Viðhorf og jákvæðar væntingar Ástþór Óðinn Ólafsson skrifar 24. ágúst 2020 11:00 Núna eru kennarar að fara hefja næsta skólatímabil og byrjaðir eða eru að undirbúa sig með tillit til einhverri óvissu varðandi skipulag sóttvarnaraðgerða. Fram að þessu eru margir væntanlega búnir að njóta þessa að vera í sumarfríinu og koma endurnærðir til starfa enda reynslunni ríkari og horfa fram á enn annað krefjandi verkefni. Ég er eins og margir hverjir, að starfa sem grunnskólakennari undir fagheitinu - grunnskólaleiðbeinandi (sem tilvonandi kennari). Ég er að fara að hefja mitt annað ár í grunnskólakennslu og hef mikið verið að endurspegla hvað stóð upp úr og hver var ástæðan af hverju kennsla mín bar árangur. Af eftirtöldum aðilum sem hafa áhrif á að kennsla mín gangi vel er vitaskuld skólastjórnendur, aðrir kennarar og starfsfólk skólans, nemendur og foreldrar vegna þess að þetta er mikið samstarf á milli margra aðila að kennsla hjá einum kennara gangi vel eftir. En ég ætla eingöngu að beina þessum skrifum að leiðbeinendum sem hafa starfað sem slíkir eða eru að hefja sín störf sem slíkir enda erum við jafningjar á grundvellinum. Það sem ég var með í upphafi og fannst vera gríðarlega mikilvægt var viðhorf og jákvæðar væntingar enda getur þetta tvennt stýrt árangri nemanda að miklum hluta til. Í mínu tilfelli komu nemendur frá mismunandi aðstæðum og eru forsendurnar misjafnar enda þarfir og kröfur samkvæmt því. Með þeim orðum hef ég verið að endurspegla mikilvægi viðhorfsins og jákvæðar væntingar. Í því sambandi náði ég að nýta mér tímann í fríinu til að lesa og rakst óvart á bók eftir Robert Rosenthal og Lenore Jacobson sem kom út árið 1968 „Pygmalion in the Classroom“. Bókin er vissulega 52ára gömul en inniheldur þrátt fyrir þýðingarverða rannsókn sem var gerð í grunnskólum á viðhorfi grunnskólakennara og jákvæðra væntingar gagnvart nemendum með tillit til námsárangurs. Rannsóknin var tvíblint sem þýðir að hvorki kennarar né nemendur vissu um að rannsókn væri að eiga sér stað. En rannsóknin er uppsett þannig að rannsakendur fá skólastjóra í samstarfi við sig og kallar sá síðarnefndi til sín af handahófi kennara og býður þeim að taka við bekk sem inniheldur nemendur sem gætu orðið afbragðsnemendur. Í kjölfarið er kennurunum skipt í tvo hópa; þeir kennarar sem fá að vita að þeir séu eingöngu með nemendur sem gætu orðið afbragðsnemendur á meðan hinn hópurinn fær að vita raunverulegar upplýsingar um sinn nemendahóp s.s. hverjir væru afbragðsnemendur og ekki. Þannig einhverjir kennarar og bekkir voru rannsóknarhópur og aðrir samanburðarhópur. Rannsóknin stóð yfir í eitt ár. Þeir kennarar í rannsóknarhóp fengu að vita til viðbótar að sínir nemendur tóku próf sem sýndi fram á að þessir nemendur gætu tekið miklum framförum og orðið afbragðsnemendur. En samanburðarhópurinn fékk engar upplýsingar um að slík próf hefðu verið á undan. Í framhaldi eins og í flestum tilfellum var hafist handar við að kenna nemendum í bekkjunum. Þegar árinu lauk var farið yfir hvernig gekk og það var samkvæmt öllu enda um tilvonandi afbragðsnemendur að ræða í rannsóknarhópnum en í samanburðarhópnum var árangurinn ekki eins góður. Þegar skólastjórinn tilkynnti kennurunum í báðum hópunum að um rannsókn hefði verið að ræða og bæði kennarar og nemendur voru valdir af handahófi og engin próf hefðu verið tekin á undan með vísun á kennarana í rannsóknarhópnum. Líka að þetta væru nemendur sem hefðu meira og minna verið að takast á við námsörðugleika. Viðbrögð kennaranna í rannsóknarhópnum voru að þeirra vinnubrögð og þeirra hæfni væri ástæðan af hverju þessi nemendur væru að ná þessum góða árangri og framförum. Það mætti vel vera en samkvæmt skólastjóra var rannsóknarviðfangsefnið - viðhorf og jákvæðar væntingar með tillit til námsárangurs. Enda sneri rannsóknin um viðhorf og var verið að skoða hverjar yrðu væntingar kennarans vitandi fyrir fram að um mögulega afbragðsnemendur væri að ræða og hvort að árangur myndi samræmast því. Niðurstöður rannsóknarinnar voru að ef kennari fékk að vita það fyrir fram að í hans bekk væru nemendur sem væru líklegir til þess að verða afbragðsnemendur hafði það áhrif á þeirra viðhorf og jákvæðar væntingar sem kennararnir höfðu gagnvart sínum nemendum. Vegna þess að í samanburðarhópnum þar sem kennararnir fengu að vita hverjir væru afbragðsnemendur og ekki, kom í ljós að þeir nemendur sem voru ekki taldir vera afbragðsnemendur sýndu ekki sama árangur og þeir nemendur sem voru í rannsóknarhópnum en voru eftir allt saman mjög svipaðir nemendur varðandi hæfni og námsgetu. Þessi rannsókn svipar mikið til þeirra viðhorfa og þeirra jákvæðra væntingar gagnvart árangri nemenda í mínum bekk. Enda horfði ég ekki á hvort að nemandi var afbragðsnemandi eða ekki, með tillit til hvernig ég brást við þeirra mögulegu getu í námi. Heldur höfðu allir nemendur tækifæri á að verða afbragðsnemendur en þótt að það var ekki í aðsigi þá er það staðreynd sem ég byggi mína nálgun á. En ég mann nefnilega að einn kennari í minni grunnskólatíð hafði mikil áhrif á mig og hvatti mig áfram þrátt fyrir að ég væri ekki að afkasta samkvæmt minni mögulegu getu. Það eitt fleytti mér áfram til að vilja halda áfram þrátt fyrir fyrirstöðuna og láta á reyna hvort að mínir námsörðugleikar myndi ekki taka á sig aðra mynd seinna meir, sem það gerði. Ég var nefnilega ekki afbragðsnemandi í grunnskóla og í raun og veru langt frá þeim veruleika en er í dag með MSc í Þroskasálfræði frá Lancaster University í Bretlandi og er á leiðinni í framhaldsnám til að öðlast réttindi sem kennari. Þannig viðhorf skipta verulega miklu máli enda umleið og við berum fram okkar viðleitni sem samræmist getu nemanda þá er hætt við því að nemandi vinni samkvæmt því „ég er lélegur nemandi og get ekki lært“ það er einmitt sem á að koma í veg fyrir og byggja mun frekar upp nemanda þannig að hann nái mögulega sinni bestu getu á hverjum tímapunkti fyrir sig. En það er einmitt sem réð ferðinni og árangrinum í rannsókn Rosenthal og Jacobson að viðhorf kennara og jákvæðar væntingar gagnvart sínum nemendum var mun sterkari ef þeir vissu fyrir fram hvort að nemendur væru líklegir til að verða afbragðsnemendur eða ekki. Á meðan að hinir kennararnir í samanburðarhópnum vissu um sína nemendur að þeirra geta væri ekki afbragðs og horfðu samkvæmt því. Þetta eitt og sér segir okkur hvað viðhorf skiptir miklu máli þegar kemur að nemendum og þeirra námsárangri. Ef kennararnir í rannsóknarhópnum hefðu vitað að þeir væru ekki með afbragðsnemendur hefði árangur þeirra nemanda ekki orðið með eins sterkum hætti en það er að sjálfsögðu ef og hefði, allt annað túlkunaratrið!. En það er hægt að byggja á því að kennarar í samanburðarhópnum vissum fyrir fram að sínir nemendur væru ekki líklegir afbragðsnemendur og horfðu og höfðu væntingar samkvæmt því. Þannig ég ætla að halda áfram að vera kennari eða grunnskólaleiðbeinandi í rannsóknarhópnum nema að ég veit að ég er ekki undir rannsókn enda þarf ég ekki slíka tilsögn til að miða mínu viðhorfi gagnvart mínum nemendum og þeim jákvæðu væntingum sem þarf til að nemendur nái sem bestum árangri í sínu námi og lífi. Gangi ykkur allt í haginn og vonandi verður verkefnið að farsælli ásjón! Eins og Ralph Waldo Emerson sagði: „Leyndarmál í kennslu er að bera virðingu fyrir nemendum“ Höfundur er seigluráðgjafi og grunnskólaleiðbeinandi (tilvonandi kennari). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Ástþór Ólafsson Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Núna eru kennarar að fara hefja næsta skólatímabil og byrjaðir eða eru að undirbúa sig með tillit til einhverri óvissu varðandi skipulag sóttvarnaraðgerða. Fram að þessu eru margir væntanlega búnir að njóta þessa að vera í sumarfríinu og koma endurnærðir til starfa enda reynslunni ríkari og horfa fram á enn annað krefjandi verkefni. Ég er eins og margir hverjir, að starfa sem grunnskólakennari undir fagheitinu - grunnskólaleiðbeinandi (sem tilvonandi kennari). Ég er að fara að hefja mitt annað ár í grunnskólakennslu og hef mikið verið að endurspegla hvað stóð upp úr og hver var ástæðan af hverju kennsla mín bar árangur. Af eftirtöldum aðilum sem hafa áhrif á að kennsla mín gangi vel er vitaskuld skólastjórnendur, aðrir kennarar og starfsfólk skólans, nemendur og foreldrar vegna þess að þetta er mikið samstarf á milli margra aðila að kennsla hjá einum kennara gangi vel eftir. En ég ætla eingöngu að beina þessum skrifum að leiðbeinendum sem hafa starfað sem slíkir eða eru að hefja sín störf sem slíkir enda erum við jafningjar á grundvellinum. Það sem ég var með í upphafi og fannst vera gríðarlega mikilvægt var viðhorf og jákvæðar væntingar enda getur þetta tvennt stýrt árangri nemanda að miklum hluta til. Í mínu tilfelli komu nemendur frá mismunandi aðstæðum og eru forsendurnar misjafnar enda þarfir og kröfur samkvæmt því. Með þeim orðum hef ég verið að endurspegla mikilvægi viðhorfsins og jákvæðar væntingar. Í því sambandi náði ég að nýta mér tímann í fríinu til að lesa og rakst óvart á bók eftir Robert Rosenthal og Lenore Jacobson sem kom út árið 1968 „Pygmalion in the Classroom“. Bókin er vissulega 52ára gömul en inniheldur þrátt fyrir þýðingarverða rannsókn sem var gerð í grunnskólum á viðhorfi grunnskólakennara og jákvæðra væntingar gagnvart nemendum með tillit til námsárangurs. Rannsóknin var tvíblint sem þýðir að hvorki kennarar né nemendur vissu um að rannsókn væri að eiga sér stað. En rannsóknin er uppsett þannig að rannsakendur fá skólastjóra í samstarfi við sig og kallar sá síðarnefndi til sín af handahófi kennara og býður þeim að taka við bekk sem inniheldur nemendur sem gætu orðið afbragðsnemendur. Í kjölfarið er kennurunum skipt í tvo hópa; þeir kennarar sem fá að vita að þeir séu eingöngu með nemendur sem gætu orðið afbragðsnemendur á meðan hinn hópurinn fær að vita raunverulegar upplýsingar um sinn nemendahóp s.s. hverjir væru afbragðsnemendur og ekki. Þannig einhverjir kennarar og bekkir voru rannsóknarhópur og aðrir samanburðarhópur. Rannsóknin stóð yfir í eitt ár. Þeir kennarar í rannsóknarhóp fengu að vita til viðbótar að sínir nemendur tóku próf sem sýndi fram á að þessir nemendur gætu tekið miklum framförum og orðið afbragðsnemendur. En samanburðarhópurinn fékk engar upplýsingar um að slík próf hefðu verið á undan. Í framhaldi eins og í flestum tilfellum var hafist handar við að kenna nemendum í bekkjunum. Þegar árinu lauk var farið yfir hvernig gekk og það var samkvæmt öllu enda um tilvonandi afbragðsnemendur að ræða í rannsóknarhópnum en í samanburðarhópnum var árangurinn ekki eins góður. Þegar skólastjórinn tilkynnti kennurunum í báðum hópunum að um rannsókn hefði verið að ræða og bæði kennarar og nemendur voru valdir af handahófi og engin próf hefðu verið tekin á undan með vísun á kennarana í rannsóknarhópnum. Líka að þetta væru nemendur sem hefðu meira og minna verið að takast á við námsörðugleika. Viðbrögð kennaranna í rannsóknarhópnum voru að þeirra vinnubrögð og þeirra hæfni væri ástæðan af hverju þessi nemendur væru að ná þessum góða árangri og framförum. Það mætti vel vera en samkvæmt skólastjóra var rannsóknarviðfangsefnið - viðhorf og jákvæðar væntingar með tillit til námsárangurs. Enda sneri rannsóknin um viðhorf og var verið að skoða hverjar yrðu væntingar kennarans vitandi fyrir fram að um mögulega afbragðsnemendur væri að ræða og hvort að árangur myndi samræmast því. Niðurstöður rannsóknarinnar voru að ef kennari fékk að vita það fyrir fram að í hans bekk væru nemendur sem væru líklegir til þess að verða afbragðsnemendur hafði það áhrif á þeirra viðhorf og jákvæðar væntingar sem kennararnir höfðu gagnvart sínum nemendum. Vegna þess að í samanburðarhópnum þar sem kennararnir fengu að vita hverjir væru afbragðsnemendur og ekki, kom í ljós að þeir nemendur sem voru ekki taldir vera afbragðsnemendur sýndu ekki sama árangur og þeir nemendur sem voru í rannsóknarhópnum en voru eftir allt saman mjög svipaðir nemendur varðandi hæfni og námsgetu. Þessi rannsókn svipar mikið til þeirra viðhorfa og þeirra jákvæðra væntingar gagnvart árangri nemenda í mínum bekk. Enda horfði ég ekki á hvort að nemandi var afbragðsnemandi eða ekki, með tillit til hvernig ég brást við þeirra mögulegu getu í námi. Heldur höfðu allir nemendur tækifæri á að verða afbragðsnemendur en þótt að það var ekki í aðsigi þá er það staðreynd sem ég byggi mína nálgun á. En ég mann nefnilega að einn kennari í minni grunnskólatíð hafði mikil áhrif á mig og hvatti mig áfram þrátt fyrir að ég væri ekki að afkasta samkvæmt minni mögulegu getu. Það eitt fleytti mér áfram til að vilja halda áfram þrátt fyrir fyrirstöðuna og láta á reyna hvort að mínir námsörðugleikar myndi ekki taka á sig aðra mynd seinna meir, sem það gerði. Ég var nefnilega ekki afbragðsnemandi í grunnskóla og í raun og veru langt frá þeim veruleika en er í dag með MSc í Þroskasálfræði frá Lancaster University í Bretlandi og er á leiðinni í framhaldsnám til að öðlast réttindi sem kennari. Þannig viðhorf skipta verulega miklu máli enda umleið og við berum fram okkar viðleitni sem samræmist getu nemanda þá er hætt við því að nemandi vinni samkvæmt því „ég er lélegur nemandi og get ekki lært“ það er einmitt sem á að koma í veg fyrir og byggja mun frekar upp nemanda þannig að hann nái mögulega sinni bestu getu á hverjum tímapunkti fyrir sig. En það er einmitt sem réð ferðinni og árangrinum í rannsókn Rosenthal og Jacobson að viðhorf kennara og jákvæðar væntingar gagnvart sínum nemendum var mun sterkari ef þeir vissu fyrir fram hvort að nemendur væru líklegir til að verða afbragðsnemendur eða ekki. Á meðan að hinir kennararnir í samanburðarhópnum vissu um sína nemendur að þeirra geta væri ekki afbragðs og horfðu samkvæmt því. Þetta eitt og sér segir okkur hvað viðhorf skiptir miklu máli þegar kemur að nemendum og þeirra námsárangri. Ef kennararnir í rannsóknarhópnum hefðu vitað að þeir væru ekki með afbragðsnemendur hefði árangur þeirra nemanda ekki orðið með eins sterkum hætti en það er að sjálfsögðu ef og hefði, allt annað túlkunaratrið!. En það er hægt að byggja á því að kennarar í samanburðarhópnum vissum fyrir fram að sínir nemendur væru ekki líklegir afbragðsnemendur og horfðu og höfðu væntingar samkvæmt því. Þannig ég ætla að halda áfram að vera kennari eða grunnskólaleiðbeinandi í rannsóknarhópnum nema að ég veit að ég er ekki undir rannsókn enda þarf ég ekki slíka tilsögn til að miða mínu viðhorfi gagnvart mínum nemendum og þeim jákvæðu væntingum sem þarf til að nemendur nái sem bestum árangri í sínu námi og lífi. Gangi ykkur allt í haginn og vonandi verður verkefnið að farsælli ásjón! Eins og Ralph Waldo Emerson sagði: „Leyndarmál í kennslu er að bera virðingu fyrir nemendum“ Höfundur er seigluráðgjafi og grunnskólaleiðbeinandi (tilvonandi kennari).
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun