Öllum þremur leikjum kvöldsins sem áttu að fara fram í úrslitakeppni NBA körfuboltanum hefur nú verið frestað.
Þetta var staðfest nú rétt í þessu en hinn virti blaðamaður, Adrian Wojnarowski, greinir frá þessu á Twitter-síðu sinni.
Ákvörðunin var tekin eftir að Milwaukee Bucks mætti ekki til leiks gegn Orlando Magic til þess að styðja við réttindabaráttu svartra.
All games are postponed, and Game 5 of each series will be rescheduled, NBA says.
— Adrian Wojnarowski (@wojespn) August 26, 2020
Woj, eins og hann er oftast kallaður, segir að deildin sjálf og eigendur félaganna hafi ekki búist við þessu frá leikmönnunum og fyrir einungis klukkutíma síðan var útlit fyrir að allir leikirnir færu fram.
Nú er staðan hins vegar orðin allt önnur og verður fróðlegt að fylgjast með því sem koma skal í úrslitakeppninni í Disney-landi.
Fundnar verða nýjar dagsetningar fyrir fimmtu leikina í einvígunum sem áttu að fara fram í kvöld en það eru viðureignir Milwaukee og Orlando, Portland og Lakers og Oklahoma og Houston.
The NBA, owners and front offices didn't see this wave of player boycotts coming today. Hours ago, they all expected to be playing these games tonight. This is a pivot point for the NBA and professional sports in North America.
— Adrian Wojnarowski (@wojespn) August 26, 2020