Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Heimir Már Pétursson skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.

Í kvöldfréttum greinum við frá mikilli fjölgun barna sem hafa verið yfirheyrð í Barnahúsi á þessu ári vegna gruns um að þau hafi verið beitt ofbeldi og hafa málin aldrei verið fleiri en nú.

Að minnsta kosti tuttugu íslenskra konur selja erótískt eða klámfengið myndefni af sér á samfélagsmiðlinum OnlyFans. Stígamót hafa áhyggjur af þessari þróun.

Þúsundir flóttamanna eru á vergangi á grísku eyjunni Lesbos eftir að kveikt var í yfirfullum flóttamannabúðum þar sem fólkið bjó.

Við sýnum myndir og heyrum í borgarfulltrúa vegna niðurrifs á tæplega aldargömlu húsi við Skólavörðustíg í gær.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×