Raptors og Celtics svo gott sem komin áfram | Jazz og Clipperz í forystu | Myndbönd Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. ágúst 2020 09:00 Tveir af bestu leikmönnum deildarinnar mættust í nótt. Annar nældi í þrefalda tvennu en hinn gerði 36 stig og landaði dýrmætum sigri. Ashley Landis-Pool/Getty Images Alls fóru fjórir leikir fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Toronto Raptors og Boston Celtics eru komin 3-0 yfir í einvígum sínum og þurfa aðeins einn sigur til viðbótar. Utajh Jazz og Los Angeles Clippers eru 2-1 yfir. Vinna þarf fjóra leiki til að fara áfram. Ríkjandi meistarar í Toronto Raptors unnu öruggan sigur á Brooklyn Nets, 117-92. Nets eru án sinna bestu manna í úrslitakeppninni, þeirra Kevin Durant og Kyrie Irving. Nái tvíeykið að stilla saman strengi sína á næsta tímabili er ljóst að liðið gerir tilkall til þess að fara lengra en aðeins í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Raptors voru 16 stigum yfir í hálfleik, 57-41, og unnu alla leikhluta leiksins. Sigurinn var meira en sanngjarn. Alls skoruðu þrír leikmenn liðsins 20 stig eða meira. Pascal Siakam var stigahæstur með 26 stig, Fed VanVleet gerði 22 og Serge Ibaka 20 ásamt því að taka 13 fráköst. Hjá Nets var Tyler Johnson með 23 stig. Boston Celtics er einnig með sópinn á lofti gegn Philaelphia 76ers eftir 102-94 sigur í nótt. Jafnt var á flestum tölum og leikurinn nokkuð jafn frá upphafi til enda. Aðeins tveimur stigum munaði á liðunum í hálfleik, 51-49, en Celtics að lokum sterkari aðilinn og liðið komið með annan fótinn í aðra umferð úrslitakeppninnar. Kemba Walker var stigahæstur í liði Boston með 24 stig. Þar á eftir kom Jaylen Brown með 21 stig. Hjá 76ers var Joel Embiid stigahæstur með 30 stig. Utah Jazz er komið 2-1 yfir í einvígi sínu gegn Denver Nuggets eftir að hafa unnið algjöran stórsigur í nótt. Jazz byrjaði leikinn af gífurlegum krafti og voru 11 stigum yfir eftir fyrsta leikhluta leiksins. Munurinn var kominn upp í 17 stig í hálfleik, staðan þá 59-42. Jazz gerði svo einfaldlega út um leikinn í þriðja leikhluta og unnu á endanum leikinn með 37 stiga mun. Mike Conley var stigahæstur hjá Jazz með 27 stig. Rudy Gobert gerði 24 stig ásamt því að taka 14 fráköst og þá var Donovan Mitchell með 20 stig. Hjá Nuggets var Nikola Jokić með 15 stig. Frábær annar leikhluti lagði grunninn að sigri Los Angeles Clippers gegn Dallas Mavericks í síðasta leik næturinnar. Clippers unnu á endanum átta stiga sigur, 130-122. Þeir voru fjórtán stigum yfir í hálfleik en staðan hafði verið jöfn eftir fyrsta leikhluta. Clippers því komnir 2-1 yfir í einvígi liðanna. Kawhi Leonard sýndi mátt sinn og megin og var nálægt þrefaldri tvennu. Hann var stigahæstur allra á vellinum með 36 stig ásamt því að gefa átta fráköst og taka níu fráköst. Landy Shamet kom þar á eftir með 18 stig en Paul George skoraði aðeins 11 stig í leiknum. Hjá Mavericks Kristaps Porziņģis óvænt stigahæstur með 34 stig ásmt því að taka 13 fráköst. Luka Dončić bauð þó upp á þrefalda tvennu en hann gerði 13 stig, tók tíu fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Körfubolti NBA Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Sæmundur heimsmeistari aftur Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Fleiri fréttir Njarðvík - ÍR | Bíða eftir fyrsta sigrinum Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sjá meira
