Ekki þurfi að grípa til jafn harkalegra vaxtahækkana með fjölgun óverðtryggðra lána Birgir Olgeirsson skrifar 28. ágúst 2020 18:41 Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka Með fjölgun óverðtryggðra lána á Seðlabankinn ekki að þurfa að hækka stýrivexti eins harkalega og áður til að bregðast við þenslu og verðbólgu að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Varaseðlabankanstjóri hefur varað við því að greiðslur af húsnæðislánum gætu hækkað verulega ef stýrivextir Seðlabankans þokast aftur upp á við. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir að þó áhætta fylgi óverðtryggðum lánum þá hafi þau ótvíræða kosti. Stýrivextir Seðlabankans hafi áður fyrr virkað seint og illa á heimilin en í ár hafði stýrivaxtalækkun strax jákvæð áhrif á íbúðamarkaðinn og einkaneyslu. „Seðlabanki Íslands hefur löngum strítt við það að geta aðeins með óbeinum hætti og til lengri tíma haft áhrif á ráðstöfunartekjur heimilanna og stýrivextir hafa virkað miklu fyrr og með skarpari hætti á fyrirtækin. Nú er aðgangur Seðlabankans að ráðstöfunartekjum heimilanna orðið miklu beinni. Við höfum séð að stýrivaxtalækkunin er að hafa jákvæð áhrif á íbúðamarkaðinn og einkaneyslu með því að heimilin hafa getað endurfjármagnað íbúðalánin sín á þessum fljótandi vöxtum. Það þýðir líka að ef Seðlabankinn vill stíga á bremsuna ef verðbóla eykst og þensla myndast í hagkerfinu, þarf minni vaxtahækkun til að slá töluvert á einkaneysluna og íbúðamarkaðinn,“ segir Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Á uppgangsárunum fyrir hrun reyndi Seðlabankinn að slá á þennsluna með vaxtahækkunum yfir tveggja stafa tölu. Þær höfðu ekki áhrif á heimilin því þau fjármögnuðu sig ekki á sömu vöxtum. „Við höfum skýr dæmi um það á útrásarárunum þegar Seðlabankinn var að reyna að halda aftur af verðbólgu og þennslu. Það gekk ekki sérlega vel. Þau voru komin með vexti í tveggja stafa tölu. Það sá ekki högg á vatni, sérstaklega í tilfelli heimilanna. Þau voru ekki að fjármagna sig á vöxtum sem voru beintengdir þessum stýrivöxtum. Helstu áhrif stýrivaxtahækkunarinnar voru að styrkja gengið sem jók kaupmátt heimilanna verulega,“ segir Jón Bjarki. Á meðan gátu aðrir seðlabankar í löndunum í kringum okkur haft áhrif á þenslu með mun hóflegri hækkun. „Þannig að við þyrftum væntanlega mun minni sveiflur í vaxtastig Seðlabankans til að hafa veruleg áhrif á heimilin.“ Íslendingar hafa í síauknum mæli sótt í óverðtryggða vexti meðfram lækkun stýrivaxta. Á meðan hlutur óverðtryggðra lána eykst svo mikið verður peningamálastjórnunin það virk að ekki þarf að hreyfa vextina eins mikið að mati Jóns Bjarka. „Þegar nógu stór hluti af lánum í hagkerfinu er kominn í fjármögnun sem er svona vel tengd við stýrivextina, þá verður peningamálastjórnunin það virk að það þarf ekki að hreyfa vextina eins mikið. Áhættan er kannski fyrst og fremst á meðan aðeins hluti heimila og fyrirtækja verður fyrir umtalsverðum áhrifum og þarf í rauninni að slá ennþá meira á fjárhag þeirra aðila til að hafa áhrif á hagkerfið í heild,“ segir Jón Bjarki. Þegar kemur að því að taka húsnæðislán segir Jón Bjarki að miða þurfi við þá þumalputtareglu að annarsvegar dreifa áhættu og hins vegar að hafa góða yfirsýn yfir það svigrúm sem viðkomandi hefur bæði varðandi að höfuðstóllinn taki breytingum, sem fólk er útsettara fyrir ef fólk tekur verðtryggð lán, og hins vegar ef greiðslubyrðin breytist sem óverðtryggðu fljótandi lánin hafa í för með sér. Seðlabankinn Húsnæðismál Efnahagsmál Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Með fjölgun óverðtryggðra lána á Seðlabankinn ekki að þurfa að hækka stýrivexti eins harkalega og áður til að bregðast við þenslu og verðbólgu að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Varaseðlabankanstjóri hefur varað við því að greiðslur af húsnæðislánum gætu hækkað verulega ef stýrivextir Seðlabankans þokast aftur upp á við. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir að þó áhætta fylgi óverðtryggðum lánum þá hafi þau ótvíræða kosti. Stýrivextir Seðlabankans hafi áður fyrr virkað seint og illa á heimilin en í ár hafði stýrivaxtalækkun strax jákvæð áhrif á íbúðamarkaðinn og einkaneyslu. „Seðlabanki Íslands hefur löngum strítt við það að geta aðeins með óbeinum hætti og til lengri tíma haft áhrif á ráðstöfunartekjur heimilanna og stýrivextir hafa virkað miklu fyrr og með skarpari hætti á fyrirtækin. Nú er aðgangur Seðlabankans að ráðstöfunartekjum heimilanna orðið miklu beinni. Við höfum séð að stýrivaxtalækkunin er að hafa jákvæð áhrif á íbúðamarkaðinn og einkaneyslu með því að heimilin hafa getað endurfjármagnað íbúðalánin sín á þessum fljótandi vöxtum. Það þýðir líka að ef Seðlabankinn vill stíga á bremsuna ef verðbóla eykst og þensla myndast í hagkerfinu, þarf minni vaxtahækkun til að slá töluvert á einkaneysluna og íbúðamarkaðinn,“ segir Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Á uppgangsárunum fyrir hrun reyndi Seðlabankinn að slá á þennsluna með vaxtahækkunum yfir tveggja stafa tölu. Þær höfðu ekki áhrif á heimilin því þau fjármögnuðu sig ekki á sömu vöxtum. „Við höfum skýr dæmi um það á útrásarárunum þegar Seðlabankinn var að reyna að halda aftur af verðbólgu og þennslu. Það gekk ekki sérlega vel. Þau voru komin með vexti í tveggja stafa tölu. Það sá ekki högg á vatni, sérstaklega í tilfelli heimilanna. Þau voru ekki að fjármagna sig á vöxtum sem voru beintengdir þessum stýrivöxtum. Helstu áhrif stýrivaxtahækkunarinnar voru að styrkja gengið sem jók kaupmátt heimilanna verulega,“ segir Jón Bjarki. Á meðan gátu aðrir seðlabankar í löndunum í kringum okkur haft áhrif á þenslu með mun hóflegri hækkun. „Þannig að við þyrftum væntanlega mun minni sveiflur í vaxtastig Seðlabankans til að hafa veruleg áhrif á heimilin.“ Íslendingar hafa í síauknum mæli sótt í óverðtryggða vexti meðfram lækkun stýrivaxta. Á meðan hlutur óverðtryggðra lána eykst svo mikið verður peningamálastjórnunin það virk að ekki þarf að hreyfa vextina eins mikið að mati Jóns Bjarka. „Þegar nógu stór hluti af lánum í hagkerfinu er kominn í fjármögnun sem er svona vel tengd við stýrivextina, þá verður peningamálastjórnunin það virk að það þarf ekki að hreyfa vextina eins mikið. Áhættan er kannski fyrst og fremst á meðan aðeins hluti heimila og fyrirtækja verður fyrir umtalsverðum áhrifum og þarf í rauninni að slá ennþá meira á fjárhag þeirra aðila til að hafa áhrif á hagkerfið í heild,“ segir Jón Bjarki. Þegar kemur að því að taka húsnæðislán segir Jón Bjarki að miða þurfi við þá þumalputtareglu að annarsvegar dreifa áhættu og hins vegar að hafa góða yfirsýn yfir það svigrúm sem viðkomandi hefur bæði varðandi að höfuðstóllinn taki breytingum, sem fólk er útsettara fyrir ef fólk tekur verðtryggð lán, og hins vegar ef greiðslubyrðin breytist sem óverðtryggðu fljótandi lánin hafa í för með sér.
Seðlabankinn Húsnæðismál Efnahagsmál Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira