Í liði með Icelandair eða samkeppni í flugi? Ólafur Stephensen skrifar 2. september 2020 14:30 Undanfarið hálft ár hefur verið óvenjulegur tími. Heimsfaraldur COVID-19 veirunnar hefur valdið íslenzku atvinnulífi miklum búsifjum og kreppan er dýpri en við höfum áður upplifað. Við þessar aðstæður hafa stjórnvöld þurft að grípa til margs konar óvenjulegra en nauðsynlegra aðgerða til stuðnings atvinnulífinu. Félag atvinnurekenda hefur frá því snemma í faraldrinum vakið athygli á þeirri hættu að bæði kreppan sjálf og aðgerðir stjórnvalda vinni gegn heilbrigðri samkeppni í atvinnulífinu. FA hefur hvatt stjórnvöld til að gæta þess í hvívetna að tryggja virka samkeppni, styrkja samkeppnislöggjöfina og gæta að hagsmunum minni og meðalstórra fyrirtækja, sem standa oft höllum fæti í samkeppni við stóra keppinauta. Stjórnvöld hafa í sumum tilvikum haft augun á því markmiði að tryggja heilbrigt samkeppnisumhverfi þegar þau hafa lagt upp stuðningsaðgerðir við atvinnulífið en í öðrum málum hefur tekizt hörmulega til, eins og þegar endurmenntunardeildir háskólanna fengu ríkisstyrk til að niðurgreiða um tugi þúsunda námskeið, sem haldin eru í beinni samkeppni við námsframboð einkarekinna fræðslufyrirtækja. FA hefur í því máli reynt að halda ríkisvaldinu við efnið og kvartað bæði til Eftirlitsstofnunar EFTA og Samkeppniseftirlitsins. Samkeppnisvinkillinn gleymdist Samkeppni er mikilvæg á öllum mörkuðum. Reynsla undanfarinna ára hefur sýnt glögglega hversu mikilvægt það er að öflug, innlend fyrirtæki keppi við Icelandair. Hagsbætur neytenda í formi meira framboðs og lægri fargjalda vegna samkeppni Iceland Express og síðar WOW Air við Icelandair eru ómældar – og án nokkurs vafa hefur það líka haldið Icelandair á tánum og bætt rekstur félagsins að eiga öfluga innlenda keppinauta. Það kom því á óvart að sjá að við samningu frumvarps um veitingu ríkisábyrgðar upp á 15 milljarða króna til Icelandair Group hf. virðist hafa gleymzt að horfa til þess hvernig eigi að tryggja áfram virka samkeppni í millilandaflugi frá Íslandi. Ríkisvaldið, stofnanir þess og fyrirtæki hafa, þrátt fyrir augljóst gildi samkeppni í millilandaflugi, iðulega verið í liði með Icelandair fremur en samkeppninni. Það kostaði þannig mikla baráttu að tryggja jafnræði í úthlutun afgreiðslutíma fyrir flugfélög á Keflavíkurflugvelli. Það þurfti líka langan slag við ríkið til að fá það til að fara að lögum og bjóða út eigin kaup á flugfarmiðum, í stað þess að ríkisstarfsmenn flygju aðallega með Icelandair og styngju vildarpunktunum í eigin vasa. Það að veita yfirhöfuð ríkisábyrgð á lánum einkafyrirtækis er varasamt af mörgum ástæðum. Þess er skemmst að minnast að stjórnvöld voru ekki tilbúin að gera neitt til að aðstoða WOW Air í erfiðleikum þess félags á síðasta ári, og kannski ekki að ástæðulausu. Um leið og veitt er ríkisábyrgð á skuldum félags verða hagsmunir ríkisins og félagsins samtvinnaðir með mjög óeðlilegum hætti. Er t.d. líklegt að íslenzka ríkið greiði götu keppinauta Icelandair þegar það á jafngríðarlega fjárhagslega hagsmuni af að félagið verði ofan á í samkeppni? Veðin sem Icelandair veitir gegn ríkisábyrgðinni eru auk þess ekki þess eðlis að íslenzka ríkið geri sér auðveldlega peninga úr þeim ef ganga þarf að þeim. Áætlanir Icelandair virðast gera ráð fyrir hækkandi einingaverði og mjög takmarkaðri samkeppni á innanlandsmarkaði, þrátt fyrir að nýtt flugfélag sé í startholunum að hefja samkeppni þegar dregur úr heimsfaraldrinum. Það verður að teljast ámælisvert að fé skattgreiðenda sé veðjað á að slíkar áætlanir gangi eftir. Skilyrði fyrir ríkisábyrgðinni Jafnvel þótt menn telji réttlætanlegt að veita ríkisábyrgð á lánum „þjóðhagslega mikilvægs“ fyrirtækis eins og Icelandair í fordæmalausu ástandi heimsfaraldursins er ekki verjandi að það farist fyrir að gera ýmsar ráðstafanir, sem nauðsynlegar eru til að tryggja samkeppni á flugmarkaði og aðgang keppinauta Icelandair að honum. Samkeppniseftirlitið, flugfélagið Play, sem hyggst keppa við Icelandair, og ferðaskrifstofur í hópi keppinauta dótturfyrirtækja Icelandair Group, hafa bent á nokkrar slíkar leiðir: Ríkisábyrgðin verði afmörkuð og taki eingöngu til flugrekstrar Icelandair en ekki annars rekstrar, t.d. á ferðaskrifstofum, hótelum eða flugafgreiðslustarfsemi. Gjaldið sem Icelandair Group greiðir fyrir ríkisábyrgðina verði hækkað og þannig búið um að hvati félagsins til að losa sig sem fyrst undan ríkisábyrgðinni verði aukinn. Icelandair losi um lendingarheimildir og afsali sér hluta þeirra til keppinauta. Viðskiptum sé beint til keppinauta Icelandair, til dæmis í flugafgreiðslu Starfsemi sem á ekki að njóta ríkisstuðnings sé klofin frá félaginu eða aðskilin fjárhagslega. Uppkaup á keppinautum séu óheimil á meðan stuðningsins nýtur við. Gripið verði til stuðningsaðgerða gagnvart keppinautum Icelandair. Hér mætti bæta við einum kosti, sem Alþingi ætti að skoða þegar það fjallar um frumvarpið; að Icelandair verði sett það skilyrði að brjóti félagið samkeppnislög á gildistíma ábyrgðarinnar falli hún niður. Í liði með samkeppninni? Stjórnvöld þurfa hvað sem öðru líður að sýna að þau horfi heildstætt á samkeppnisumhverfið í millilandaflugi og á tengdum mörkuðum og átti sig á hinum neikvæðu samkeppnislegu áhrifum sem ríkisstuðningur við eitt flugfélag getur haft. Það hafa þau enn ekki gert. Það má mögulega réttlæta það að vera í liði með einu þjóðhagslega mikilvægu fyrirtæki við þessar aðstæður, en stjórnvöld þurfa líka að sýna skýrt og greinilega að þau séu í liði með samkeppninni á þessum mikilvæga markaði og horfi til hagsmuna neytenda og keppinauta Icelandair til langs tíma. Það er nú verkefni Alþingis að vinna málið þannig að fram á það sé sýnt. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Fréttir af flugi Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkeppnismál Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hálft ár hefur verið óvenjulegur tími. Heimsfaraldur COVID-19 veirunnar hefur valdið íslenzku atvinnulífi miklum búsifjum og kreppan er dýpri en við höfum áður upplifað. Við þessar aðstæður hafa stjórnvöld þurft að grípa til margs konar óvenjulegra en nauðsynlegra aðgerða til stuðnings atvinnulífinu. Félag atvinnurekenda hefur frá því snemma í faraldrinum vakið athygli á þeirri hættu að bæði kreppan sjálf og aðgerðir stjórnvalda vinni gegn heilbrigðri samkeppni í atvinnulífinu. FA hefur hvatt stjórnvöld til að gæta þess í hvívetna að tryggja virka samkeppni, styrkja samkeppnislöggjöfina og gæta að hagsmunum minni og meðalstórra fyrirtækja, sem standa oft höllum fæti í samkeppni við stóra keppinauta. Stjórnvöld hafa í sumum tilvikum haft augun á því markmiði að tryggja heilbrigt samkeppnisumhverfi þegar þau hafa lagt upp stuðningsaðgerðir við atvinnulífið en í öðrum málum hefur tekizt hörmulega til, eins og þegar endurmenntunardeildir háskólanna fengu ríkisstyrk til að niðurgreiða um tugi þúsunda námskeið, sem haldin eru í beinni samkeppni við námsframboð einkarekinna fræðslufyrirtækja. FA hefur í því máli reynt að halda ríkisvaldinu við efnið og kvartað bæði til Eftirlitsstofnunar EFTA og Samkeppniseftirlitsins. Samkeppnisvinkillinn gleymdist Samkeppni er mikilvæg á öllum mörkuðum. Reynsla undanfarinna ára hefur sýnt glögglega hversu mikilvægt það er að öflug, innlend fyrirtæki keppi við Icelandair. Hagsbætur neytenda í formi meira framboðs og lægri fargjalda vegna samkeppni Iceland Express og síðar WOW Air við Icelandair eru ómældar – og án nokkurs vafa hefur það líka haldið Icelandair á tánum og bætt rekstur félagsins að eiga öfluga innlenda keppinauta. Það kom því á óvart að sjá að við samningu frumvarps um veitingu ríkisábyrgðar upp á 15 milljarða króna til Icelandair Group hf. virðist hafa gleymzt að horfa til þess hvernig eigi að tryggja áfram virka samkeppni í millilandaflugi frá Íslandi. Ríkisvaldið, stofnanir þess og fyrirtæki hafa, þrátt fyrir augljóst gildi samkeppni í millilandaflugi, iðulega verið í liði með Icelandair fremur en samkeppninni. Það kostaði þannig mikla baráttu að tryggja jafnræði í úthlutun afgreiðslutíma fyrir flugfélög á Keflavíkurflugvelli. Það þurfti líka langan slag við ríkið til að fá það til að fara að lögum og bjóða út eigin kaup á flugfarmiðum, í stað þess að ríkisstarfsmenn flygju aðallega með Icelandair og styngju vildarpunktunum í eigin vasa. Það að veita yfirhöfuð ríkisábyrgð á lánum einkafyrirtækis er varasamt af mörgum ástæðum. Þess er skemmst að minnast að stjórnvöld voru ekki tilbúin að gera neitt til að aðstoða WOW Air í erfiðleikum þess félags á síðasta ári, og kannski ekki að ástæðulausu. Um leið og veitt er ríkisábyrgð á skuldum félags verða hagsmunir ríkisins og félagsins samtvinnaðir með mjög óeðlilegum hætti. Er t.d. líklegt að íslenzka ríkið greiði götu keppinauta Icelandair þegar það á jafngríðarlega fjárhagslega hagsmuni af að félagið verði ofan á í samkeppni? Veðin sem Icelandair veitir gegn ríkisábyrgðinni eru auk þess ekki þess eðlis að íslenzka ríkið geri sér auðveldlega peninga úr þeim ef ganga þarf að þeim. Áætlanir Icelandair virðast gera ráð fyrir hækkandi einingaverði og mjög takmarkaðri samkeppni á innanlandsmarkaði, þrátt fyrir að nýtt flugfélag sé í startholunum að hefja samkeppni þegar dregur úr heimsfaraldrinum. Það verður að teljast ámælisvert að fé skattgreiðenda sé veðjað á að slíkar áætlanir gangi eftir. Skilyrði fyrir ríkisábyrgðinni Jafnvel þótt menn telji réttlætanlegt að veita ríkisábyrgð á lánum „þjóðhagslega mikilvægs“ fyrirtækis eins og Icelandair í fordæmalausu ástandi heimsfaraldursins er ekki verjandi að það farist fyrir að gera ýmsar ráðstafanir, sem nauðsynlegar eru til að tryggja samkeppni á flugmarkaði og aðgang keppinauta Icelandair að honum. Samkeppniseftirlitið, flugfélagið Play, sem hyggst keppa við Icelandair, og ferðaskrifstofur í hópi keppinauta dótturfyrirtækja Icelandair Group, hafa bent á nokkrar slíkar leiðir: Ríkisábyrgðin verði afmörkuð og taki eingöngu til flugrekstrar Icelandair en ekki annars rekstrar, t.d. á ferðaskrifstofum, hótelum eða flugafgreiðslustarfsemi. Gjaldið sem Icelandair Group greiðir fyrir ríkisábyrgðina verði hækkað og þannig búið um að hvati félagsins til að losa sig sem fyrst undan ríkisábyrgðinni verði aukinn. Icelandair losi um lendingarheimildir og afsali sér hluta þeirra til keppinauta. Viðskiptum sé beint til keppinauta Icelandair, til dæmis í flugafgreiðslu Starfsemi sem á ekki að njóta ríkisstuðnings sé klofin frá félaginu eða aðskilin fjárhagslega. Uppkaup á keppinautum séu óheimil á meðan stuðningsins nýtur við. Gripið verði til stuðningsaðgerða gagnvart keppinautum Icelandair. Hér mætti bæta við einum kosti, sem Alþingi ætti að skoða þegar það fjallar um frumvarpið; að Icelandair verði sett það skilyrði að brjóti félagið samkeppnislög á gildistíma ábyrgðarinnar falli hún niður. Í liði með samkeppninni? Stjórnvöld þurfa hvað sem öðru líður að sýna að þau horfi heildstætt á samkeppnisumhverfið í millilandaflugi og á tengdum mörkuðum og átti sig á hinum neikvæðu samkeppnislegu áhrifum sem ríkisstuðningur við eitt flugfélag getur haft. Það hafa þau enn ekki gert. Það má mögulega réttlæta það að vera í liði með einu þjóðhagslega mikilvægu fyrirtæki við þessar aðstæður, en stjórnvöld þurfa líka að sýna skýrt og greinilega að þau séu í liði með samkeppninni á þessum mikilvæga markaði og horfi til hagsmuna neytenda og keppinauta Icelandair til langs tíma. Það er nú verkefni Alþingis að vinna málið þannig að fram á það sé sýnt. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun