31% atvinnuleysi í Mýrdalshreppi og 21% í Skaftárhreppi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. apríl 2020 07:30 Vinnumálastofnun reiknar með 31% atvinnuleysi í Mýrdalshreppi í apríl. Í Vík í Mýrdal byggist allt meira og minna á ferðaþjónustu, sem er hrunin í dag vegna Covid-19 Magnús Hlynur Hreiðarsson. Í kjöfar Covid-19 þá er atvinnuleysi á Suðurlandi komið upp í 7,5% og reiknað er með að það fari upp í 12,9% í apríl. Í febrúar síðastliðinn var atvinnuleysi á svæðinu 3,6%. Alls hafa 1654 umsóknir borist um minnkað starfshlutfall frá 679 fyrirtækjum á svæðinu. Hlutfallið á milli kynjanna er tiltölulega jafnt eða 54 % karla og 46 % konur. „Ég myndi segja að fyrirtæki á Suðurlandi væru að bregðast rétt við og mjög gleðilegt að lang flest fyrirtæki eru að halda í ráðningarsambandið og nýta sér „minnkað starfshlutfall“ í stað þess að slíta ráðningarsambandinu við sitt starfsfólk,“ segir Svava Júlía Jónsdóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Suðurlandi. „Ástandið mæðir mest á minni sveitarfélögunum sem eiga nánast allt sitt undir ferðaþjónustu. Má þá nefna að í Mýrdalshreppi er áætlað að 31% atvinnuleysi verði í apríl og 20.6 % í Skaftárhreppi. Það segir sig sjálft að atvinnulífið er lamað miðað við það sem var á þessum stöðum og er það áhyggjuefni,“ segir Svava Júlía. 47% starfanna í atvinnuleysinu á Suðurlandi koma úr ferðaþjónustu, 19% úr frumvinnslu og iðnaði 13% úr verslun 13 % úr opinberri þjónustu og 7% úr ýmissi þjónustu.Mikið álag „Það er mikið álag hjá allri stofnuninni í heild. Mikil samstaða ríkir innan stofnunarinnar og býr hún yfir miklum mannauði, allir leggjast á eitt til að allt gangi sem best fyrir sig. Við erum með 3,6% stöðugildi á starfstöðinni á Suðurlandi og er svæðið okkar frá Lómagnúpi í austri til Hellisheiðarvirkjunar í vestri ásamt Vestmannaeyjum. Svæðið er stórt og verkefnin einnig, starfsmennirnir á Suðurlandi eins og hjá stofnunni allri eiga mikið hrós fyrir að leggja sig alla fram og komast yfir það mikla álag sem nú ríkir. En eins og forstjórinn okkar sagði um daginn þá sjáum við vonandi í „land“ fljótlega og við trúum því og vonum að samfélagið okkar nái sér sem fyrst,“ segir Svava Júlía. Hún leggur áherslu á að að ef fyrirtæki ætla að segja starfsfólki sínu upp og láta það sækja um 100% atvinnuleysisbætur þá ber að virða uppsagnarfrestinn og greiða hann áður en starfsmaðurinn getur skráð sig í atvinnuleit. Árborg Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mýrdalshreppur Skaftárhreppur Vinnumarkaður Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Sjá meira
Í kjöfar Covid-19 þá er atvinnuleysi á Suðurlandi komið upp í 7,5% og reiknað er með að það fari upp í 12,9% í apríl. Í febrúar síðastliðinn var atvinnuleysi á svæðinu 3,6%. Alls hafa 1654 umsóknir borist um minnkað starfshlutfall frá 679 fyrirtækjum á svæðinu. Hlutfallið á milli kynjanna er tiltölulega jafnt eða 54 % karla og 46 % konur. „Ég myndi segja að fyrirtæki á Suðurlandi væru að bregðast rétt við og mjög gleðilegt að lang flest fyrirtæki eru að halda í ráðningarsambandið og nýta sér „minnkað starfshlutfall“ í stað þess að slíta ráðningarsambandinu við sitt starfsfólk,“ segir Svava Júlía Jónsdóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Suðurlandi. „Ástandið mæðir mest á minni sveitarfélögunum sem eiga nánast allt sitt undir ferðaþjónustu. Má þá nefna að í Mýrdalshreppi er áætlað að 31% atvinnuleysi verði í apríl og 20.6 % í Skaftárhreppi. Það segir sig sjálft að atvinnulífið er lamað miðað við það sem var á þessum stöðum og er það áhyggjuefni,“ segir Svava Júlía. 47% starfanna í atvinnuleysinu á Suðurlandi koma úr ferðaþjónustu, 19% úr frumvinnslu og iðnaði 13% úr verslun 13 % úr opinberri þjónustu og 7% úr ýmissi þjónustu.Mikið álag „Það er mikið álag hjá allri stofnuninni í heild. Mikil samstaða ríkir innan stofnunarinnar og býr hún yfir miklum mannauði, allir leggjast á eitt til að allt gangi sem best fyrir sig. Við erum með 3,6% stöðugildi á starfstöðinni á Suðurlandi og er svæðið okkar frá Lómagnúpi í austri til Hellisheiðarvirkjunar í vestri ásamt Vestmannaeyjum. Svæðið er stórt og verkefnin einnig, starfsmennirnir á Suðurlandi eins og hjá stofnunni allri eiga mikið hrós fyrir að leggja sig alla fram og komast yfir það mikla álag sem nú ríkir. En eins og forstjórinn okkar sagði um daginn þá sjáum við vonandi í „land“ fljótlega og við trúum því og vonum að samfélagið okkar nái sér sem fyrst,“ segir Svava Júlía. Hún leggur áherslu á að að ef fyrirtæki ætla að segja starfsfólki sínu upp og láta það sækja um 100% atvinnuleysisbætur þá ber að virða uppsagnarfrestinn og greiða hann áður en starfsmaðurinn getur skráð sig í atvinnuleit.
Árborg Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mýrdalshreppur Skaftárhreppur Vinnumarkaður Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Sjá meira