Brasilíumenn ætla að borga konunum jafnmikið og karlarnir fá Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2020 12:00 Marta hefur öðrum fremur komið brasilískum kvennafótbolta á kortið. Hún skoraði 108 mörk fyrir landsliðið var sex sinnum kosin besta knattspyrnukona heims og markahæsti leikmaður á HM kvenna frá upphafi. Getty/Rico Brouwer Brasilíska knattspyrnusambandið hefur gefið það út að hér eftir munu landsliðsleikmenn fá jafnmikið borgað hvort sem þeir spili fyrir karla- eða kvennalandslið Brasilíu. Þetta þýðir að leikmenn landsliðanna fá sömu dagpeninga og sömu árangurstengdar greiðslur fyrir góðan frammistöðu liðanna tveggja í stórmótum. Rogerio Caboclo, forseti brasilíska knattspyrnusambandsins, CBF, sagði að þessi breyting hefði verið ákveðin í mars síðastliðnum. „Frá því í mars á þessu ár þá hefur CBF jafnað út verðlaunafé og dagpeninga í karla- og kvennafótbolta,“ sagði Rogerio Caboclo. Brazilian Football Confederation president, Rogerio Caboclo announced today that the men's and women's national teams will be paid equally. pic.twitter.com/DHUGvJEHCT— SportsCenter (@SportsCenter) September 2, 2020 „Leikmenn liðanna fá því jafnmikið frá okkur þegar þeir eru kallaðir inn í landsliðsverkefnin,“ sagði Caboclo. Bónusgreiðslurnar snúast að árangri liðsins á heimsmeistaramótum og á Ólympíuleikum. „Það er enginn munur á kynunum lengur og CBF mun koma fram við karla og konur á sama hátt,“ sagði Rogerio Caboclo. Brasilíska kvennalandsliðið hefur ekki spilað síðan í mars en þá var öllum leikjum frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Brasilíska karlalandsliðið hefur fimm sinnum orðið heimsmeistari (síðast 2002), níu sinnum Suðurameríkumeistari (síðast 2019) og einu sinni Ólympíumeistari (2016). This is Marta's legacy (and far from her only one).Now, @FA, time to follow suit.https://t.co/IhfyzRiYrO— Dan Levene (@danlevene) September 2, 2020 Brasilíska kvennalandsliðið hefur best náð öðru sæti á heimsmeistaramóti (2007) og á Ólympíuleikum (2004 og 2008) en liðið hefur sjö sinnum orðið Suðurameríkumeistari (síðast 2018). Ísland, Ástralía, Noregur og Nýja-Sjáland eru meðal þeirra þjóða sem borga landsliðskonum sínum jafnmikið og körlunum. Breytingin á þessu varð á Íslandi í ársbyrjun 2018. Stjórn KSÍ ákvað þá að jafna árangurstengdar greiðslur leikmanna A-landsliða karla og kvenna í undankeppnum stórmóta. Dagpeningagreiðslurnar höfðu þá verið jafnar hjá A-landsliðum karla og kvenna í áraraðir en síðan í janúar 2018 hafa árangurstengdar greiðslur einnig verið þær sömu. Fótbolti Brasilía Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira
Brasilíska knattspyrnusambandið hefur gefið það út að hér eftir munu landsliðsleikmenn fá jafnmikið borgað hvort sem þeir spili fyrir karla- eða kvennalandslið Brasilíu. Þetta þýðir að leikmenn landsliðanna fá sömu dagpeninga og sömu árangurstengdar greiðslur fyrir góðan frammistöðu liðanna tveggja í stórmótum. Rogerio Caboclo, forseti brasilíska knattspyrnusambandsins, CBF, sagði að þessi breyting hefði verið ákveðin í mars síðastliðnum. „Frá því í mars á þessu ár þá hefur CBF jafnað út verðlaunafé og dagpeninga í karla- og kvennafótbolta,“ sagði Rogerio Caboclo. Brazilian Football Confederation president, Rogerio Caboclo announced today that the men's and women's national teams will be paid equally. pic.twitter.com/DHUGvJEHCT— SportsCenter (@SportsCenter) September 2, 2020 „Leikmenn liðanna fá því jafnmikið frá okkur þegar þeir eru kallaðir inn í landsliðsverkefnin,“ sagði Caboclo. Bónusgreiðslurnar snúast að árangri liðsins á heimsmeistaramótum og á Ólympíuleikum. „Það er enginn munur á kynunum lengur og CBF mun koma fram við karla og konur á sama hátt,“ sagði Rogerio Caboclo. Brasilíska kvennalandsliðið hefur ekki spilað síðan í mars en þá var öllum leikjum frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Brasilíska karlalandsliðið hefur fimm sinnum orðið heimsmeistari (síðast 2002), níu sinnum Suðurameríkumeistari (síðast 2019) og einu sinni Ólympíumeistari (2016). This is Marta's legacy (and far from her only one).Now, @FA, time to follow suit.https://t.co/IhfyzRiYrO— Dan Levene (@danlevene) September 2, 2020 Brasilíska kvennalandsliðið hefur best náð öðru sæti á heimsmeistaramóti (2007) og á Ólympíuleikum (2004 og 2008) en liðið hefur sjö sinnum orðið Suðurameríkumeistari (síðast 2018). Ísland, Ástralía, Noregur og Nýja-Sjáland eru meðal þeirra þjóða sem borga landsliðskonum sínum jafnmikið og körlunum. Breytingin á þessu varð á Íslandi í ársbyrjun 2018. Stjórn KSÍ ákvað þá að jafna árangurstengdar greiðslur leikmanna A-landsliða karla og kvenna í undankeppnum stórmóta. Dagpeningagreiðslurnar höfðu þá verið jafnar hjá A-landsliðum karla og kvenna í áraraðir en síðan í janúar 2018 hafa árangurstengdar greiðslur einnig verið þær sömu.
Fótbolti Brasilía Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira