WHO býst ekki við bóluefni fyrr en á næsta ári Samúel Karl Ólason skrifar 4. september 2020 15:04 Sjálfboðalioði tekur þátt í prófunum fyrir bóluefni í Bandaríkjunum. AP/Hans Pennink Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, segjast ekki búast við umfangsmiklum bólusetningum fyrr en um mitt ár 2021. Þeir ítreka nauðsyn þess að kanna skilvirkni og öryggi bóluefna ítarlega. Talskona stofnunarinnar segir að ekkert þeirra bóluefna sem eru langt komin í þróunarferli hafi sýnt fram á minnst 50 prósenta skilvirkni, eins og WHO sækist eftir. Vísindamenn víða um heim virðast stytta sér leið í þróun bóluefna. Rússar tilkynntu til að mynda nýverið að þeir væru byrjaðir að taka nýtt bóluefni í notkun eftir að hafa prófað það á tiltölulega fáum mönnum í aðeins tvo mánuði. Sérfræðingar hafa lýst yfir áhyggjum vegna þessa. Vanalega tekur það tíu til 15 ár að þróa bóluefni. Metið á bóluefnið við hettusótt. Það var þróað á um það bil fjórum árum. Breska lyfjafyrirtækið AstraZeneca segist langt komið með bóluefni sem unnið er af vísindamönnum við Oxford-háskóla.Jakub Porzycki/NurPhoto via Getty Þá hafa embættismenn í Bandaríkjunum einnig lýst því að þar gæti bóluefni verið komið í almenna notkun í október. Þær yfirlýsingar þykja þó anga af pólitík en faraldur nýju kórónuveirunnar mun spila stóra rullu í forstakosningunum sem fara fram í Bandaríkjunum í nóvember. Margaret Harris, talskona WHO, sagði á blaðamannafundi í dag að stofnunin byggist ekki við almennri bólusetningu fyrr en um mitt næsta ár. Án þess að nefna sérstakt bóluefni sagði hún nauðsynlegt að prófa bóluefni vel áður en þau væru tekin í notkun. Bæði til að tryggja að þau veiti þá vörn gegn Covid-19 sem þau eiga að veita og að þau valdi ekki aukaverkunum eins og mögulega langvarandi heilsukvillum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vill að fólk dragi aðeins andann varðandi bið eftir bóluefni.Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði á dögunum að fólk ætti „aðeins að halda andanum“ varðandi bóluefni. „Það þarf að rannsaka tugir þúsunda manna áður en hægt er að markaðssetja bóluefni, menn þurfa bara að sjá niðurstöðuna úr því, eru þetta örugg bóluefni, eru einhverjar aukaverkanir af því, virkar þetta hjá ungu fólki, hjá eldri einstaklingum, hjá fólki með undirliggjandi sjúkdóma og svo framvegis. Þetta vita menn bara ekki núna en menn eru bjartsýnir og bjartsýnni en þeir voru,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Efast um að bóluefni verði tilbúið í október Helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar telur ekki líklegt að bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru verði tilbúið í október, jafnvel þó að það sé „hugsanlegt“. Hvíta húsið segir að enginn þrýstingur sé á heilbrigðisyfirvöld að votta bóluefni fyrir kosningar sem fara fram í nóvember. 3. september 2020 18:51 Nýr ráðgjafi Trump vill fara „sænsku leiðina“ og ná hjarðónæmi Einn af helstu heilbrigðissráðgjöfum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur ýtt á að að Bandaríkin leggi áherslu á að ná svokölluðu „hjarðónæmi“ gegn Covid-19. 31. ágúst 2020 22:21 Átta prósent mælst með mótefni hjá Sameind Um átta prósent þeirra sem leitað hafa á einkarekna rannsóknarstofu hafa greinst með mótefni við Covid19. 30. ágúst 2020 21:00 Gera ráð fyrir að þurfa 550 þúsund skammta af bóluefni hér á landi Gert er ráð fyrir að hér á landi þurfi um 550 þúsund skammta af bóluefni gegn Covid-19. Er þá miðað við að bólusetja um 75 prósent þjóðarinnar til að ná fullnægjandi hjarðónæmi og að hver einstaklingur verði bólusettur tvisvar. 28. ágúst 2020 17:48 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, segjast ekki búast við umfangsmiklum bólusetningum fyrr en um mitt ár 2021. Þeir ítreka nauðsyn þess að kanna skilvirkni og öryggi bóluefna ítarlega. Talskona stofnunarinnar segir að ekkert þeirra bóluefna sem eru langt komin í þróunarferli hafi sýnt fram á minnst 50 prósenta skilvirkni, eins og WHO sækist eftir. Vísindamenn víða um heim virðast stytta sér leið í þróun bóluefna. Rússar tilkynntu til að mynda nýverið að þeir væru byrjaðir að taka nýtt bóluefni í notkun eftir að hafa prófað það á tiltölulega fáum mönnum í aðeins tvo mánuði. Sérfræðingar hafa lýst yfir áhyggjum vegna þessa. Vanalega tekur það tíu til 15 ár að þróa bóluefni. Metið á bóluefnið við hettusótt. Það var þróað á um það bil fjórum árum. Breska lyfjafyrirtækið AstraZeneca segist langt komið með bóluefni sem unnið er af vísindamönnum við Oxford-háskóla.Jakub Porzycki/NurPhoto via Getty Þá hafa embættismenn í Bandaríkjunum einnig lýst því að þar gæti bóluefni verið komið í almenna notkun í október. Þær yfirlýsingar þykja þó anga af pólitík en faraldur nýju kórónuveirunnar mun spila stóra rullu í forstakosningunum sem fara fram í Bandaríkjunum í nóvember. Margaret Harris, talskona WHO, sagði á blaðamannafundi í dag að stofnunin byggist ekki við almennri bólusetningu fyrr en um mitt næsta ár. Án þess að nefna sérstakt bóluefni sagði hún nauðsynlegt að prófa bóluefni vel áður en þau væru tekin í notkun. Bæði til að tryggja að þau veiti þá vörn gegn Covid-19 sem þau eiga að veita og að þau valdi ekki aukaverkunum eins og mögulega langvarandi heilsukvillum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vill að fólk dragi aðeins andann varðandi bið eftir bóluefni.Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði á dögunum að fólk ætti „aðeins að halda andanum“ varðandi bóluefni. „Það þarf að rannsaka tugir þúsunda manna áður en hægt er að markaðssetja bóluefni, menn þurfa bara að sjá niðurstöðuna úr því, eru þetta örugg bóluefni, eru einhverjar aukaverkanir af því, virkar þetta hjá ungu fólki, hjá eldri einstaklingum, hjá fólki með undirliggjandi sjúkdóma og svo framvegis. Þetta vita menn bara ekki núna en menn eru bjartsýnir og bjartsýnni en þeir voru,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Efast um að bóluefni verði tilbúið í október Helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar telur ekki líklegt að bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru verði tilbúið í október, jafnvel þó að það sé „hugsanlegt“. Hvíta húsið segir að enginn þrýstingur sé á heilbrigðisyfirvöld að votta bóluefni fyrir kosningar sem fara fram í nóvember. 3. september 2020 18:51 Nýr ráðgjafi Trump vill fara „sænsku leiðina“ og ná hjarðónæmi Einn af helstu heilbrigðissráðgjöfum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur ýtt á að að Bandaríkin leggi áherslu á að ná svokölluðu „hjarðónæmi“ gegn Covid-19. 31. ágúst 2020 22:21 Átta prósent mælst með mótefni hjá Sameind Um átta prósent þeirra sem leitað hafa á einkarekna rannsóknarstofu hafa greinst með mótefni við Covid19. 30. ágúst 2020 21:00 Gera ráð fyrir að þurfa 550 þúsund skammta af bóluefni hér á landi Gert er ráð fyrir að hér á landi þurfi um 550 þúsund skammta af bóluefni gegn Covid-19. Er þá miðað við að bólusetja um 75 prósent þjóðarinnar til að ná fullnægjandi hjarðónæmi og að hver einstaklingur verði bólusettur tvisvar. 28. ágúst 2020 17:48 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Efast um að bóluefni verði tilbúið í október Helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar telur ekki líklegt að bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru verði tilbúið í október, jafnvel þó að það sé „hugsanlegt“. Hvíta húsið segir að enginn þrýstingur sé á heilbrigðisyfirvöld að votta bóluefni fyrir kosningar sem fara fram í nóvember. 3. september 2020 18:51
Nýr ráðgjafi Trump vill fara „sænsku leiðina“ og ná hjarðónæmi Einn af helstu heilbrigðissráðgjöfum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur ýtt á að að Bandaríkin leggi áherslu á að ná svokölluðu „hjarðónæmi“ gegn Covid-19. 31. ágúst 2020 22:21
Átta prósent mælst með mótefni hjá Sameind Um átta prósent þeirra sem leitað hafa á einkarekna rannsóknarstofu hafa greinst með mótefni við Covid19. 30. ágúst 2020 21:00
Gera ráð fyrir að þurfa 550 þúsund skammta af bóluefni hér á landi Gert er ráð fyrir að hér á landi þurfi um 550 þúsund skammta af bóluefni gegn Covid-19. Er þá miðað við að bólusetja um 75 prósent þjóðarinnar til að ná fullnægjandi hjarðónæmi og að hver einstaklingur verði bólusettur tvisvar. 28. ágúst 2020 17:48