Mættu með börnin í Ráðhúsið Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. mars 2020 12:12 Þessi börn geta ekki mætt í leikskólann vegna verkfalla. Þau léku sér í Ráðhúsinu í morgun og sum mættu með mótmælaspjöld. Vísir/Vilhelm Hafin er þriðja vikan í ótímabundnu verkfalli Eflingarstarfsfólk hjá Reykjavíkurborg. Töluverð óþreyja ríkir meðal foreldra leikskólabarna sem mættu með börn sín í Ráðhúsið í dag í mótmælaskini við því að ekki sé einu sinni verið að funda í kjaradeilunni. Borgin hefur farið fram á frekari undanþágur vegna sorphirðu og þrifa í ljósi kórónuveirunnar. Nokkur hópur foreldra leikskólabarna sem þurfa að sitja heima vegna verkfallanna kom saman í Ráðhúsinu klukkan ellefu í morgun. Sigríður Víðis Jónsdóttir er ein þeirra. „Ég styð að sjálfsögðu baráttu láglaunafólks en ég geri um leið þá lágmarkskröfu að viðsemjendur fundi og þau tali saman og geri allt sem í þeirra valdi stendur til að leysa þessa deilu,“ segir Sigríður. Hátt í fimm tonn af sorpi á 20 mínútum Enginn fundur hefur verið boðaður í kjaradeilunni. Bjarni Brynjólfsson er upplýsingastjóri hjá Reykjavíkurborg. „Við höfum fengið undanþágur fyrir sorphirðuna og fyrir heimaþjónustuna til þess að þrífa á heimilum fólks og á hjúkrunarheimilum. Aðrar undanþágur hafa ekki verið veittar en við erum að biðja um sem sagt auknar undanþáguheimildir til þess að geta haldið áfram sorphirðunni og haldið áfram að sinna þessum þrifum,“ segir Bjarni. Hann brýnir fyrir borgarbúum að gæta að því að hreinsa frá ruslatunnum svo sorphirða gangi vel fyrir sig enda gilda undanþágur í stuttan tíma. „Við náum ekki að komast yfir til dæmis í sorphirðunni nema Breiðholt og Árbæ. Það hefur safnast upp gríðarlegt magn af sorpi. Sem dæmi þá kom úr tveimur stórum blokkum í Breiðholti einhver 4,8 tonn af sorpi á 20 mínútum. Segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar. Þá samþykkti borgarráð í morgun á sérstökum aukafundi í morgun að leggja til aukið fjármagn vegna aukinna þrifa vegna kórónuveirunnar. Að neðan má sjá klippu frá mótmælunum. Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Fleiri fréttir Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Sjá meira
Hafin er þriðja vikan í ótímabundnu verkfalli Eflingarstarfsfólk hjá Reykjavíkurborg. Töluverð óþreyja ríkir meðal foreldra leikskólabarna sem mættu með börn sín í Ráðhúsið í dag í mótmælaskini við því að ekki sé einu sinni verið að funda í kjaradeilunni. Borgin hefur farið fram á frekari undanþágur vegna sorphirðu og þrifa í ljósi kórónuveirunnar. Nokkur hópur foreldra leikskólabarna sem þurfa að sitja heima vegna verkfallanna kom saman í Ráðhúsinu klukkan ellefu í morgun. Sigríður Víðis Jónsdóttir er ein þeirra. „Ég styð að sjálfsögðu baráttu láglaunafólks en ég geri um leið þá lágmarkskröfu að viðsemjendur fundi og þau tali saman og geri allt sem í þeirra valdi stendur til að leysa þessa deilu,“ segir Sigríður. Hátt í fimm tonn af sorpi á 20 mínútum Enginn fundur hefur verið boðaður í kjaradeilunni. Bjarni Brynjólfsson er upplýsingastjóri hjá Reykjavíkurborg. „Við höfum fengið undanþágur fyrir sorphirðuna og fyrir heimaþjónustuna til þess að þrífa á heimilum fólks og á hjúkrunarheimilum. Aðrar undanþágur hafa ekki verið veittar en við erum að biðja um sem sagt auknar undanþáguheimildir til þess að geta haldið áfram sorphirðunni og haldið áfram að sinna þessum þrifum,“ segir Bjarni. Hann brýnir fyrir borgarbúum að gæta að því að hreinsa frá ruslatunnum svo sorphirða gangi vel fyrir sig enda gilda undanþágur í stuttan tíma. „Við náum ekki að komast yfir til dæmis í sorphirðunni nema Breiðholt og Árbæ. Það hefur safnast upp gríðarlegt magn af sorpi. Sem dæmi þá kom úr tveimur stórum blokkum í Breiðholti einhver 4,8 tonn af sorpi á 20 mínútum. Segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar. Þá samþykkti borgarráð í morgun á sérstökum aukafundi í morgun að leggja til aukið fjármagn vegna aukinna þrifa vegna kórónuveirunnar. Að neðan má sjá klippu frá mótmælunum.
Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Fleiri fréttir Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Sjá meira