31% atvinnuleysi í Mýrdalshreppi og 21% í Skaftárhreppi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. apríl 2020 07:30 Vinnumálastofnun reiknar með 31% atvinnuleysi í Mýrdalshreppi í apríl. Í Vík í Mýrdal byggist allt meira og minna á ferðaþjónustu, sem er hrunin í dag vegna Covid-19 Magnús Hlynur Hreiðarsson. Í kjöfar Covid-19 þá er atvinnuleysi á Suðurlandi komið upp í 7,5% og reiknað er með að það fari upp í 12,9% í apríl. Í febrúar síðastliðinn var atvinnuleysi á svæðinu 3,6%. Alls hafa 1654 umsóknir borist um minnkað starfshlutfall frá 679 fyrirtækjum á svæðinu. Hlutfallið á milli kynjanna er tiltölulega jafnt eða 54 % karla og 46 % konur. „Ég myndi segja að fyrirtæki á Suðurlandi væru að bregðast rétt við og mjög gleðilegt að lang flest fyrirtæki eru að halda í ráðningarsambandið og nýta sér „minnkað starfshlutfall“ í stað þess að slíta ráðningarsambandinu við sitt starfsfólk,“ segir Svava Júlía Jónsdóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Suðurlandi. „Ástandið mæðir mest á minni sveitarfélögunum sem eiga nánast allt sitt undir ferðaþjónustu. Má þá nefna að í Mýrdalshreppi er áætlað að 31% atvinnuleysi verði í apríl og 20.6 % í Skaftárhreppi. Það segir sig sjálft að atvinnulífið er lamað miðað við það sem var á þessum stöðum og er það áhyggjuefni,“ segir Svava Júlía. 47% starfanna í atvinnuleysinu á Suðurlandi koma úr ferðaþjónustu, 19% úr frumvinnslu og iðnaði 13% úr verslun 13 % úr opinberri þjónustu og 7% úr ýmissi þjónustu.Mikið álag „Það er mikið álag hjá allri stofnuninni í heild. Mikil samstaða ríkir innan stofnunarinnar og býr hún yfir miklum mannauði, allir leggjast á eitt til að allt gangi sem best fyrir sig. Við erum með 3,6% stöðugildi á starfstöðinni á Suðurlandi og er svæðið okkar frá Lómagnúpi í austri til Hellisheiðarvirkjunar í vestri ásamt Vestmannaeyjum. Svæðið er stórt og verkefnin einnig, starfsmennirnir á Suðurlandi eins og hjá stofnunni allri eiga mikið hrós fyrir að leggja sig alla fram og komast yfir það mikla álag sem nú ríkir. En eins og forstjórinn okkar sagði um daginn þá sjáum við vonandi í „land“ fljótlega og við trúum því og vonum að samfélagið okkar nái sér sem fyrst,“ segir Svava Júlía. Hún leggur áherslu á að að ef fyrirtæki ætla að segja starfsfólki sínu upp og láta það sækja um 100% atvinnuleysisbætur þá ber að virða uppsagnarfrestinn og greiða hann áður en starfsmaðurinn getur skráð sig í atvinnuleit. Árborg Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mýrdalshreppur Skaftárhreppur Vinnumarkaður Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fleiri fréttir Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Sjá meira
Í kjöfar Covid-19 þá er atvinnuleysi á Suðurlandi komið upp í 7,5% og reiknað er með að það fari upp í 12,9% í apríl. Í febrúar síðastliðinn var atvinnuleysi á svæðinu 3,6%. Alls hafa 1654 umsóknir borist um minnkað starfshlutfall frá 679 fyrirtækjum á svæðinu. Hlutfallið á milli kynjanna er tiltölulega jafnt eða 54 % karla og 46 % konur. „Ég myndi segja að fyrirtæki á Suðurlandi væru að bregðast rétt við og mjög gleðilegt að lang flest fyrirtæki eru að halda í ráðningarsambandið og nýta sér „minnkað starfshlutfall“ í stað þess að slíta ráðningarsambandinu við sitt starfsfólk,“ segir Svava Júlía Jónsdóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Suðurlandi. „Ástandið mæðir mest á minni sveitarfélögunum sem eiga nánast allt sitt undir ferðaþjónustu. Má þá nefna að í Mýrdalshreppi er áætlað að 31% atvinnuleysi verði í apríl og 20.6 % í Skaftárhreppi. Það segir sig sjálft að atvinnulífið er lamað miðað við það sem var á þessum stöðum og er það áhyggjuefni,“ segir Svava Júlía. 47% starfanna í atvinnuleysinu á Suðurlandi koma úr ferðaþjónustu, 19% úr frumvinnslu og iðnaði 13% úr verslun 13 % úr opinberri þjónustu og 7% úr ýmissi þjónustu.Mikið álag „Það er mikið álag hjá allri stofnuninni í heild. Mikil samstaða ríkir innan stofnunarinnar og býr hún yfir miklum mannauði, allir leggjast á eitt til að allt gangi sem best fyrir sig. Við erum með 3,6% stöðugildi á starfstöðinni á Suðurlandi og er svæðið okkar frá Lómagnúpi í austri til Hellisheiðarvirkjunar í vestri ásamt Vestmannaeyjum. Svæðið er stórt og verkefnin einnig, starfsmennirnir á Suðurlandi eins og hjá stofnunni allri eiga mikið hrós fyrir að leggja sig alla fram og komast yfir það mikla álag sem nú ríkir. En eins og forstjórinn okkar sagði um daginn þá sjáum við vonandi í „land“ fljótlega og við trúum því og vonum að samfélagið okkar nái sér sem fyrst,“ segir Svava Júlía. Hún leggur áherslu á að að ef fyrirtæki ætla að segja starfsfólki sínu upp og láta það sækja um 100% atvinnuleysisbætur þá ber að virða uppsagnarfrestinn og greiða hann áður en starfsmaðurinn getur skráð sig í atvinnuleit.
Árborg Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mýrdalshreppur Skaftárhreppur Vinnumarkaður Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fleiri fréttir Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Sjá meira