í, gerum sem oftast, tekur samtals tólf sekúndur af okkar tíma,“ sagði Ólafur Þór um leið og hann benti á að sprittbrúsa væri að finna út um allt þinghúsið og víða úti í samfélaginu. Með því að vera dugleg að nota spritt og huga vel að handþvotti séum við ekki aðeins að verja okkur sjálf heldur einnig þá sem viðkvæmari eru fyrir. Þá þakkaði hann viðbragðsaðilum, sóttvarnalækni, heilbrigðiskerfinu öllu og almenningi í landinu fyrir viðbrögð þeirra við sjálfsögðum leiðbeiningum heilbrigðisyfirvalda. „Við erum að berjast við faraldur á heimsvísu sem hefur dánartíðni einhvers staðar á bilinu 0,5% til 8%. Ef þið haldið ágætu háttvirtu þingmenn að átta prósentin séu frá einhverri þróunarlandi er svo ekki. 8% dánartíðnin er í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Hálfa prósentið er í Suður-Kóreu,“ sagði Ólafur Þór. „Umfram allt, förum eftir leiðbeiningum, sprittum okkur því þetta er verkefni sem við verðum að leysa saman.“
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Sjá meira