Segir að árás frá Íran yrði svarað þúsundfalt Samúel Karl Ólason skrifar 15. september 2020 10:49 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Ross D. Franklin Yfirvöld í Íran hafa varað Bandaríkin við því að „gera mistök“ eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hótaði Íran á Twitter. Það gerði forsetinn vegna fregna um að Íranir ætluðu mögulega að reyna að ráða sendiherra Bandaríkjanna í Suður-Afríku af dögum. Trump sagði að hvers kyns árás frá Íran yrði svarað þúsundfalt. ...caused over so many years. Any attack by Iran, in any form, against the United States will be met with an attack on Iran that will be 1,000 times greater in magnitude!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 15, 2020 Fjölmiðlar vestanhafs hafa vitnað í skýrslur frá leyniþjónustum Bandaríkjanna um að Íranir hygðu á hefndir vegna dauða herforingjans Qassem Soleimani, sem dó í loftárás Bandaríkjanna í Írak í janúar. Meðal þeirra leiða sem eru sagðar vera til skoðunar í Íran er að bana áðurnefndum sendiherra, Lana Marks. Í frétt Politico segir að embættismenn í Bandaríkjunum hafi vitað lengi af ógn gegn Marks en sú ógn hafi verið að skýrast og raungerast á undanförnum vikum. Sendiráð Íran í Suður-Afríku er sagt koma að málinu. Marks var skipuð í embætti í október. Hún hefur þekkt Trump í rúma tvo áratugi og hefur lengi verið meðlimur í Mar-a-Lago, einkaklúbbi Trump í Flórída. Tilnefning hennar var harðlega gagnrýnd af Demókrötum. Hún fæddist í Suður-Afríku og talar bæði Afrikaans og Xhosa. Ekki liggur fyrir af hverju sjónir Írana beindust gegn Marks en talið er að vinátta hennar við Trump komi þar að máli. Nokkrum dögum eftir að Soleimani var felldur skutu Íranir fjölda eldflauga að herstöð Bandaríkjanna í Írak. Trump ákvað að hefna ekki fyrir það en beitti í stað viðskiptaþvingunum gegn Íran. Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna og aðrir vöruðu þó við því að Íranir myndu leita annarra leiða til að hefna sín. Mehr fréttaveitan, sem er í eigu íranska ríkisins, hefur eftir Saeed Khatibzadeh, talsmanni Utanríkisráðuneytis Íran, að fregnirnar af meintum undirbúningi fyrir morð á sendiherranum áðurnefnda séu lygar. Með þeim séu Bandaríkin að reyna að einangra Íran á alþjóðavettvangi. Þá segir Khatibzadeh að það sé undarlegt að maður eins og Trump, sem hafi aðgang að leyniþjónustum Bandaríkjanna, reiði sig á fréttaflutning fjölmiðla sem hann hafi ítrekað sagt lygara og falska. Íran Bandaríkin Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Yfirvöld í Íran hafa varað Bandaríkin við því að „gera mistök“ eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hótaði Íran á Twitter. Það gerði forsetinn vegna fregna um að Íranir ætluðu mögulega að reyna að ráða sendiherra Bandaríkjanna í Suður-Afríku af dögum. Trump sagði að hvers kyns árás frá Íran yrði svarað þúsundfalt. ...caused over so many years. Any attack by Iran, in any form, against the United States will be met with an attack on Iran that will be 1,000 times greater in magnitude!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 15, 2020 Fjölmiðlar vestanhafs hafa vitnað í skýrslur frá leyniþjónustum Bandaríkjanna um að Íranir hygðu á hefndir vegna dauða herforingjans Qassem Soleimani, sem dó í loftárás Bandaríkjanna í Írak í janúar. Meðal þeirra leiða sem eru sagðar vera til skoðunar í Íran er að bana áðurnefndum sendiherra, Lana Marks. Í frétt Politico segir að embættismenn í Bandaríkjunum hafi vitað lengi af ógn gegn Marks en sú ógn hafi verið að skýrast og raungerast á undanförnum vikum. Sendiráð Íran í Suður-Afríku er sagt koma að málinu. Marks var skipuð í embætti í október. Hún hefur þekkt Trump í rúma tvo áratugi og hefur lengi verið meðlimur í Mar-a-Lago, einkaklúbbi Trump í Flórída. Tilnefning hennar var harðlega gagnrýnd af Demókrötum. Hún fæddist í Suður-Afríku og talar bæði Afrikaans og Xhosa. Ekki liggur fyrir af hverju sjónir Írana beindust gegn Marks en talið er að vinátta hennar við Trump komi þar að máli. Nokkrum dögum eftir að Soleimani var felldur skutu Íranir fjölda eldflauga að herstöð Bandaríkjanna í Írak. Trump ákvað að hefna ekki fyrir það en beitti í stað viðskiptaþvingunum gegn Íran. Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna og aðrir vöruðu þó við því að Íranir myndu leita annarra leiða til að hefna sín. Mehr fréttaveitan, sem er í eigu íranska ríkisins, hefur eftir Saeed Khatibzadeh, talsmanni Utanríkisráðuneytis Íran, að fregnirnar af meintum undirbúningi fyrir morð á sendiherranum áðurnefnda séu lygar. Með þeim séu Bandaríkin að reyna að einangra Íran á alþjóðavettvangi. Þá segir Khatibzadeh að það sé undarlegt að maður eins og Trump, sem hafi aðgang að leyniþjónustum Bandaríkjanna, reiði sig á fréttaflutning fjölmiðla sem hann hafi ítrekað sagt lygara og falska.
Íran Bandaríkin Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira