Innlent

Útinám vinsælt á Laugarvatni

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Öll aðstaða á Laugarvatni til útináms er til mikillar fyrirmyndar.
Öll aðstaða á Laugarvatni til útináms er til mikillar fyrirmyndar. Magnús Hlynur Hreiðarsson.

Útinám við Bláskógaskóla á Laugarvatni hefur slegið í gegn hjá nemendum og starfsmönnum skólans þar sem farið er út í náttúruna og hin ýmsu verkefni leyst. Einkunnarorð skólans eru virðing, vinátta og gleði.

Bláskógaskóli er ekki stór skóli því nemendur í leikskólanum og grunnskólanum eru 74 og starfsmenn eru um 20. Útinám hefur verið kennt í skólanum síðustu ár og fer kennsla þess vaxandi enda nemendur og starfsmenn mjög áhugasamir um að nýta alla þá frábæru aðstöðu, sem er á Laugarvatni til útikennslu.

Elfa Birkisdóttir, skólastjóri Bláskógaskóla á Laugarvatni, sem er mjög ánægð með útinámið í skólanum og hvað það hefur heppnast vel.Einkasafn

„Fyrst og fremst gengur þetta út á það að við höfum fjölbreytta kennsluhætti, horfa á einstaklingsmiðað nám og það að geta horft á þann frábæra kost, sem er í þessu umhverfi á Laugarvatni að upplifa og skynja í raun og veru allt, sem er hér í kringum okkur, náttúruna á sinn fjölbreyttasta hátt,“ segir Elfa Birkisdóttir, skólastjóri Bláskógaskóla.

Elfa segir að verkefni nemenda í útináminu, sem fer fram nokkrum sinnum í viku séu mjög fjölbreytt og skemmtileg.

„Við erum að fara hér um allar trissur, við förum t.d. upp í fjall, niður að vatni, við erum alltaf að skynja og upplifa eitthvað nýtt. Síðan erum við í fuglatalningum og þar að leiðandi erum við líka farin að skoða hlýnun jarðar og aðra þætti, sem skipta okkur máli, þannig að við erum að bralla ýmislegt.“

Elfa segist vera með einstaklegan góðan kennarahóp, sem stýrir útináminu, sem nær að virkja nemendur í öllum þáttum námsins.

„Já, við erum mjög rík af flottum kennurum þar sem allir styðja þessa stefnu og ekki síst samfélagið hér á Laugarvatni, þannig að við erum mjög rík.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×