Trump ætlar til Kenosha á þriðjudaginn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. ágúst 2020 09:40 Donald Trump er forseti Bandaríkjanna. AP/Alex Brandon Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stefnir á það að ferðast til Kenosha í Wisconsin-ríki Bandaríkjanna þar sem mikil mótmæli blossuðu upp eftir að lögregla skaut Jacob Blake sjö sinnum í bakið. Ferðin er á dagskrá næstkomandi þriðjudag og segir í frétt BBC að Trump ætli sér að hitta lögregluyfirvöld í bænum „og meta skaðann vegna nýlegra óeirða“ líkt og talsmaður Hvíta hússins kemst að orði. Blake var skotinn eftir að hann lenti í stympingum við lögregluþjóna Kenosha. Lögreglan hefur gefið út að útkall hafi borist vegna heimiliserja en Blake var skotinn minna en þremur mínútum eftir að lögregluþjóna bar að garði. Lögregluyfirvöld hafa verið harðlega gagnrýnd vegna málsins. Síðan þá hafa mótmæli farið fram daglega í Kenosha og hafa þau snúist upp í óeirðir. Á þriðjudagskvöldið voru tveir mótmælendur skotnir til bana af 17 ára dreng sem var vopnaður hálfsjálfvirkum riffli. Sá hafði komið til borgarinnar ásamt öðrum vopnuðum hægri sinnuðum mönnum til að verja fyrirtæki frá mótmælendum, að þeirra eigin sögn. Ekki víst hvort að Trump heimsæki Blake og fjölskyldu hans Í frétt BBC segir að talsmaður Hvíta hússins geti ekki staðfest að til standi að hitta Blake eða fjölskyldu hans á meðan á heimsókn Trump stendur. Trump hefur hingað til lítið tjá sig um ástand mála í Kenosha, annað en það að honum hafi ekki líkað þær fregnir sem bárust af því að lögregluþjónn hafi skotið Blake. Stjórnmálaskýrendur ytra hafa bent á að Trump ætli sér að leggja áherslu á lög og reglur sé virtar í samfélaginu í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar í haust. Kenosha er sem fyrr segir í Wisconsin sem hefur á undanförnum árum verið eitt af lykilríkjunum í forsetakosningunum. Barack Obama bar sigur úr býtum í kosningunum 2008 og 2012. Ríkið sveiflaðist hins vegar naumlega til Repúblikana í síðustu kosningum, en þar hlaut Trump aðeins 20 þúsund fleiri atkvæði en mótframbjóðandi hans, Hillary Clinton. Talið er líklegt að aftur verði mjótt á mununum í kosningunum í haust, en Joe Biden, frambjóðandi Demókrata nýtur nokkura prósentustiga forskots í Wisconsin samkvæmt skoðanakönnunum. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stefnir á það að ferðast til Kenosha í Wisconsin-ríki Bandaríkjanna þar sem mikil mótmæli blossuðu upp eftir að lögregla skaut Jacob Blake sjö sinnum í bakið. Ferðin er á dagskrá næstkomandi þriðjudag og segir í frétt BBC að Trump ætli sér að hitta lögregluyfirvöld í bænum „og meta skaðann vegna nýlegra óeirða“ líkt og talsmaður Hvíta hússins kemst að orði. Blake var skotinn eftir að hann lenti í stympingum við lögregluþjóna Kenosha. Lögreglan hefur gefið út að útkall hafi borist vegna heimiliserja en Blake var skotinn minna en þremur mínútum eftir að lögregluþjóna bar að garði. Lögregluyfirvöld hafa verið harðlega gagnrýnd vegna málsins. Síðan þá hafa mótmæli farið fram daglega í Kenosha og hafa þau snúist upp í óeirðir. Á þriðjudagskvöldið voru tveir mótmælendur skotnir til bana af 17 ára dreng sem var vopnaður hálfsjálfvirkum riffli. Sá hafði komið til borgarinnar ásamt öðrum vopnuðum hægri sinnuðum mönnum til að verja fyrirtæki frá mótmælendum, að þeirra eigin sögn. Ekki víst hvort að Trump heimsæki Blake og fjölskyldu hans Í frétt BBC segir að talsmaður Hvíta hússins geti ekki staðfest að til standi að hitta Blake eða fjölskyldu hans á meðan á heimsókn Trump stendur. Trump hefur hingað til lítið tjá sig um ástand mála í Kenosha, annað en það að honum hafi ekki líkað þær fregnir sem bárust af því að lögregluþjónn hafi skotið Blake. Stjórnmálaskýrendur ytra hafa bent á að Trump ætli sér að leggja áherslu á lög og reglur sé virtar í samfélaginu í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar í haust. Kenosha er sem fyrr segir í Wisconsin sem hefur á undanförnum árum verið eitt af lykilríkjunum í forsetakosningunum. Barack Obama bar sigur úr býtum í kosningunum 2008 og 2012. Ríkið sveiflaðist hins vegar naumlega til Repúblikana í síðustu kosningum, en þar hlaut Trump aðeins 20 þúsund fleiri atkvæði en mótframbjóðandi hans, Hillary Clinton. Talið er líklegt að aftur verði mjótt á mununum í kosningunum í haust, en Joe Biden, frambjóðandi Demókrata nýtur nokkura prósentustiga forskots í Wisconsin samkvæmt skoðanakönnunum.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira