Þegar Tröllin tröllríða... Sigríður Karlsdóttir skrifar 8. september 2020 09:30 Við þekkjum flest söguna um Trölla. Sem sat einn óralangt í burtu, át rusl og öskraði argur á bæjarbúa sem allir voru bara að reyna hafa góðan dag. Stundum þegar ég gæti ekki að sálartetrinu fer ég að lesa kommentakerfi fréttamiðlanna. Ég gleymi alltaf hvað það er skaðlegt og skil aldrei í mér að hafa eytt tíma í að lesa orð tröllanna. Kannski skuggahliðin læðist þarna út hjá mér. Kommentakerfa-tröllin eru flest öll ogguponsu reið. Örg. Pirruð. Já og smá gröm kannski. Ef það er ekki málfar ýslensku þjóðarinnar, þá er það blessaða frjálsræðið, eða allt þetta hinsegin fólk sem þarf að vera að taka svona mikið pláss í þjóðfélaginu. Eða þetta lið þarna á Alþingi. Tala nú ekki um allar druslurnar sem láta ekki fótboltamennina vera. Málið er, að í hverju reiðu Trölli, býr bara lítill hræddur Trölli og um leið og maður fattar það, þá getur maður… svona umborið Tröllin aðeins betur. Þegar félagsmenn Tröllasamfélagsins byrja að blása úr trompeti sálarinnar, þá er ég pínu glöð að þeir geti bara pikkað fast á lyklaborðið og þannig losað um gremjuna. Drukkið einn, tvo… tólf öllara með. Já eða te. Ég er glöð af því þá mögulega losna aðrir fjölskyldumeðlimir við að fá gremjuna inn á sig. Allavega dempast hún kannski mögulega þarna á þessu Interneti. Gremjan finnur sér nebbla alltaf leið. Ef maður er duglegur að safna gremju, þá finnur hún sér dálítið harkalega leið út. Næst þegar ég les harðort komment Trölla þá ætla ég að senda honum frjálslynt ljós fegurðar og fagnaðar. Kæfa hann í kærleik, í huganum. Af því ég er nefnilega yfir það hafin að setja orð mín á kommentakerfin. Er með svo dannaða ímynd. Hef haft mikið fyrir því að búa hana til. Að minnsta kosti egóið mitt. Svo getum við kannski knúsast öll saman bara þarna í lokin eins og í alvöru ævintýri. Því rót vandans hjá Trölla er að honum vantar bara smá faðmlag og vitneskju um að hann sé nóg eins og hann er. Hvað eru mörg R í því? Höfundur er lífsleiknikennari, heilsuráðgjafi og sérlegur áhugamaður um mannlegt eðli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Karlsdóttir Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Sjá meira
Við þekkjum flest söguna um Trölla. Sem sat einn óralangt í burtu, át rusl og öskraði argur á bæjarbúa sem allir voru bara að reyna hafa góðan dag. Stundum þegar ég gæti ekki að sálartetrinu fer ég að lesa kommentakerfi fréttamiðlanna. Ég gleymi alltaf hvað það er skaðlegt og skil aldrei í mér að hafa eytt tíma í að lesa orð tröllanna. Kannski skuggahliðin læðist þarna út hjá mér. Kommentakerfa-tröllin eru flest öll ogguponsu reið. Örg. Pirruð. Já og smá gröm kannski. Ef það er ekki málfar ýslensku þjóðarinnar, þá er það blessaða frjálsræðið, eða allt þetta hinsegin fólk sem þarf að vera að taka svona mikið pláss í þjóðfélaginu. Eða þetta lið þarna á Alþingi. Tala nú ekki um allar druslurnar sem láta ekki fótboltamennina vera. Málið er, að í hverju reiðu Trölli, býr bara lítill hræddur Trölli og um leið og maður fattar það, þá getur maður… svona umborið Tröllin aðeins betur. Þegar félagsmenn Tröllasamfélagsins byrja að blása úr trompeti sálarinnar, þá er ég pínu glöð að þeir geti bara pikkað fast á lyklaborðið og þannig losað um gremjuna. Drukkið einn, tvo… tólf öllara með. Já eða te. Ég er glöð af því þá mögulega losna aðrir fjölskyldumeðlimir við að fá gremjuna inn á sig. Allavega dempast hún kannski mögulega þarna á þessu Interneti. Gremjan finnur sér nebbla alltaf leið. Ef maður er duglegur að safna gremju, þá finnur hún sér dálítið harkalega leið út. Næst þegar ég les harðort komment Trölla þá ætla ég að senda honum frjálslynt ljós fegurðar og fagnaðar. Kæfa hann í kærleik, í huganum. Af því ég er nefnilega yfir það hafin að setja orð mín á kommentakerfin. Er með svo dannaða ímynd. Hef haft mikið fyrir því að búa hana til. Að minnsta kosti egóið mitt. Svo getum við kannski knúsast öll saman bara þarna í lokin eins og í alvöru ævintýri. Því rót vandans hjá Trölla er að honum vantar bara smá faðmlag og vitneskju um að hann sé nóg eins og hann er. Hvað eru mörg R í því? Höfundur er lífsleiknikennari, heilsuráðgjafi og sérlegur áhugamaður um mannlegt eðli.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun