Yfirlögregluþjónn biðlar til fyrirtækja og einstaklinga að viðhafa ítrustu sóttvarnir Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Andri Eysteinsson skrifa 24. ágúst 2020 20:41 Rögnvaldur Ólafsson yfirlögregluþjónn. Stöð 2 Yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum biðlar til fyrirtækja og einstaklinga að viðhafa ítrustu sóttvarnir nú þegar allir eru að koma til vinnu eftir sumarfrí. Einstaklingur á áttræðisaldri hefur verið lagður inn á spítala með Covid-19 og meiri sóttvarnir á upplýsingafundi almannavarna í dag en áður. Yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir að nú þegar skólarnir séu að hefjast og fólk að snúa til vinnu sé afar mikilvægt að viðhafa ítrustu sóttvarnir. „Við höfum aðeins meiri áhyggjur af stöðunni núna því að skólarnir eru að byrja sem þýðir að vinnustaðirnir eru aftur að verða fullmannaðir. Fólk hefur kannski farið ansi víða í millitíðinni. Þetta gæti haft afleiðingar og það kæmi okkur ekki á óvart en við hvetjum fyrirtæki og stofnanir til að hafa þetta í huga gagnvart sinni starfsemi að ganga þannig frá að fyrirtæki missi minni hluta kjarnastarfseminnar ef upp koma smit,“ sagði Rögnvaldur Ólafsson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum. Lögregla þurfti kannaði aðstæður veitingahúsum og skemmtistöðum í miðborginni um helgina. Einhverjir staðir geta átt von á því að fá sektir. „Það voru gerðar skýrslur og verið er að vinna úr þeim hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Það var farið á fimmtíu staði og það voru gerðar fjórar skýrslur,“ sagði Rögnvaldur. Einstaklingur á áttræðisaldri liggur á sjúkrahúsi vegna veirusýkingarinnar en 31 árs karlmaður sem var um tíma á gjörgæslu vegna sjúkdómsins hefur verið útskrifaður. Frá því á fimmtudag hafa 30 ný innanlandssmit greinst og 480 bæst í hóp þeirra sem eru í sóttkví. 6 greindust síðasta sólarhring þarf af voru fimm manns í sóttkví. Tveir bíða eftir niðurstöðum úr mótefnamælingu eftir landamæraskimun. 919 eru nú í sóttkví og fjölgar þeim um 69 milli daga. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum biðlar til fyrirtækja og einstaklinga að viðhafa ítrustu sóttvarnir nú þegar allir eru að koma til vinnu eftir sumarfrí. Einstaklingur á áttræðisaldri hefur verið lagður inn á spítala með Covid-19 og meiri sóttvarnir á upplýsingafundi almannavarna í dag en áður. Yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir að nú þegar skólarnir séu að hefjast og fólk að snúa til vinnu sé afar mikilvægt að viðhafa ítrustu sóttvarnir. „Við höfum aðeins meiri áhyggjur af stöðunni núna því að skólarnir eru að byrja sem þýðir að vinnustaðirnir eru aftur að verða fullmannaðir. Fólk hefur kannski farið ansi víða í millitíðinni. Þetta gæti haft afleiðingar og það kæmi okkur ekki á óvart en við hvetjum fyrirtæki og stofnanir til að hafa þetta í huga gagnvart sinni starfsemi að ganga þannig frá að fyrirtæki missi minni hluta kjarnastarfseminnar ef upp koma smit,“ sagði Rögnvaldur Ólafsson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum. Lögregla þurfti kannaði aðstæður veitingahúsum og skemmtistöðum í miðborginni um helgina. Einhverjir staðir geta átt von á því að fá sektir. „Það voru gerðar skýrslur og verið er að vinna úr þeim hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Það var farið á fimmtíu staði og það voru gerðar fjórar skýrslur,“ sagði Rögnvaldur. Einstaklingur á áttræðisaldri liggur á sjúkrahúsi vegna veirusýkingarinnar en 31 árs karlmaður sem var um tíma á gjörgæslu vegna sjúkdómsins hefur verið útskrifaður. Frá því á fimmtudag hafa 30 ný innanlandssmit greinst og 480 bæst í hóp þeirra sem eru í sóttkví. 6 greindust síðasta sólarhring þarf af voru fimm manns í sóttkví. Tveir bíða eftir niðurstöðum úr mótefnamælingu eftir landamæraskimun. 919 eru nú í sóttkví og fjölgar þeim um 69 milli daga.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira