Nýstofnað stéttarfélag segist ranglega aðili að ASÍ og SGS Andri Eysteinsson skrifar 25. ágúst 2020 17:13 Bæði Drífa og Björn hafa hafnað því að Kópur sé aðili að ASÍ eða SGS. Vísir/Vilhelm Í fyrstu grein laga stéttarfélagsins Kóps segir að félagið sé aðili að Starfsgreinasambandi Íslands og Sjómannasambandi Íslands sem sé aðili að Alþýðusambandi Íslands. Í samtali við Fréttastofu segir Drífa Snædal formaður ASÍ að það sé rangt. Kópur eigi enga aðild að ASÍ og engin samskipti hafi verið á milli sambandsins og nýja stéttarfélagsins. Alþýðusambandið sendi frá sér tilkynningu fyrr í dag þar sem tekið var fram að Kópur væri ekki hluti sambandsins og væri ekki aðili að neinum kjarasamningum, VIRK, BJARGI, orlofssjóðum, fræðslusjóðum eða sjúkrasjóðum. „Félagar okkar sem fylgjast vel með pólskum síðum þar sem vinnumarkaðsmál eru rædd létu okkur vita af þessu og lýstu miklum áhyggjum af og óskuðu eftir því að við leiðréttum misskilning sem var kominn á flug þarna,“ segir Drífa Snædal formaður ASÍ í samtali við Vísi. ASÍ brást við með útgáfu yfirlýsingar á þremur tungumálum, íslensku, ensku og pólsku. „Það er alvarlegt mál þegar það er verið að blekkja fólk, verið að fæla fólk til þess að verða af réttindum sem að þau stéttarfélög sem eru innan ASÍ geta boðið upp á. Þetta nýja félag getur ekki boðið upp á þau réttindi,“ segir Drífa. Eins og áður segir er greint frá því að Kópur sé aðili að Starfsgreinasamband Íslands (SGS) og Sjómannasambandi Íslands og þannig aðili að ASÍ. „Þetta er hreinlega ekki rétt,“ segir Drífa og hafnar því að nokkur samskipti hafi verið á milli ASÍ og Kóps. Í samtali við fréttastofu í dag hafnaði Björn Snæbjörnsson, formaður SGS að Kópur sé aðili að sambandinu og segir einnig að engin samskipti hafi verið á milli SGS og Kóps. Í fréttatilkynningu SGS vegna málsins hvetur sambandið launafólk til „að vera á varðbergi gagnvart boðum sem þessum og passa upp á að afsala sér ekki réttindum og kjörum sem félagsmenn í verkalýðshreyfingunni hafa byggt upp og tryggt með baráttu undanfarna áratugi.“ Fyrirheit Kóps séu algerlega úr lausu lofti gripin og til þess fallin að blekkja fólk. „Fyrsta aðgerðin er aðkoma þessum upplýsingum til þeirra sem verið er að reyna að fá til þessa félags undir fölskum forsendum. Koma þessu til okkar pólskumælandi félaga sem virðast hafa verið markhópurinn í þessu. Síðan hugsum við málið áfram ef tilefni er til,“ segir Drífa um næstu skref ASÍ í málinu. Þá segir hún hafa fengið fréttir af því að einhverjir meðlimir ASÍ hafi flutt sig yfir til Kóps en á Facebook síðu Kóps er ferlið sagt auðvelt og hugsanlegir meðlimir hvattir til að dreifa síðunni á meðal Facebook vina sinna. Þá segir stjórnarformaður félagsins, Stanley Pétur Kowal, í færslu dagsettri 30. maí síðastliðinn að loks hafi verið hægt að stofna verkalýðsfélagið Kóp fyrir Pólverja og aðra. Loks væri hægt að vernda réttindi vinnandi fólks. Ekki náðist í Stanley Pétur Kowal, stjórnarformann stéttarfélagsins Kóps, við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fréttastofu. Kjaramál Vinnumarkaður Innflytjendamál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Sjá meira
Í fyrstu grein laga stéttarfélagsins Kóps segir að félagið sé aðili að Starfsgreinasambandi Íslands og Sjómannasambandi Íslands sem sé aðili að Alþýðusambandi Íslands. Í samtali við Fréttastofu segir Drífa Snædal formaður ASÍ að það sé rangt. Kópur eigi enga aðild að ASÍ og engin samskipti hafi verið á milli sambandsins og nýja stéttarfélagsins. Alþýðusambandið sendi frá sér tilkynningu fyrr í dag þar sem tekið var fram að Kópur væri ekki hluti sambandsins og væri ekki aðili að neinum kjarasamningum, VIRK, BJARGI, orlofssjóðum, fræðslusjóðum eða sjúkrasjóðum. „Félagar okkar sem fylgjast vel með pólskum síðum þar sem vinnumarkaðsmál eru rædd létu okkur vita af þessu og lýstu miklum áhyggjum af og óskuðu eftir því að við leiðréttum misskilning sem var kominn á flug þarna,“ segir Drífa Snædal formaður ASÍ í samtali við Vísi. ASÍ brást við með útgáfu yfirlýsingar á þremur tungumálum, íslensku, ensku og pólsku. „Það er alvarlegt mál þegar það er verið að blekkja fólk, verið að fæla fólk til þess að verða af réttindum sem að þau stéttarfélög sem eru innan ASÍ geta boðið upp á. Þetta nýja félag getur ekki boðið upp á þau réttindi,“ segir Drífa. Eins og áður segir er greint frá því að Kópur sé aðili að Starfsgreinasamband Íslands (SGS) og Sjómannasambandi Íslands og þannig aðili að ASÍ. „Þetta er hreinlega ekki rétt,“ segir Drífa og hafnar því að nokkur samskipti hafi verið á milli ASÍ og Kóps. Í samtali við fréttastofu í dag hafnaði Björn Snæbjörnsson, formaður SGS að Kópur sé aðili að sambandinu og segir einnig að engin samskipti hafi verið á milli SGS og Kóps. Í fréttatilkynningu SGS vegna málsins hvetur sambandið launafólk til „að vera á varðbergi gagnvart boðum sem þessum og passa upp á að afsala sér ekki réttindum og kjörum sem félagsmenn í verkalýðshreyfingunni hafa byggt upp og tryggt með baráttu undanfarna áratugi.“ Fyrirheit Kóps séu algerlega úr lausu lofti gripin og til þess fallin að blekkja fólk. „Fyrsta aðgerðin er aðkoma þessum upplýsingum til þeirra sem verið er að reyna að fá til þessa félags undir fölskum forsendum. Koma þessu til okkar pólskumælandi félaga sem virðast hafa verið markhópurinn í þessu. Síðan hugsum við málið áfram ef tilefni er til,“ segir Drífa um næstu skref ASÍ í málinu. Þá segir hún hafa fengið fréttir af því að einhverjir meðlimir ASÍ hafi flutt sig yfir til Kóps en á Facebook síðu Kóps er ferlið sagt auðvelt og hugsanlegir meðlimir hvattir til að dreifa síðunni á meðal Facebook vina sinna. Þá segir stjórnarformaður félagsins, Stanley Pétur Kowal, í færslu dagsettri 30. maí síðastliðinn að loks hafi verið hægt að stofna verkalýðsfélagið Kóp fyrir Pólverja og aðra. Loks væri hægt að vernda réttindi vinnandi fólks. Ekki náðist í Stanley Pétur Kowal, stjórnarformann stéttarfélagsins Kóps, við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fréttastofu.
Kjaramál Vinnumarkaður Innflytjendamál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Sjá meira