Alls fóru fjórir leikir fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Toronto Raptors og Boston Celtics eru komin 3-0 yfir í einvígum sínum og þurfa aðeins einn sigur til viðbótar. Utajh Jazz og Los Angeles Clippers eru 2-1 yfir. Vinna þarf fjóra leiki til að fara áfram. Ríkjandi meistarar í Toronto Raptors unnu öruggan sigur á Brooklyn Nets, 117-92. Nets eru án sinna bestu manna í úrslitakeppninni, þeirra Kevin Durant og Kyrie Irving. Nái tvíeykið að stilla saman strengi sína á næsta tímabili er ljóst að liðið gerir tilkall til þess að fara lengra en aðeins í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Raptors voru 16 stigum yfir í hálfleik, 57-41, og unnu alla leikhluta leiksins. Sigurinn var meira en sanngjarn. Alls skoruðu þrír leikmenn liðsins 20 stig eða meira. Pascal Siakam var stigahæstur með 26 stig, Fed VanVleet gerði 22 og Serge Ibaka 20 ásamt því að taka 13 fráköst. Hjá Nets var Tyler Johnson með 23 stig. Boston Celtics er einnig með sópinn á lofti gegn Philaelphia 76ers eftir 102-94 sigur í nótt. Jafnt var á flestum tölum og leikurinn nokkuð jafn frá upphafi til enda. Aðeins tveimur stigum munaði á liðunum í hálfleik, 51-49, en Celtics að lokum sterkari aðilinn og liðið komið með annan fótinn í aðra umferð úrslitakeppninnar. Kemba Walker var stigahæstur í liði Boston með 24 stig. Þar á eftir kom Jaylen Brown með 21 stig. Hjá 76ers var Joel Embiid stigahæstur með 30 stig. Utah Jazz er komið 2-1 yfir í einvígi sínu gegn Denver Nuggets eftir að hafa unnið algjöran stórsigur í nótt. Jazz byrjaði leikinn af gífurlegum krafti og voru 11 stigum yfir eftir fyrsta leikhluta leiksins. Munurinn var kominn upp í 17 stig í hálfleik, staðan þá 59-42. Jazz gerði svo einfaldlega út um leikinn í þriðja leikhluta og unnu á endanum leikinn með 37 stiga mun. Mike Conley var stigahæstur hjá Jazz með 27 stig. Rudy Gobert gerði 24 stig ásamt því að taka 14 fráköst og þá var Donovan Mitchell með 20 stig. Hjá Nuggets var Nikola Jokić með 15 stig. Frábær annar leikhluti lagði grunninn að sigri Los Angeles Clippers gegn Dallas Mavericks í síðasta leik næturinnar. Clippers unnu á endanum átta stiga sigur, 130-122. Þeir voru fjórtán stigum yfir í hálfleik en staðan hafði verið jöfn eftir fyrsta leikhluta. Clippers því komnir 2-1 yfir í einvígi liðanna. Kawhi Leonard sýndi mátt sinn og megin og var nálægt þrefaldri tvennu. Hann var stigahæstur allra á vellinum með 36 stig ásamt því að gefa átta fráköst og taka níu fráköst. Landy Shamet kom þar á eftir með 18 stig en Paul George skoraði aðeins 11 stig í leiknum. Hjá Mavericks Kristaps Porziņģis óvænt stigahæstur með 34 stig ásmt því að taka 13 fráköst. Luka Dončić bauð þó upp á þrefalda tvennu en hann gerði 13 stig, tók tíu fráköst og gaf tíu stoðsendingar.
Körfubolti NBA Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Sæmundur heimsmeistari aftur Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Fleiri fréttir Njarðvík - ÍR | Bíða eftir fyrsta sigrinum Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sjá meira
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn