Hvetur Rússa til að vera samvinnuþýða í máli Navalní Kjartan Kjartansson skrifar 2. september 2020 18:27 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segist sleginn yfir fullyrðingum þýskra stjórnvalda um að eitrað hafi verið fyrir einum helsta stjórnarandstæðingi Rússlands með alræmdu taugaeitri. Vísir/Vilhelm Óháð alþjóðleg rannsókn þarf að fara fram á hvernig eitrað var fyrir Alexei Navalní, einum leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra. Hann hvetur rússnesk stjórnvöld til þess að vera samvinnuþýð í að draga þá seku til ábyrgðar. Þýsk stjórnvöld greindu frá því í dag að Navalní hefði verið byrlað taugaeitrið novichok. Navalní veiktist hastarlega í flugi í síðasta mánuði. Rússneskir læknar sögðu í fyrstu að eitrað hefði verið fyrir honum en drógu það fljótt til baka. Aðstandendur Navalní kröfðust þess að fá leyfi til að flytja hann til sjúkrahúss í Berlín og var það veitt eftir nokkuð japl, jaml og fuður í Rússlandi. Novichok er sama eitur og tveir rússneskir leyniþjónustumenn eru taldir hafa byrlað Sergei Skrípal, rússneskum fyrrverandi njósnara, og dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi í mars árið 2018. Guðlaugur Þór utanríkisráðherra segist sleginn yfir tíðindunum frá Þýskalandi um að eitrað hafi verið fyrir Navalní með taugaeitrinu í tísti nú í kvöld. „Óháð alþjóðleg rannsókn er nauðsynleg. Ég hvet rússnesk stjórnvöld til að vera samvinnuþýð að fullu við að koma réttlæti yfir þá ábyrgu,“ tísti utanríkisráðherra upphaflega á ensku. Shocked by disturbing reports from the German government that Alexei #Navalny @navalny was poisoned with a chemical agent, #Novichok. Independent international investigation is necessary. Calling on Russian authorities to cooperate fully in bringing those responsible to justice.— Guðlaugur Þór (@GudlaugurThor) September 2, 2020 Stuðningsmenn Navalní saka Vladímír Pútín, forseta Rússlands, um að hafa gefið skipun um að eitra fyrir honum. Því hafa stjórnvöld í Kreml hafnað með öllu. Á langri valdatíð Pútín hefur þó fjöldi stjórnarandstæðinga og fjandmanna forsetans fallið frá við voveiflegar aðstæður. Rússneskir saksóknarar kröfðust þess í dag að fá ítarlegar upplýsingar um læknisfræðirannsóknir sem hafa verið gerðar á Navalní í Þýskalandi. Þeir hafa haldið því fram til þessa að ekkert tilefni hafi verið til þess að hefja sakamálarannsókn á veikindum Navalní. Navalní hefur einn fyrirferðamesti stjórnarandstæðingur Rússlands um árabil. Hann hefur ítrekað verið handtekinn fyrir að skipuleggja og taka þátt í mótmælum gegn stjórnvöldum. Þá hafa yfirvöld þjarmað að samtökum gegn spillingu sem hann rekur. Navalní var meinað að bjóða sig fram til forseta gegn Pútín árið 2018 á grundvelli fjársvikadóms sem hann hlaut en hann fullyrðir að hafi átt sér pólitískar rætur. Utanríkismál Rússland Taugaeitursárás í Bretlandi Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Rússar krefjast nákvæmra upplýsinga um rannsóknir á Navalny Rússnesk yfirvöld hafa farið fram á það við yfirvöld í Þýskalandi að þau veiti þeim ítarlegar upplýsingar um þær læknisfræðirannsóknir sem framkvæmdar voru á rússneska stjórnarandstöðuþingmanninum Alexei Navalny í Þýskalandi. 2. september 2020 15:35 Eitrað fyrir Navalny með taugaeitrinu Novichok Eitrað var fyrir rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny með taugaeitrinu Novichok. Þetta er niðurstaða rannsóknar þýskra stjórnvalda. 2. september 2020 14:04 Rússar segja engin ummerki um glæp í máli Navalny Rússneskir saksóknarar segja bráðabirgðarannsókn þeirra á málinu ekki hafa sýnt fram á að glæpur hafi átt sér stað. 27. ágúst 2020 13:57 Þýskir læknar segja að eitrað hafi verið fyrir Navalny Þýskir læknar sem sinna nú rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny segja að rannsóknir bendi til þess að eitrað hafi verið fyrir stjórnmálamanninum. 24. ágúst 2020 17:50 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Óháð alþjóðleg rannsókn þarf að fara fram á hvernig eitrað var fyrir Alexei Navalní, einum leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra. Hann hvetur rússnesk stjórnvöld til þess að vera samvinnuþýð í að draga þá seku til ábyrgðar. Þýsk stjórnvöld greindu frá því í dag að Navalní hefði verið byrlað taugaeitrið novichok. Navalní veiktist hastarlega í flugi í síðasta mánuði. Rússneskir læknar sögðu í fyrstu að eitrað hefði verið fyrir honum en drógu það fljótt til baka. Aðstandendur Navalní kröfðust þess að fá leyfi til að flytja hann til sjúkrahúss í Berlín og var það veitt eftir nokkuð japl, jaml og fuður í Rússlandi. Novichok er sama eitur og tveir rússneskir leyniþjónustumenn eru taldir hafa byrlað Sergei Skrípal, rússneskum fyrrverandi njósnara, og dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi í mars árið 2018. Guðlaugur Þór utanríkisráðherra segist sleginn yfir tíðindunum frá Þýskalandi um að eitrað hafi verið fyrir Navalní með taugaeitrinu í tísti nú í kvöld. „Óháð alþjóðleg rannsókn er nauðsynleg. Ég hvet rússnesk stjórnvöld til að vera samvinnuþýð að fullu við að koma réttlæti yfir þá ábyrgu,“ tísti utanríkisráðherra upphaflega á ensku. Shocked by disturbing reports from the German government that Alexei #Navalny @navalny was poisoned with a chemical agent, #Novichok. Independent international investigation is necessary. Calling on Russian authorities to cooperate fully in bringing those responsible to justice.— Guðlaugur Þór (@GudlaugurThor) September 2, 2020 Stuðningsmenn Navalní saka Vladímír Pútín, forseta Rússlands, um að hafa gefið skipun um að eitra fyrir honum. Því hafa stjórnvöld í Kreml hafnað með öllu. Á langri valdatíð Pútín hefur þó fjöldi stjórnarandstæðinga og fjandmanna forsetans fallið frá við voveiflegar aðstæður. Rússneskir saksóknarar kröfðust þess í dag að fá ítarlegar upplýsingar um læknisfræðirannsóknir sem hafa verið gerðar á Navalní í Þýskalandi. Þeir hafa haldið því fram til þessa að ekkert tilefni hafi verið til þess að hefja sakamálarannsókn á veikindum Navalní. Navalní hefur einn fyrirferðamesti stjórnarandstæðingur Rússlands um árabil. Hann hefur ítrekað verið handtekinn fyrir að skipuleggja og taka þátt í mótmælum gegn stjórnvöldum. Þá hafa yfirvöld þjarmað að samtökum gegn spillingu sem hann rekur. Navalní var meinað að bjóða sig fram til forseta gegn Pútín árið 2018 á grundvelli fjársvikadóms sem hann hlaut en hann fullyrðir að hafi átt sér pólitískar rætur.
Utanríkismál Rússland Taugaeitursárás í Bretlandi Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Rússar krefjast nákvæmra upplýsinga um rannsóknir á Navalny Rússnesk yfirvöld hafa farið fram á það við yfirvöld í Þýskalandi að þau veiti þeim ítarlegar upplýsingar um þær læknisfræðirannsóknir sem framkvæmdar voru á rússneska stjórnarandstöðuþingmanninum Alexei Navalny í Þýskalandi. 2. september 2020 15:35 Eitrað fyrir Navalny með taugaeitrinu Novichok Eitrað var fyrir rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny með taugaeitrinu Novichok. Þetta er niðurstaða rannsóknar þýskra stjórnvalda. 2. september 2020 14:04 Rússar segja engin ummerki um glæp í máli Navalny Rússneskir saksóknarar segja bráðabirgðarannsókn þeirra á málinu ekki hafa sýnt fram á að glæpur hafi átt sér stað. 27. ágúst 2020 13:57 Þýskir læknar segja að eitrað hafi verið fyrir Navalny Þýskir læknar sem sinna nú rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny segja að rannsóknir bendi til þess að eitrað hafi verið fyrir stjórnmálamanninum. 24. ágúst 2020 17:50 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Rússar krefjast nákvæmra upplýsinga um rannsóknir á Navalny Rússnesk yfirvöld hafa farið fram á það við yfirvöld í Þýskalandi að þau veiti þeim ítarlegar upplýsingar um þær læknisfræðirannsóknir sem framkvæmdar voru á rússneska stjórnarandstöðuþingmanninum Alexei Navalny í Þýskalandi. 2. september 2020 15:35
Eitrað fyrir Navalny með taugaeitrinu Novichok Eitrað var fyrir rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny með taugaeitrinu Novichok. Þetta er niðurstaða rannsóknar þýskra stjórnvalda. 2. september 2020 14:04
Rússar segja engin ummerki um glæp í máli Navalny Rússneskir saksóknarar segja bráðabirgðarannsókn þeirra á málinu ekki hafa sýnt fram á að glæpur hafi átt sér stað. 27. ágúst 2020 13:57
Þýskir læknar segja að eitrað hafi verið fyrir Navalny Þýskir læknar sem sinna nú rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny segja að rannsóknir bendi til þess að eitrað hafi verið fyrir stjórnmálamanninum. 24. ágúst 2020 17:50