Umfjöllun og viðtöl: Valur - HK 1-0 | Valur jók forystuna Árni Jóhannsson skrifar 30. ágúst 2020 21:30 Valsmenn eru á toppnum. VÍSIR/DANÍEL Valur og HK áttust við í 15. umferð Pepsi Max deildarinnar í knattspyrnu fyrr í kvöld á Hlíðarenda. Valsmenn voru í séns að ná sér í forskot upp á allavega tvo leiki á toppi deildarinnar sem þeir og gerðu. Leikurinn endaði 1-0 fyrir Val eftir leik sem var lengstan hluta ekki mikið fyrir augað. Veður setti sannarlega strik í reikninginn en það var haustbragur á því í dag. HK spilaði á móti vind í fyrri hálfleik og með honum í seinni. Þeir náðu að komast inn í hálfleik í 0-0 stöðu og eygðu því von um að sækja hratt á Valsmenn en náðu ekki að gera sér mat úr því. Að sama skapi átti Valur erfitt með að gera sér mat úr stöðum sem þeir komust í. Á 71. mínútu náðu Valsmenn þó ða nýta eitt færa sinna þegar Aron Bjarnason komst inn að miðjum teig HK og lét hann skot ríða af með vinstri færi. Arnar Freyr Ólafsson varði vel skotið en boltinn barst þaðan út í teig á líklega eina manninn sem HK vildi ekki að boltinn myndi berast á. Patrick Pedersen. Hann þakkaði pent fyrir og potaði boltanum yfir línuna og kom heimamönnum í forystu. HK reyndu eins og þeir gátu að jafna leikinn en Valsmenn sigldu sigrinum heim af mikilli fagmennsku. Ólafur Örn Eyjólfsson fékk mjög hættulegt færi þó þar sem skot hans smeyg framhjá fjærstönginni í uppbótartíma. HK hefði þegið jöfnunarmarkið og eru líklega hundsvekktir með það að fá ekkert út úr þessum leik þar sem þeir höfðu verið mjög skipulagðir í sínum varnarleik og gert Valsmönnum erfitt fyrir að skora mark. Afhverju vann Valur? Valur vann leikinn á því einu saman að hafa nýtt eitt færi. Bæði lið komust í álitlegar stöður á mismunandi tímum í leiknum en fóru illa með þær og ef með hefðu haft takkaskóna rétt reimaða á þá hefðum við örugglega getað fengið markaleik. Eitt mark var nóg í dag fyrir Val og þeir himinlifandi með þrjú stig og að hafa haldið hreinu. Hvað gekk illa? Það sem við getum tekið út úr þessum leik að hafi gengið illa er að bæði lið nýttu sóknir sínar mjög illa. Veðrið var kannski að stríða þeim en of markar úrslitasendingar rötuðu ekki á menn, skot fóru hátt og langt framhjá og varnarmenn beggja liða geta verið sáttir við sín dagsverk. Bestir á vellinum? Patrick Pedersen fær nafnbótina bestur á vellinum enda var hann örlagavaldur í dag. Hann átti fínan leik annars en einnig voru Sigurður Egill og Lasse Petry áberandi ásamt Valgeiri Lundal og varnarlínu heimamanna. Arnar Freyr Ólafsson í marki gestanna var virkilega góður í dag en hann hafði meira að gera af markvörðum liðanna. Þá átti varnarlína HK fínan dag ásamt Ólafi Eyjólfssyni og Birni Snæ. Hvað gerist næst? Landsleikjahlé. Blessað landsleikjahlé. Næstu leikir liðanna eru 13. september nk. en þá tekur HK á móti ÍA og Valur á móti Víking. Valsmenn eru á toppi deildarinnar með 28 stig og hafa sex stiga forskot á Fylki sem hafa komið sér upp í annað sætið. Þetta er farið að líta virkilega vel út fyrir Valsmenn. Hannes Þór Halldórsson.VÍSIR/BÁRA Hannes: Þetta var ákvörðun þjálfaranna „Mér finnst þetta skemmtilegustu sigrarnir, fyrir mig sem markmaður. Barnings sigur, 1-0, skíta aðstæður og allt ógeðslega erfitt“ sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður Vals eftir 1-0 sigurinn á HK í kvöld. „Það var mikið sparkað inn í boxið hjá okkur undir lokin og mikill léttir þegar þetta var flautað af. Þetta var karakters sigur hjá okkur, við erum að landa sigrum núna í öllum regnbogans litum. Við þurftum að skora fimm mörk í síðasta leik til að vinna þann leik þegar við, vörnin og ég áttum off dag,“ sagði Hannes sem vitnar þá í 4-5 sigur Vals á KR í síðasta leik. HK sótti grimmt undir lok leiks og sköpuðu hættu inn í teignum hjá Hannesi sem sagði að það hafi aðeins reynt á þá á loka mínútunum. „Það gerist alltaf sjálfkrafa að liðið sem er undir fer að sækja meira. Þá bara skelltum við í lás og vorum þéttir, það féll líka aðeins með okkur.“ Hannes hélt hreinu í dag og gerir það vonandi í næsta leik líka en sá leikur er á Laugardalsvelli þegar Ísland mætir Englandi. „Nú er bara að snúa sér að því verkefni, ég hef ekki pælt mikið í því hingað til en stór og mikill leikur. Það verður gaman að takast á við þetta verkefni.“ Valur krafðist þess að fá frestun á leikjunum eftir landsleikjahlé ef Hannes Þór færi til Belgíu svo sameiginleg niðurstaða var sú að hann færi ekki með landsliðinu í síðari leikinn gegn Belgíu ytra. Hannes virðir þessa ákvörðun. „Auðvitað hefði verið gaman að fara til Belgíu og spila. Þetta var bara ákvörðun sem var tekin milli þjálfaranna hér og landsliðsþjálfara og kannski er þetta bara skynsamlegasta niðurstaðan,“ sagði Hannes Þór að lokum. Patrick Pedersen afgreiddi HK í kvöld.VÍSIR/DANÍEL Viktor Bjarki: Pedersen er gammur og tekur það sem honum býðst „Þetta var hörkuleikur, jafn og örugglega skemmtilegur að horfa á þótt það hafi ekki verið mikið af mörkum“ sagði Viktor Bjarki Arnarsson, aðstoðaþjálfari HK sem mætti í viðtöl eftir 1-0 tap gegn Val á Hlíðarenda eftir að Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari liðsins, fékk að líta rauða spjaldið. „Við getum verið hvað svekktastir með það að hafa ekki verið vakandi þegar Pedersen er í boxinu og tekur frákastið. Hann er gammur og tekur það sem honum býðst“ „Við lokuðum betur á þá í fyrri en í seinni hálfleik. Þeir náðu ekki sínu spili í fyrri en þeir náðu að ýta okkur neðar í seinni og þá kom markið. Við áttum hættuleg færi eftir fyrirgjafir frá Þórði en það vantaði bara áræðni frá okkur í boxinu“ Brynjar Björn fékk, eins og áður sagði, rautt spjald undir lok leiks. Fyrst fékk hann gult spjald fyrir kjaft og strax mínútu seinna kom annað gult spjald og rauða spjaldið svo eitthvað hefur hann náð að segja en Viktor Bjarki gat ekki haft þau orð eftir „Ég bara heyrði ekki hvað hann sagði, hann var eitthvað að tala við aðstoðadómarann og svo kom spjaldið“ sagði Viktor Bjarki stóð fastur á því að hafa ekkert heyrt og gat hann því ekki tjáð sig um þetta rauða spjald. Heimir Guðjónsson tók við Val í haust eftir tvö ár í Færeyjum.vísir/s2s Heimir: Ef við gleymum okkur í gleðinni þá er voðinn vís „Heilt yfir er ég ánægður með frammistöðu strákanna, við áttum alveg að vinna þennan leik,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals. „HK liðið var hrikalega gott, fannst mér. Við lentum í vandræðum með fremstu menn hjá þeim, lentum í vandræðum með fyrirgjafirnar þeirra. Þeir eru hrikalega duglegir svo við erum bara sáttir með að hafa haldið markinu hreinu.“ „Fótboltinn út á vellinum var ágætur á köflum en svona þegar það kom að síðasta þriðjung hefðum við mátt vanda okkur meira. Við fengum engu að síður ágætis möguleika og við héldum markinu hreinu, það er jákvætt.“ Valsmenn fara inní landsleikjahlé á toppi Pepsí max deildarinnar. Heimir er ánægður með stöðuna á liðinu en gerir sér grein fyrir því að það er nóg eftir. „Það vilja allir vera á toppnum en það má ekki gleyma sér. Það er stutt á milli í fótbolta og ef við gleymum okkur í gleðinni þá er voðinn vís“ sagði Heimir að lokum. Pepsi Max-deild karla Valur HK
Valur og HK áttust við í 15. umferð Pepsi Max deildarinnar í knattspyrnu fyrr í kvöld á Hlíðarenda. Valsmenn voru í séns að ná sér í forskot upp á allavega tvo leiki á toppi deildarinnar sem þeir og gerðu. Leikurinn endaði 1-0 fyrir Val eftir leik sem var lengstan hluta ekki mikið fyrir augað. Veður setti sannarlega strik í reikninginn en það var haustbragur á því í dag. HK spilaði á móti vind í fyrri hálfleik og með honum í seinni. Þeir náðu að komast inn í hálfleik í 0-0 stöðu og eygðu því von um að sækja hratt á Valsmenn en náðu ekki að gera sér mat úr því. Að sama skapi átti Valur erfitt með að gera sér mat úr stöðum sem þeir komust í. Á 71. mínútu náðu Valsmenn þó ða nýta eitt færa sinna þegar Aron Bjarnason komst inn að miðjum teig HK og lét hann skot ríða af með vinstri færi. Arnar Freyr Ólafsson varði vel skotið en boltinn barst þaðan út í teig á líklega eina manninn sem HK vildi ekki að boltinn myndi berast á. Patrick Pedersen. Hann þakkaði pent fyrir og potaði boltanum yfir línuna og kom heimamönnum í forystu. HK reyndu eins og þeir gátu að jafna leikinn en Valsmenn sigldu sigrinum heim af mikilli fagmennsku. Ólafur Örn Eyjólfsson fékk mjög hættulegt færi þó þar sem skot hans smeyg framhjá fjærstönginni í uppbótartíma. HK hefði þegið jöfnunarmarkið og eru líklega hundsvekktir með það að fá ekkert út úr þessum leik þar sem þeir höfðu verið mjög skipulagðir í sínum varnarleik og gert Valsmönnum erfitt fyrir að skora mark. Afhverju vann Valur? Valur vann leikinn á því einu saman að hafa nýtt eitt færi. Bæði lið komust í álitlegar stöður á mismunandi tímum í leiknum en fóru illa með þær og ef með hefðu haft takkaskóna rétt reimaða á þá hefðum við örugglega getað fengið markaleik. Eitt mark var nóg í dag fyrir Val og þeir himinlifandi með þrjú stig og að hafa haldið hreinu. Hvað gekk illa? Það sem við getum tekið út úr þessum leik að hafi gengið illa er að bæði lið nýttu sóknir sínar mjög illa. Veðrið var kannski að stríða þeim en of markar úrslitasendingar rötuðu ekki á menn, skot fóru hátt og langt framhjá og varnarmenn beggja liða geta verið sáttir við sín dagsverk. Bestir á vellinum? Patrick Pedersen fær nafnbótina bestur á vellinum enda var hann örlagavaldur í dag. Hann átti fínan leik annars en einnig voru Sigurður Egill og Lasse Petry áberandi ásamt Valgeiri Lundal og varnarlínu heimamanna. Arnar Freyr Ólafsson í marki gestanna var virkilega góður í dag en hann hafði meira að gera af markvörðum liðanna. Þá átti varnarlína HK fínan dag ásamt Ólafi Eyjólfssyni og Birni Snæ. Hvað gerist næst? Landsleikjahlé. Blessað landsleikjahlé. Næstu leikir liðanna eru 13. september nk. en þá tekur HK á móti ÍA og Valur á móti Víking. Valsmenn eru á toppi deildarinnar með 28 stig og hafa sex stiga forskot á Fylki sem hafa komið sér upp í annað sætið. Þetta er farið að líta virkilega vel út fyrir Valsmenn. Hannes Þór Halldórsson.VÍSIR/BÁRA Hannes: Þetta var ákvörðun þjálfaranna „Mér finnst þetta skemmtilegustu sigrarnir, fyrir mig sem markmaður. Barnings sigur, 1-0, skíta aðstæður og allt ógeðslega erfitt“ sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður Vals eftir 1-0 sigurinn á HK í kvöld. „Það var mikið sparkað inn í boxið hjá okkur undir lokin og mikill léttir þegar þetta var flautað af. Þetta var karakters sigur hjá okkur, við erum að landa sigrum núna í öllum regnbogans litum. Við þurftum að skora fimm mörk í síðasta leik til að vinna þann leik þegar við, vörnin og ég áttum off dag,“ sagði Hannes sem vitnar þá í 4-5 sigur Vals á KR í síðasta leik. HK sótti grimmt undir lok leiks og sköpuðu hættu inn í teignum hjá Hannesi sem sagði að það hafi aðeins reynt á þá á loka mínútunum. „Það gerist alltaf sjálfkrafa að liðið sem er undir fer að sækja meira. Þá bara skelltum við í lás og vorum þéttir, það féll líka aðeins með okkur.“ Hannes hélt hreinu í dag og gerir það vonandi í næsta leik líka en sá leikur er á Laugardalsvelli þegar Ísland mætir Englandi. „Nú er bara að snúa sér að því verkefni, ég hef ekki pælt mikið í því hingað til en stór og mikill leikur. Það verður gaman að takast á við þetta verkefni.“ Valur krafðist þess að fá frestun á leikjunum eftir landsleikjahlé ef Hannes Þór færi til Belgíu svo sameiginleg niðurstaða var sú að hann færi ekki með landsliðinu í síðari leikinn gegn Belgíu ytra. Hannes virðir þessa ákvörðun. „Auðvitað hefði verið gaman að fara til Belgíu og spila. Þetta var bara ákvörðun sem var tekin milli þjálfaranna hér og landsliðsþjálfara og kannski er þetta bara skynsamlegasta niðurstaðan,“ sagði Hannes Þór að lokum. Patrick Pedersen afgreiddi HK í kvöld.VÍSIR/DANÍEL Viktor Bjarki: Pedersen er gammur og tekur það sem honum býðst „Þetta var hörkuleikur, jafn og örugglega skemmtilegur að horfa á þótt það hafi ekki verið mikið af mörkum“ sagði Viktor Bjarki Arnarsson, aðstoðaþjálfari HK sem mætti í viðtöl eftir 1-0 tap gegn Val á Hlíðarenda eftir að Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari liðsins, fékk að líta rauða spjaldið. „Við getum verið hvað svekktastir með það að hafa ekki verið vakandi þegar Pedersen er í boxinu og tekur frákastið. Hann er gammur og tekur það sem honum býðst“ „Við lokuðum betur á þá í fyrri en í seinni hálfleik. Þeir náðu ekki sínu spili í fyrri en þeir náðu að ýta okkur neðar í seinni og þá kom markið. Við áttum hættuleg færi eftir fyrirgjafir frá Þórði en það vantaði bara áræðni frá okkur í boxinu“ Brynjar Björn fékk, eins og áður sagði, rautt spjald undir lok leiks. Fyrst fékk hann gult spjald fyrir kjaft og strax mínútu seinna kom annað gult spjald og rauða spjaldið svo eitthvað hefur hann náð að segja en Viktor Bjarki gat ekki haft þau orð eftir „Ég bara heyrði ekki hvað hann sagði, hann var eitthvað að tala við aðstoðadómarann og svo kom spjaldið“ sagði Viktor Bjarki stóð fastur á því að hafa ekkert heyrt og gat hann því ekki tjáð sig um þetta rauða spjald. Heimir Guðjónsson tók við Val í haust eftir tvö ár í Færeyjum.vísir/s2s Heimir: Ef við gleymum okkur í gleðinni þá er voðinn vís „Heilt yfir er ég ánægður með frammistöðu strákanna, við áttum alveg að vinna þennan leik,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals. „HK liðið var hrikalega gott, fannst mér. Við lentum í vandræðum með fremstu menn hjá þeim, lentum í vandræðum með fyrirgjafirnar þeirra. Þeir eru hrikalega duglegir svo við erum bara sáttir með að hafa haldið markinu hreinu.“ „Fótboltinn út á vellinum var ágætur á köflum en svona þegar það kom að síðasta þriðjung hefðum við mátt vanda okkur meira. Við fengum engu að síður ágætis möguleika og við héldum markinu hreinu, það er jákvætt.“ Valsmenn fara inní landsleikjahlé á toppi Pepsí max deildarinnar. Heimir er ánægður með stöðuna á liðinu en gerir sér grein fyrir því að það er nóg eftir. „Það vilja allir vera á toppnum en það má ekki gleyma sér. Það er stutt á milli í fótbolta og ef við gleymum okkur í gleðinni þá er voðinn vís“ sagði Heimir að lokum.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti