Innlent

Segir kolröng skilaboð að skerða laun fólks í sóttkví

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir stjórnvöld ekki koma að því að greiða laun fólks í sóttkví vegna kórónuveirunnar.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir stjórnvöld ekki koma að því að greiða laun fólks í sóttkví vegna kórónuveirunnar. vísir/vilhelm

Fulltrúar stjórnvalda, Samtaka atvinnulífsins og ASÍ mun á morgun kynna samkomulag um hvernig launagreiðslum fólks sem er í sóttkví vegna kórónuveirunnar verði háttað. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ríkið muni ekki koma að því að greiða laun fólks. Framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins sagði í morgun að atvinnurekendur ættu ekki að bera kostnaðinn, heldur ætti ríkið að greiða bæturnar.

Katrín fundaði með fulltrúum SA og ASÍ síðdegis í dag og er nú unnið að yfirlýsingu um það hvernig launagreiðslum fólks í sóttkví verði háttað. Frá þessu var greint í kvöldfréttum RÚV. Katrín segir það ekki eiga að bitna á efnahagi fólks að það fylgi tilmælum í þágu almannahagsmuna.

Launagreiðslur fólks sem starfar á almennum markaði hafa verið nokkuð á reiki hafi það þurft að fara í sóttkví. Forsætisráðherra segir alla aðila sammála um að sóttkví sé nauðsynleg aðgerð til að hefta útbreiðslu veirunnar og til að tryggja að álag á innviði og heilbrigðiskerfið verði ekki of mikið.

„Um þetta eru allir aðilar sammála þannig að það sem mun gerast næst í þessu máli er að við erum að vinna saman að sameiginlegri yfirlýsingu til þess að koma með ásættanlega lausn til næstu vikna,“ segir Katrín. Þá segir hún að eðli málsins samkvæmt sé ekki vitað hver þróunin verði og tryggja þurfi að fólk sem ráðlagt er að fara í sóttkví geri það.

„Eðli málsins samkvæmt þá eru það kolröng skilaboð að skerða laun fólks þegar það fer í sóttkví, við getum ekki látið það bitna á efnahag fólks að það sé að fylgja fyrirmælum í


Tengdar fréttir

Töluvert berst af fyrirspurnum um afbókanir

Mikil óvissa ríkir í ferðaþjónustunni vegna kórónuveirunnar þar sem farið er að bera á afbókunum. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segist hafa áhyggjur af stöðunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×