Eurogym frestað um eitt ár vegna kórónuveirunnar Arnar Geir Halldórsson skrifar 28. mars 2020 09:45 5000 manna fimleikahátíð frestað. Facebook/Stjarnan Stjórn Fimleikasambands Íslands og Evrópska fimleikasambandsins hafa tekið ákvörun um að fresta Eurogym fimleikahátíðinni sem fara átti fram á Íslandi í júlímánuði næstkomandi. Er ákvörðunin tekin í ljósi ástandsins vegna Covid-19. Í tilkynningu Fimleikasambands Íslands segir að um erfiða ákvörðun hafi verið að ræða en hátíðin hefði orðið stærsti íþróttaviðburður á landinu, þar sem 5000 ungmenni stefndu á að sýna fimleika víðs vegar um Reykjavíkurborg, ásamt því að taka þátt í vinnubúðum og fræðsluviðburðum. „Það eru auðvitað gríðarleg vonbrigði að fresta þessari hátíð nú þegar undirbúningur hefur staðið í rúmt ár. En það er ekkert annað hægt að gera í núverandi stöðu þar sem velferð þátttakanda og sjálfboðaliða verður að vera í fyrirrúmi,“ segir Halla Karí Hjaltested , viðburðastjóri Eurogym. Eurogym 2020 er fimleikahátíð fyrir ungmenni á aldrinum 12-18 ára frá Evrópu sem eiga það sameiginlegt að finnast fimleikar skemmtileg íþrótt. Áhersla hátíðarinnar er þátttaka, gleði og fræðsla. En eitt af aðalmarkmiðum Fimleikasambandsins er að þjónusta öll börn, líka þau sem vilja aðrar áherslur en keppni. Halla Karí segir ljóst að tjónið sem hljótist af því að fresta hátíðinni sé töluvert. „Þá er ég að vísa til bæði beinna og óbeinna áhrifa,“ segir Halla Karí og bendir á að auk Fimleikasambandsins verði ferðaþjónustan og fyrirtæki í viðburðarhaldi fyrir töluverðu höggi. Stefnt er að því að halda hátíðina í Reykjavík í júlí 2021 og á næstu vikum verður unnið að því að finna nákvæma dagsetningu og verður hún tilkynnt í lok apríl. Lögð er rík áhersla á að finna dagsetningu sem fyrst, til að tryggja þátttöku þeirra sem nú þegar hafa skráð sig og þeirra 2000 foreldra sem von var á að fylgdu þátttakendum á hátíðina Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fimleikar Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Sjá meira
Stjórn Fimleikasambands Íslands og Evrópska fimleikasambandsins hafa tekið ákvörun um að fresta Eurogym fimleikahátíðinni sem fara átti fram á Íslandi í júlímánuði næstkomandi. Er ákvörðunin tekin í ljósi ástandsins vegna Covid-19. Í tilkynningu Fimleikasambands Íslands segir að um erfiða ákvörðun hafi verið að ræða en hátíðin hefði orðið stærsti íþróttaviðburður á landinu, þar sem 5000 ungmenni stefndu á að sýna fimleika víðs vegar um Reykjavíkurborg, ásamt því að taka þátt í vinnubúðum og fræðsluviðburðum. „Það eru auðvitað gríðarleg vonbrigði að fresta þessari hátíð nú þegar undirbúningur hefur staðið í rúmt ár. En það er ekkert annað hægt að gera í núverandi stöðu þar sem velferð þátttakanda og sjálfboðaliða verður að vera í fyrirrúmi,“ segir Halla Karí Hjaltested , viðburðastjóri Eurogym. Eurogym 2020 er fimleikahátíð fyrir ungmenni á aldrinum 12-18 ára frá Evrópu sem eiga það sameiginlegt að finnast fimleikar skemmtileg íþrótt. Áhersla hátíðarinnar er þátttaka, gleði og fræðsla. En eitt af aðalmarkmiðum Fimleikasambandsins er að þjónusta öll börn, líka þau sem vilja aðrar áherslur en keppni. Halla Karí segir ljóst að tjónið sem hljótist af því að fresta hátíðinni sé töluvert. „Þá er ég að vísa til bæði beinna og óbeinna áhrifa,“ segir Halla Karí og bendir á að auk Fimleikasambandsins verði ferðaþjónustan og fyrirtæki í viðburðarhaldi fyrir töluverðu höggi. Stefnt er að því að halda hátíðina í Reykjavík í júlí 2021 og á næstu vikum verður unnið að því að finna nákvæma dagsetningu og verður hún tilkynnt í lok apríl. Lögð er rík áhersla á að finna dagsetningu sem fyrst, til að tryggja þátttöku þeirra sem nú þegar hafa skráð sig og þeirra 2000 foreldra sem von var á að fylgdu þátttakendum á hátíðina
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fimleikar Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Sjá meira