Ekkert barn á aldrinum 0-9 ára látist af völdum kórónuveirunnar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. mars 2020 19:00 Dánartíðni af völdum kórónuveirunnar eykst verulega eftir 60 ára aldur. Um 89.260 manns eru smitaðir á heimsvísu af kórónuveirunni og hafa 3048 látist. Samkvæmt upplýsingum frá Worldometers hefur ekkert barn á aldrinum 0-9 ára látist eftir að hafa veikst og afar lítil hætta er á því þar til fólk er á sjötugsaldri. Hún er svo komin í um 15% hjá 80 ára og eldri. Ríkislögreglustjóri lýsti á föstudag yfir hættustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna kórónaveiru. Fólki er bent á að fara að ráðleggingum vegna faraldursins á vef Landlæknis. Handþvottur mikilvægastur Sóttvarnarlæknir hefur sent frá sér ítarlegar leiðbeiningar til landsmanna vegna kórónufaraldursins á vefnum landlaeknir.is. Þar er að finna upplýsingar fyrir almenning, heilbrigðisstarfsfólk og viðbragðsaðila, atvinnulíf og ferðaþjónustu. Kórónuveiran smitast með snerti- og dropasmiti frá veikum einstaklingi. Ekki hefur verið staðfest að fólk smiti áður en einkenni koma fram en sumir fá lítil einkenni og geta smitað. Til að forðast smit er fólki fyrst og fremst ráðlagt að þvo sér vel um hendur með vatni og sápu. Þegar fólk hefur komið við sameiginlega snertifleti eins og hurðahúna eða tekið við hlutum frá öðrum ráðlagt að nota handspritt. Þá á að forðast samneyti við einstaklinga sem eru með almenn kvefeinkenni. Grímur nýtast best þegar þeir sem eru veikir nota þær en einnig þegar náið samneyti er óhjákvæmilegt. Við þrif eftir aðra ætti að nota einnota hanska. Fólk er ráðlagt að sleppa því að ferðast til skilgreindra áhættusvæða þar sem samfélagsmit er talið útbreytt. Ingibjörg Garðarsdóttir lyfsali í Lyfju Grafarholti segir að handspritt hafi verið að skornum skammti síðustu daga. Handspritt af skornum skammti Söluaukning milli ára á handspritti hjá Lyfju nemur mörg hundruðum prósenta og hefur víða verið skortur á því. Nokkrir komu í apótek Lyfju í Grafarholti meðan blaðamaður var þar til að spyrjast fyrir um handspritt sem var ekki fáanlegt þá stundina. Þó voru seldir bakterídrepandi klútar. Ingibjörg Garðarsdóttir lyfsali í Lyfju Grafarholti segir að eftirspurnin hafi verið gríðarleg síðustu daga. „Handsprittið er búið í mörgum búðum en það er til sums staðar og við reynum að flytja á milli verslana svo eitthvað sé til,“ segir Ingibjörg. Von er á stórri sendingu í lok vikunnar. „Birgjar ætla hins vegar að passa að sjúkrahúsin eigi nóg og verður handspritt skammtað til lyfsala. Í næstu viku kemur svo önnur sending,“ segir Ingibjörg. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, mælist til að prestar kveðji ekki söfnuð sinn með handabandi að lokinni athöfn vegna kórónuveirufaraldsins.Vísir/baldur Prestar kveðji ekki með handabandi Flest fyrirtæki og stofnanir hafa sent starfsfólki og viðskiptavinum leiðbeiningar um hvernig best sé að haga sér vegna kórónuveirufaraldursins. Mörg fyrirtæki og stofnanir hafa sent leiðbeiningar til starfsmanna sinna og viðskiptavina. Þeirra á meðal er Biskup Íslands sem mælir meðal annars með því að prestar sleppi því að kveðja með handabandi í lok messu, þá er ekki lengur talið óhætt að allir dýfi brauðinu í sama kaleikinn við altarisgöngu og því síður að allir bergi af sama bikarnum. Ættingjar fólks á dvalar-og hjúkrunarheimilum er beðnir að koma ekki í heimsókn ef þeir eru með flensueinkenni eða hafa ferðast til áhættusvæða. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Starfsmenn Landspítala nýkomnir frá Ítalíu á leið í sóttkví Starfsmenn Landspítala sem hafa komið til Íslands síðan á föstudag eftir veru á Ítalíu eiga að fara í fjórtán daga heimasóttkví frá heimkomu. 2. mars 2020 09:39 Þrjú ný kórónuveirusmit staðfest Þrjú kórónusmit til viðbótar hafa verið staðfest hér á landi. Víðir Reynisson hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. 2. mars 2020 17:44 Skilur ekki hvernig fólk getur horft framan í vinnufélaga sína laumi það sér hjá sóttkví Dæmi eru um að fólk, sem dvalið hefur á Ítalíu, ferðist aftur til landsins með viðkomu í öðrum löndum og gorti sig af því á samfélagsmiðlum að hafa sloppið við sóttkví. Þetta segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra í viðtali í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. 2. mars 2020 19:19 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Erlent Fleiri fréttir Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Sjá meira
Um 89.260 manns eru smitaðir á heimsvísu af kórónuveirunni og hafa 3048 látist. Samkvæmt upplýsingum frá Worldometers hefur ekkert barn á aldrinum 0-9 ára látist eftir að hafa veikst og afar lítil hætta er á því þar til fólk er á sjötugsaldri. Hún er svo komin í um 15% hjá 80 ára og eldri. Ríkislögreglustjóri lýsti á föstudag yfir hættustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna kórónaveiru. Fólki er bent á að fara að ráðleggingum vegna faraldursins á vef Landlæknis. Handþvottur mikilvægastur Sóttvarnarlæknir hefur sent frá sér ítarlegar leiðbeiningar til landsmanna vegna kórónufaraldursins á vefnum landlaeknir.is. Þar er að finna upplýsingar fyrir almenning, heilbrigðisstarfsfólk og viðbragðsaðila, atvinnulíf og ferðaþjónustu. Kórónuveiran smitast með snerti- og dropasmiti frá veikum einstaklingi. Ekki hefur verið staðfest að fólk smiti áður en einkenni koma fram en sumir fá lítil einkenni og geta smitað. Til að forðast smit er fólki fyrst og fremst ráðlagt að þvo sér vel um hendur með vatni og sápu. Þegar fólk hefur komið við sameiginlega snertifleti eins og hurðahúna eða tekið við hlutum frá öðrum ráðlagt að nota handspritt. Þá á að forðast samneyti við einstaklinga sem eru með almenn kvefeinkenni. Grímur nýtast best þegar þeir sem eru veikir nota þær en einnig þegar náið samneyti er óhjákvæmilegt. Við þrif eftir aðra ætti að nota einnota hanska. Fólk er ráðlagt að sleppa því að ferðast til skilgreindra áhættusvæða þar sem samfélagsmit er talið útbreytt. Ingibjörg Garðarsdóttir lyfsali í Lyfju Grafarholti segir að handspritt hafi verið að skornum skammti síðustu daga. Handspritt af skornum skammti Söluaukning milli ára á handspritti hjá Lyfju nemur mörg hundruðum prósenta og hefur víða verið skortur á því. Nokkrir komu í apótek Lyfju í Grafarholti meðan blaðamaður var þar til að spyrjast fyrir um handspritt sem var ekki fáanlegt þá stundina. Þó voru seldir bakterídrepandi klútar. Ingibjörg Garðarsdóttir lyfsali í Lyfju Grafarholti segir að eftirspurnin hafi verið gríðarleg síðustu daga. „Handsprittið er búið í mörgum búðum en það er til sums staðar og við reynum að flytja á milli verslana svo eitthvað sé til,“ segir Ingibjörg. Von er á stórri sendingu í lok vikunnar. „Birgjar ætla hins vegar að passa að sjúkrahúsin eigi nóg og verður handspritt skammtað til lyfsala. Í næstu viku kemur svo önnur sending,“ segir Ingibjörg. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, mælist til að prestar kveðji ekki söfnuð sinn með handabandi að lokinni athöfn vegna kórónuveirufaraldsins.Vísir/baldur Prestar kveðji ekki með handabandi Flest fyrirtæki og stofnanir hafa sent starfsfólki og viðskiptavinum leiðbeiningar um hvernig best sé að haga sér vegna kórónuveirufaraldursins. Mörg fyrirtæki og stofnanir hafa sent leiðbeiningar til starfsmanna sinna og viðskiptavina. Þeirra á meðal er Biskup Íslands sem mælir meðal annars með því að prestar sleppi því að kveðja með handabandi í lok messu, þá er ekki lengur talið óhætt að allir dýfi brauðinu í sama kaleikinn við altarisgöngu og því síður að allir bergi af sama bikarnum. Ættingjar fólks á dvalar-og hjúkrunarheimilum er beðnir að koma ekki í heimsókn ef þeir eru með flensueinkenni eða hafa ferðast til áhættusvæða.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Starfsmenn Landspítala nýkomnir frá Ítalíu á leið í sóttkví Starfsmenn Landspítala sem hafa komið til Íslands síðan á föstudag eftir veru á Ítalíu eiga að fara í fjórtán daga heimasóttkví frá heimkomu. 2. mars 2020 09:39 Þrjú ný kórónuveirusmit staðfest Þrjú kórónusmit til viðbótar hafa verið staðfest hér á landi. Víðir Reynisson hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. 2. mars 2020 17:44 Skilur ekki hvernig fólk getur horft framan í vinnufélaga sína laumi það sér hjá sóttkví Dæmi eru um að fólk, sem dvalið hefur á Ítalíu, ferðist aftur til landsins með viðkomu í öðrum löndum og gorti sig af því á samfélagsmiðlum að hafa sloppið við sóttkví. Þetta segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra í viðtali í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. 2. mars 2020 19:19 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Erlent Fleiri fréttir Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Sjá meira
Starfsmenn Landspítala nýkomnir frá Ítalíu á leið í sóttkví Starfsmenn Landspítala sem hafa komið til Íslands síðan á föstudag eftir veru á Ítalíu eiga að fara í fjórtán daga heimasóttkví frá heimkomu. 2. mars 2020 09:39
Þrjú ný kórónuveirusmit staðfest Þrjú kórónusmit til viðbótar hafa verið staðfest hér á landi. Víðir Reynisson hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. 2. mars 2020 17:44
Skilur ekki hvernig fólk getur horft framan í vinnufélaga sína laumi það sér hjá sóttkví Dæmi eru um að fólk, sem dvalið hefur á Ítalíu, ferðist aftur til landsins með viðkomu í öðrum löndum og gorti sig af því á samfélagsmiðlum að hafa sloppið við sóttkví. Þetta segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra í viðtali í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. 2. mars 2020 19:19
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent