Segir erfitt að keppa við niðurgreiddan samgöngumáta Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. september 2020 20:42 Hörður Guðmundsson er forstjóri Ernis. Vísir/Sigurjón Hörður Guðmundsson, forstjóri flugfélagsins Ernis, segir það ekki koma til af góðu að félagið hafi ákveðið að hætta flugi til Vestmannaeyja. Margt þurfi að koma til svo ákvörðunin yrði dregin til baka og róðurinn á innanlandsflugmarkaði sé þungur. Þetta kom fram í viðtali við Hörð í útvarpsþættinum Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar var Hörður spurður hvað þyrfti að gerast svo ákvörðun félagsins yrði dregin til baka. Hann sagði ýmislegt þurfa að koma til. „Samgöngurnar eru samkeppnismarkaður. Við erum bara lítið fjölskyldufyrirtæki sem heldur úti almenningssamgöngum um landið, þar á meðal til Eyja og í samkeppni við niðurgreiddan bát, ásamt náttúrulega flugi. Skattlagning og gjöld á flugið eru það há að það er ekkert hægt að koma niður fargjöldum. Þó höfum við verið að bjóða fargjöld síðastliðna þrjá mánuði með 50 prósent afslætti,“ segir Hörður. Hann segir að ríkið verði að taka ákvörðun um hvort niðurgreiða eigi flug til Vestmannaeyja. „Ég skil það að Vestmanneyingar þurfa, eins og aðrir landsmenn, að hafa samgöngur. Ég er ekki að segja að ríkið eigi að gera eitt eða neitt í því. Ef það er talið nauðsynlegt að halda úti flugsamgöngum á einhverja staði verður hið opinbera að koma til með það,“ segir Hörður. Hann bendir á að flug á Bíldudal, Gjögur og Hornafjörð sé niðurgreitt. Hann segir að þrátt fyrir meðgjöf sé erfitt að halda úti flugi til þessara staða. Hörður segist, þrátt fyrir allt, sé fyrir hendi vilji stjórnvalda til að koma til móts við þau félög sem sinna innanlandsflugi. „Jú, ég held það. Þeim aðilum sem hafa með fjárveitingarvaldið að gera, þeim er náttúrulega þröngur stakkur skorinn,“ segir Hörður og bendir á stöðuna sem nú er uppi hjá Icelandair. Í frumvarpi fjármálaráðherra til fjáraukalaga er lagt til að félaginu verði veitt lán með ríkisábyrgð upp á 16,5 milljarða króna. Eins bendir Hörður á að Air Iceland Connect, dótturfélag Icelandair og umsvifamesti aðilinn á innanlandsflugmarkaði, horfi fram á erfiða tíma. „Flugfélagið Ernir er kannski í dag eitt best stadda félagið í landinu, þrátt fyrir allt,“ segir Hörður. Hann segir það stafa af því að frá upphafi faraldursins hafi félagið notið þess að vera með frambærilegar vélar sem hefi getað flogið verktökum, skipsáhöfnum og annað slíkt. Slíkir farþegar hefðu að öðrum kosti nýtt sér áætlunarflug til og frá Keflavík, en það dróst mikið saman þegar faraldurinn tók að láta á sér kræla hérlendis. Viðtalið við Hörð í heild sinni má heyra í spilaranum hér ofar í fréttinni. Vestmannaeyjar Samgöngur Fréttir af flugi Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Hörður Guðmundsson, forstjóri flugfélagsins Ernis, segir það ekki koma til af góðu að félagið hafi ákveðið að hætta flugi til Vestmannaeyja. Margt þurfi að koma til svo ákvörðunin yrði dregin til baka og róðurinn á innanlandsflugmarkaði sé þungur. Þetta kom fram í viðtali við Hörð í útvarpsþættinum Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar var Hörður spurður hvað þyrfti að gerast svo ákvörðun félagsins yrði dregin til baka. Hann sagði ýmislegt þurfa að koma til. „Samgöngurnar eru samkeppnismarkaður. Við erum bara lítið fjölskyldufyrirtæki sem heldur úti almenningssamgöngum um landið, þar á meðal til Eyja og í samkeppni við niðurgreiddan bát, ásamt náttúrulega flugi. Skattlagning og gjöld á flugið eru það há að það er ekkert hægt að koma niður fargjöldum. Þó höfum við verið að bjóða fargjöld síðastliðna þrjá mánuði með 50 prósent afslætti,“ segir Hörður. Hann segir að ríkið verði að taka ákvörðun um hvort niðurgreiða eigi flug til Vestmannaeyja. „Ég skil það að Vestmanneyingar þurfa, eins og aðrir landsmenn, að hafa samgöngur. Ég er ekki að segja að ríkið eigi að gera eitt eða neitt í því. Ef það er talið nauðsynlegt að halda úti flugsamgöngum á einhverja staði verður hið opinbera að koma til með það,“ segir Hörður. Hann bendir á að flug á Bíldudal, Gjögur og Hornafjörð sé niðurgreitt. Hann segir að þrátt fyrir meðgjöf sé erfitt að halda úti flugi til þessara staða. Hörður segist, þrátt fyrir allt, sé fyrir hendi vilji stjórnvalda til að koma til móts við þau félög sem sinna innanlandsflugi. „Jú, ég held það. Þeim aðilum sem hafa með fjárveitingarvaldið að gera, þeim er náttúrulega þröngur stakkur skorinn,“ segir Hörður og bendir á stöðuna sem nú er uppi hjá Icelandair. Í frumvarpi fjármálaráðherra til fjáraukalaga er lagt til að félaginu verði veitt lán með ríkisábyrgð upp á 16,5 milljarða króna. Eins bendir Hörður á að Air Iceland Connect, dótturfélag Icelandair og umsvifamesti aðilinn á innanlandsflugmarkaði, horfi fram á erfiða tíma. „Flugfélagið Ernir er kannski í dag eitt best stadda félagið í landinu, þrátt fyrir allt,“ segir Hörður. Hann segir það stafa af því að frá upphafi faraldursins hafi félagið notið þess að vera með frambærilegar vélar sem hefi getað flogið verktökum, skipsáhöfnum og annað slíkt. Slíkir farþegar hefðu að öðrum kosti nýtt sér áætlunarflug til og frá Keflavík, en það dróst mikið saman þegar faraldurinn tók að láta á sér kræla hérlendis. Viðtalið við Hörð í heild sinni má heyra í spilaranum hér ofar í fréttinni.
Vestmannaeyjar Samgöngur Fréttir af flugi Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira